Fréttir & tilkynningar

Tónskóli Fjallabyggðar með opið hús á Skálarhlíð.

Tónskóli Fjallabyggðar, verður með opið hús á Skálarhlíð, Siglufirði föstudaginn 7. febrúar.  Skálarhlíð verður opið frá kl. 14.30 – 16.00. Fram koma nemendur og kennarar Tónskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Rætur bs. Nýtt byggðasamlag.

Á stofnfundi nýs byggðarsamlags sem haldin var 29.janúar sl. á Sauðárkróki, undirrituðu fulltrúar níu sveitarfélaga samþykktir nýs byggðarsamlags sem fengið hefur nafnið Rætur bs. 
Lesa meira

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012 –2024.

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á undanförnum árum unnið að gerð nýs svæðisskipulags. Nefndin hóf í byrjun ársins 2013 kynningu á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 í samræmi við verklagsreglur í skipulagslögum nr. 123/2010. 
Lesa meira

Lítið atvinnuleysi í Fjallabyggð

Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 3. febrúar voru lagðar fram upplýsingar um atvinnuleysistölur í Fjallabyggð á árinu 2013.
Lesa meira

,,Hvernig getum við haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga?

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir foreldrafund.  Foreldrafundur verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20:00 í Tjarnarborg.  
Lesa meira

Lífshlaup ÍSÍ - fimm vinnustaðir skráðir til leiks.

Nú eru aðeins tveir dagar þangað til Lífshlaup ÍSÍ verður ræst í sjöunda sinn. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.
Lesa meira

Tilkynning frá Bókasafni Fjallabyggðar

Frá og með 1. febrúar 2014 munu lánþegar fá bókasafnsskírteini sín afhent til frambúðar. Hver og einn ber ábyrgð á sínu bókasafnsskírteini. Bókasafnið mun ekki geyma bókasafnsskírteini lánþega lengur. Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir, Forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar
Lesa meira