Fréttir & tilkynningar

Startup Tourism

Startup Tourism er nýr viðskiptahraðall sem er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, allt árið um kring.
Lesa meira

Fjallabyggð sigraði Reykhólahrepp í Útsvari

Fjallabyggð tók nú að nýju þátt í sjónvarpsþættinum Útsvar á RÚV eftir árs fjarveru en þátturinn var á dagskrá á föstudagskvöldið.
Lesa meira

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands verður haldið fimmtudaginn 19. nóvember 2015 í Hofi á Akureyri. Samgöngur eru forsenda fyrir uppbyggingu og vexti ferðaþjónustu á Norðurlandi og grunnurinn að því að markmið um dreifingu ferðamanna náist. Á samgönguþingi MN verður fjallað um samgöngur í víðu samhengi, á landi og flugsamgöngur. Fjölgun ferðamanna hefur verið hröð undanfarin ár sem hefur skapað mikil tækifæri. Aukinn fjöldi ferðamanna að sumri og vetri kallar á nýjar áherslur í samgöngumálum. Við hvetjum alla sem tengjast ferðaþjónustunni að mæta og ræða þau brýnu málefni sem verða tekin fyrir á fundinum.
Lesa meira

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 11. nóvember 2015 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Elvý, Eyþór og Birkir með tónleika í Tjarnarborg

Hjúin Elvý G. Hreinsdóttir, söngkona og Eyþór Ingi Jónsson, organisti hafa á sl. tveim árum haldið vel á annan tug tónleika á NA-landi, þar sem þau hafa blandað saman áhugamálum sínum, tónlistinni og ljósmyndun. Nú hafa þau sett saman þriðju efnisskrána en að þessu sinni völdum þau uppáhaldslögin sín á efnisskrána
Lesa meira

Fjallabyggð - Reykhólahreppur í Útsvari

Fjallabyggð tekur nú að nýju þátt í sjónvarpsþættinum Útsvar á RÚV eftir árs fjarveru. Á morgun, föstudaginn 13. nóvember, er komið að Fjallabyggð að keppa og eru mótherjar Reykhólahreppur
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2016

Á fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 11. nóvember var fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2016 til fyrri umræðu.
Lesa meira

Tónleikar vegna afmælis Ólafsfjarðarkirkju

Tónskóli Fjallabyggðar verður með tónleika vegna afmælis Ólafsfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. nóvember kl. 20:00. Þar koma fram nemendur skólans með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
Lesa meira

Dóbía af öðrum heimi

Brák Jónsdóttir, í samstarfi við Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, er skipuleggjandi verkefnisins sem stendur frá 12. - 15. nóvember 2015, í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sextán listamenn vinna að ólíkum miðlum, til að skapa ímyndaðan hugarheim út frá smásögu eftir Viktoríu Blöndal, sögumann sýningarinnar. Opnun verður laugardaginn 14. nóvember (frá kl. 16.00 - 20.00) og verður sýningargestum boðið að upplifa margþættan og kyngimagnaðan túr um Dóbíuna. Athugið að sýningin stendur aðeins þennan eina eftirmiðdag.
Lesa meira

Sölusýning á listaverkum

Sölusýning verður á listaverkum í Pálshúsi/Árnahúsi laugardaginn 14. nóvember og sunnudaginn 15. nóvember, frá 14:00 til 17:00
Lesa meira