Fréttir & tilkynningar

Áminning til vegfarenda

Tæknideild Fjallabyggðar vill minna vegfarendur á að eftirfarandi götur á Siglufirði eru vistgötur:
Lesa meira

Garðsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja

Frá og með mánudeginum 23. júní hefst garðsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Fjallabyggð. Þeir aðilar sem óska eftir slætti eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við afgreiðslu bæjarskrifstofunnar í síma 464 9100.
Lesa meira

Viltu taka þátt í útimarkaði á Blúshátíð?

Í tengslum við Blue North Music Festival verður haldin útimarkaður við Tjarnarborg laugardaginn 28. júní kl. 14:00 ásamt því sem lifandi tónlist verður á svæðinu. 
Lesa meira

Blúshátíð, Blue North Music Festival

Árleg Blúshátíð, Blue North Music Festival, verður haldin í Fjallabyggð 27. - 28. júní. Dagskrá hátíðarinnar er nú tilbúinn og er óhætt að segja að hún sé glæsileg.
Lesa meira

Vel heppnuð hátíðarhöld

Veðrið lék heldur betur við íbúa Fjallabyggðar á þjóðhátíðardaginn. Dagskrá var með hefðbundnu sniði. Kl. 11:00 var stutt athöfn við minnisvarða um Sr. Bjarna Þorsteinsson og lagður var blómsveigur á leiðið.
Lesa meira

Vinningaskrá í happadrætti Gnýfara

Hestamannafélagið Gnýfari stóð fyrir svokölluðu stóðhesta happadrætti á dögunum. Vinningaskrá hefur nú verið birt og hlutu eftiralin númer vinning:
Lesa meira

Sirkussýning í Alþýðuhúsinu.

Sunnudaginn 22. júní kl. 15:00 mun fjöllistahópur setja upp sýninguna " Musical juggling " í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Brúðusafn opnar í Ólafsfirði

Á morgun, þann 17. júní, kl. 15:00 opnar brúðusafn í Ólafsfirði. Safnið er staðsett í húsinu Sigurhæð, Aðalgötu 15, þar sem bókasafnið er nú til húsa. 
Lesa meira

Íþróttamiðstöðvar lokaðar 17. júní og eftir hádegi þann 18. júní.

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða lokaðar 17. júní og eftir hádegi miðvikudaginn 18. júní eða frá kl: 12:30 vegna námskeiða starfsfólks í skyndihjálp og björgun.
Lesa meira

Ungir blúsarar óskast

Blúshátíðin í Ólafsfirði auglýsir eftir ungum og efnilegum tónlistarmönnum af starfssvæði Meningarráðs Eyþings, til að spila á BlueNorthMusic festival í Ólafsfirði laugardaginn 28. júní nk.
Lesa meira