Fréttir & tilkynningar

Truflun á umferð, þriðjudag

Á morgun þriðjudaginn 24. mars verða upptökur á Ófærð í gangi í miðbæ Siglufjarðar
Lesa meira

Nótan - uppskerutóleikar

Á fimmtudaginn í síðustu viku fóru fram uppskerutónleikar Tónskóla Fjallabyggðar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Um var að ræða Nótuna en til þessara tónleika höfðu verið valdir nemendur til þátttöku.
Lesa meira

Gospelnámskeið

Gospelnámskeið verður í Fjallabyggð 10. - 12. apríl nk. Lifandi námskeið þar sem hinn eini og sanni Óskar Einarsson, ásamt söngkonunum Hrönn Svansdóttur og Fannýju Tryggvadóttur, leiða hópinn í gegnum fjölbreytileika Gospel-tónlistarinnar.
Lesa meira

Setning Skíðamóts Íslands

Í gær, fimmtudag, hófst Skíðamót Íslands formlega með setningu og sprettgöngu. Keppni fór fram á Ólafsfirði, en brautin var hringin í kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar. Hringurinn var um 500 metra langur og gengu konurnar tvo hringi og karlarnir gengu þrjá. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en brautin var blaut og þung.
Lesa meira

Opið hús hjá bæjarlistamanninum Fríðu Gylfa

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Fríða Gylfadóttir, ætlar að opna vinnustofu sína, að Túngötu 40a, um helgina og verður opið hús hjá henni milli kl. 13:00 - 16:00 bæði laugardag og sunnudag. Allir velkomnir.
Lesa meira

Kallað eftir skjölum kvenna

Nú í ár fagna landsmenn 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Af því tilefni efna Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin til þjóðarátaks um söfnun á skjölum kvenna og hvetja landsmenn til að afhenda þau á skjalasöfn. Bréf, dagbækur og önnur persónuleg gögn geta veitt innsýn inn í líf einstaklinga og fjölskyldna þeirra en einnig varpa þau ljósi á sögu lands og þjóðar.
Lesa meira

Uppskeruhátíð Tónskóla Fjallabyggðar

Uppskeruhátíð Tónskóla Fjallabyggðar verður haldin í Menningarhúsinu Tjarnarborg, í dag, fimmtudaginn 19. mars kl. 17:00. Þar koma fram nemendur skólans með tónlistaratriði sem voru valin til þátttöku í Nótunni 2015.
Lesa meira

Skíðamót Íslands - íslenska fánann á loft

Senn líður að Skíðamóti Íslands sem haldið verður á Dalvík/Ólafsfirði næstkomandi helgi, þetta verður mikil hátíð og margir sem munu leggja leið sína til okkar. Okkur langar að biðla til ykkar íbúanna að hjálpa okkur með að mynda góða hátíðarstemningu með því að flagga íslenska fánanum keppnisdagana sem eru föstudagur 20. mars, laugardagur 21. mars og sunnudagur 22. mars.
Lesa meira

Skíðamót Íslands

Lesa meira

Breyttur opnunartími íþróttamiðstöðvar Ólafsfirði

Helgina 21. - 22. mars verður breyting á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði vegna Skíðamóts Íslands.
Lesa meira