Fréttir & tilkynningar

Segja sig frá frekari vinnu við Síldarævintýrið

Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 8. október var lögð fram skýrsla og reikningar fyrir Síldarævintýrið 2015. Í skýrslunni kemur fram að hátíðarhöldin hafi tekist vel og er áætlað að um 3.000 gestir hafi verið á hátíðinni.
Lesa meira

Fjöldi ferðamanna á upplýsingamiðstöðvum

Á fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar í gær, 8. október, lagði Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafnsins fram upplýsingar um komur ferðamanna á upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar en þær eru starfræktar í húsnæði bókasafnanna.
Lesa meira

Ríkharður forseti bæjarstjórnar

Á aukafundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem haldin var í gær, miðvikudag, var borin fram ósk Magnúsar S. Jónassonar um lausn frá störfum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Magnús sem leiddi F-listann, Fjallabyggðarlistann fyrir síðustu kosningar, hefur m.a. verið í embætti forseta bæjarstjórnar.
Lesa meira

Aukafundur í bæjarstjórn - breyttur fundarstaður og fundartími

Vakin er athygli á því að aukafundur bæjarstjórnar sem haldinn verður í dag fer fram í Ráðhúsi Fjallabyggðar kl. 16:00 en ekki í Tjarnarborg kl. 17:00 eins og auglýst var í gær.
Lesa meira

Samið við Bás ehf. um endurgerð grjótdrens

Á fundi bæjaráðs í gær, þriðjudaginn 6. október, var til umfjöllunar tilboð í endurgerð grjótdrens norðan við Stóra Bola. Tilboðin voru opnuð föstudaginn 2. október sl. og bárust tvö tilboð. Frá Bás ehf. upp á 1.432.000 kr. og frá Smára ehf. að upphæð 2.170.000 kr.
Lesa meira

Aðsóknarmet slegið á Síldarminjasafninu

Frá 1. janúar hafa 21.000 gestir sótt Síldarminjasafnið heim, sem er töluverð aukning frá því sem áður hefur verið, en frá árinu 2011 hafa gestir verið á bilinu 17 – 20.000 á ári.
Lesa meira

Aukafundur í bæjarstjórn

Boðað er til aukafundar í bæjarstjórn Fjallabyggðar
Lesa meira

Tónleikar í Alþýðuhúsinu; Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson

Laugardaginn 10. okt. kl. 21:00 verða Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira

Hannyrðakvöld bókasafnsins

Fyrsta hannyrðakvöld vetrarins verður þriðjudaginn 6. október í bókasafninu á Siglufirði. Í vetur verður einnig boðið upp á hannyrðakvöld í bókasafninu Ólafsfirði og verður fyrsta kvöldið miðvikudaginn 7. október.
Lesa meira

Héðinsfjarðargöng 5 ára

Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá opnun Héðisfjarðarganga. Að því tilefni boða Fjallabyggð og Háskólinn á Akureyri til ráðstefnu þar sem helstu niðurstöður rannsóknarinnar á áhrifum Héðinsfjarðarganganna á samfélögin á norðanverðum Tröllaskaga verða kynntar. Ráðstefnan fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði föstudaginn 2. október nk. og stendur yfir frá kl. 14:00 – 17:00.
Lesa meira