Fréttir & tilkynningar

Álagningarseðlar fasteignagjalda í Fjallabyggð

Lesa meira

Menningarfulltrúi Eyþings með viðtalstíma á Siglufirði

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings verður með viðtalstíma á Siglufirði 25. febrúar kl. 14.00-15.30 í Ráðhúsinu, salnum 2. hæð.
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar auglýsir

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar  á Siglufirði verður lokuð laugardaginn 26. febrúar  vegna mótahalds.  (Blakmót) Ath. að Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði verður þess vegna opin sama dag frá kl. 10:00 - 18:00   Forstöðumaður.
Lesa meira

Bæjarlistamaður 2011 heiðraður

Í tilefni þess að Menningarnefnd hefur valið Örlyg Kristfinnsson myndlistarmann, hönnuð og rithöfund bæjarlistamann Fjallabyggðar 2011, mun sérstök viðhöfn fara fram 25. febrúar kl. 17.00 í Ráðhúsinu þar sem bæjarlistamaður verður heiðraður.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf.

Um er að ræða landvörslu, móttöku og upplýsingagjöf, afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf. Vinnutímabil eru flest á tímabilinufrá byrjun júní til loka ágúst.
Lesa meira

Tónleikar Tónskóla Fjallabyggðar

Tónleikar Tónskóla Fjallabyggðar verða í Tjarnarborg miðvikudaginn 23. febrúar kl. 18.00 og í Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 24. febrúar kl. 18.00.
Lesa meira

Opið hús á bókasafninu á Siglufirði

Opið hús verður á bókasafninu á Siglufirði föstudaginn 18. febrúar kl. 15:00 - 17:00 í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá stofnun lestrarfélags á Siglufirði. Afmæliskaka í boði og eru allir velkomnir.
Lesa meira

Upplýsingamiðstöð

Á tímabilinu 1. júní til 15. sept. 2011.
Lesa meira

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarstarfs á Norðausturlandi

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Lesa meira

Grasrótarverðlaun KSÍ og UFEA vor afhent KF (áður KS)

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA voru veitt á 65. ársþingi KSÍ og voru þrjú félög sem fengu þau afhent.  Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru þessir flokkar ákveðnir af UEFA. Einn þessara flokka er Grasrótarviðburður stúlkna, en í þessum flokki fék KS verðlaun fyrir Pæjumót TM. Félaginu voru afhentir Boltar og viðurkenning frá UEFA. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mótið og það starf sem félagið er að gera.
Lesa meira