Fréttir & tilkynningar

SÁÁ boðar til opins borgarafundar

SÁÁ heldur opinn borgarafund um áfengis- og vímuefnavandann fyrir íbúa Fjallabyggðar og nágrennis í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði mánudagskvöldið 2. febrúar frá klukkan 20:00 - 22:00.
Lesa meira

Hæfileikakeppni grunnskólans

Þann 29. janúar verður Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg. Þar geta nemendur komið og sýnt hvað í þeim býr, hvort sem er að syngja einir eða í hóp eða að sýna hæfileika sína á annan hátt.
Lesa meira

Snjór um víða veröld

Sunnudaginn 18. janúar er alþjóðlegi snjódagurinn (World snow day). Markmið dagsins er að fá börn og fjölskyldur þeirra í fjallið, til þess að njóta og upplifa það sem fjöllin hafa upp á að bjóða.
Lesa meira

Tónleikar í Tjarnarborg

Sunnudaginn 18. janúar kl. 17:00 verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Fram munu koma Ana Claudia de Assis og Joan Pedro Oliveira. Ana Claudia leikur á píanó og Joan Pedro mun stýra rafrænum hljóðum.
Lesa meira

Viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar 2015

Fyrirhugað er að gefa út viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar 2015 líkt og gert var í upphafi árs 2014.
Lesa meira

111. fundur bæjarstjórnar

FUNDARBOÐ - Gerð hefur verið breyting á fundartíma og fundarstað 111. bæjarstjórnarfundar. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15. janúar (ekki miðvikudaginn 14. janúar) og í Menningarhúsinu Tjarnarborg (ekki Ráðhúsinu). 111. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnaborg, Ólafsfirði,15. janúar 2015 og hefst kl. 17:00
Lesa meira

Landsskipulagsstefna og skipulagsgerð sveitarfélaga

Skipulagsstofnun kynnir auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 á opnum fundi á Hótel Kea þann 21. janúar kl. 15:00 - 17:00.  Á fundinum verður tillagan kynnt auk þess sem að fjallað verður sérstaklega um framfylgd landsskipulagsstefnu í skipulagsgerð sveitarfélaga svo sem við endurskoðun aðalskipulags.
Lesa meira

Nýtt á bókasafninu - bækur af bókalista MTR

Bókasafn Fjallabyggðar var að fá í hús þær bækur sem eru á bókalista Menntaskólans við Tröllaskaga og verða þær tilbúnar til útláns seinna í dag. Þar má nefna „Öldin öfgafulla“, „Fornir tímar“ kjörbækur í íslensku, ensku og dönsku og margt fleira.
Lesa meira

Eyrarrósin 2015

Eyrarrósin verður veitt í ellefta sinn í mars næstkomandi, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Lesa meira

Hannyrðakvöld á bókasafninu

Nú fara hannyrðakvöldin á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði að hefjast eftir jólafrí. Fyrsti hittingur er á morgun, þriðjudaginn 13. janúar, frá kl. 20:00-22:00 og eins og áður verða þau annan hvern þriðjudag fram á vorið. Minnt er á að safnið er opið á sama tíma.
Lesa meira