Fréttir & tilkynningar

Breyttur opnunartími íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Nýr vetraropnunartími tók gildi 12. febrúar sl. í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar og gilda til 1. júní, en þá tekur sumaropnunartími við. Opnanir verða því eftirfarandi:
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2011

Menningarnefnd hefur valið Örlyg Kristfinnsson myndlistarmann, hönnuð og rithöfund bæjarlistamann Fjallabyggðar 2011. Í tilefni þess mun sérstök viðhöfn fara fram 25. febrúar kl. 17.00 í Ráðhúsinu þar sem bæjarlistamaður verður heiðraður.
Lesa meira

Bókasafnið á Siglufirði 100 ára

Bókasafnið á Siglufirði er 100 ára í dag 11. febrúar. Að þessu tilefni verður opið hús á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði næstkomandi föstudag, 18. febrúar, klukkan 15-17.
Lesa meira

Menningarfulltrúi Eyþings með viðtalstíma í Fjallabyggð

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings verður með viðtalstíma í Fjallabyggð sem hér segir: Á Siglufirði 25. febrúar kl. 14.00-15.30 í Ráðhúsinu, salnum 2. hæð. Í Ólafsfirði 8. mars kl. 13.00-14.30 á bæjarstjórnarskrifstofu, 2. hæð. Bæjarbúar sem stefna á menningarviðburði eða verkefni eru hvattir til að mæta og ræða við Ragnheiði vegna styrkumsókna til Menningarráðs Eyþings.
Lesa meira

Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 9. febrúar 2011 kl. 17.00

61. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 17.00
Lesa meira

Opið hús hjá Leikskóla Fjallabyggðar

Leikskólarnir Leikhólar og Leikskálar verða með opið hús mánudaginn 7.  febrúar í tilefni af degi leikskólans sem ber nú upp á sunnudegi  6. febrúar.  Leikskólarnir eru opnir frá kl 8:00 til kl 16:00.
Lesa meira

Lið Fjallabyggðar keppir í Útsvari

Föstudaginn 4. febrúar mun lið Fjallabyggðar keppa í 2. umferð Útsvars við lið Reykjanesbæjar. María Bjarney Leifsdóttir, Ámundi Gunnarsson og Halldór Þormar Halldórsson keppa fyrir hönd Fjallabyggðar. Sendum við þeim baráttukveðjur. Bein útsending hefst 20.10 á Rúv.
Lesa meira

Heimildarmynd um hljómsveitina ROÐLAUST OG BEINLAUST

Miðvikudagskvöldið 2. febrúar kl. 20:00 verður ný heimildarmynd um hljómsveitina ROÐLAUST OG BEINLAUST sýnd í félagsheimilinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Af því tilefni er öllum íbúum Fjallabyggðar boðið á sýninguna!
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2011

Menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum og /eða rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2011
Lesa meira

Gjaldskrá og nýr opnunartími sundlaugar

Breyttur opnunartími og gjaldskrá íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sem auglýstur var í Tunnunni í gær mun ekki taka gildi 1. febrúar eins og þar kom fram. Breytingin á eftir að fá staðfestingu bæjarstjórnar og því mun hún ekki taka gildi fyrr en eftir þann tíma ef bæjarstjórn samþykkir breytingarnar. Áætlað er að málið verði tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi 9. febrúar nk. Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Lesa meira