Fréttir & tilkynningar

Sorphirðudagatal Fjallabyggðar 2011

Sorphirðudagatal Fjallabyggðar hefur tekið smávægilegum breytingum. Um er að ræða breytingar á brúnu tunnunni. Hægt er að skoða sorphirðudagatalið undir útgefnu efni, eða á upplýsingasíðu um sorphirðu í Fjallabyggð.
Lesa meira

Frumsýning Leikfélags Ólafsfjarðar

Leikfélag Ólafsfjarðar frumsýnir í tilefni af 50 ára afmæli LÓ, afmælissýninguna Leika, alltaf leika..
Lesa meira

Styrkur til greiðslu fasteignarskatts

Frestur rennur út í dag 10. mars til að sækja um styrk til greiðslu fasteignarskatts.
Lesa meira

UÍF minnir á samkeppni um merki sambandsins

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar auglýsir samkeppni um merki sambandsins. 
Lesa meira

Ný heimasíða í loftið

Eins og lesendur síðunnar hafa væntanlega tekið eftir þá hefur Fjallabyggð nú tekið nýja heimasíðu í gagnið. Síðan er unnin í Moya kerfi frá Stefnu. Síðan verður yfirfarin og skoðuð næstu daga, hvort allt hafi ekki tekist eins og til var ætlast. Allar ábendingar varðandi heimasíðuna er hægt að senda á gisli@fjallabyggd.is
Lesa meira

Menningarfulltrúi Eyþings með viðtalstíma í Ólafsfirði

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings verður með viðtalstíma í Ólafsfirði 8. mars kl. 13.00-14.30 á bæjarskrifstofu, 2. hæð. Bæjarbúar sem stefna á menningarviðburði eða verkefni eru hvattir til að mæta og ræða við Ragnheiði vegna styrkumsókna til Menningarráðs Eyþings.
Lesa meira

Unglingarnir okkar að fara á Samfés festival

Um helgina fer um 80 manna hópur frá félagsmiðstöðinni Neon til Reykjavíkur að taka þátt í Samfésfestivali í Laugardalshöllinni. Um er að ræða risa stórt ball á föstudagskvöldinu með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins og söngkeppni Samfés á laugardeginum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir verður fulltrúi Neons á söngkeppninni í ár sem sýnd verður beint á skjá einum. Keppninn er kl. 13-16 laugardaginn 5. mars. Að lokum þakka krakkarnir úr félagsmiðstöðinni fyrir frábærar viðtökur bæjarbúa og fyrirtækja í Fjallabyggð, í áheitasöfnun Neons 2011. Takk kærlega fyrir.
Lesa meira

Auglýsing um skipulag

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sýnum þann 9. febrúar 2011 að auglýsa deiliskipulag fyrir svæði sem  skilgreint  er sem Opið svæði tilsérstakra nota í Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028.
Lesa meira

Bæjarlistamaður 2011

Síðastliðinn föstudag útnefndi menningarnefnd, Örlyg Kristfinnsson Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2011. Sandra Finnsdóttir formaður nefndarinnar fór yfir það ötula starf sem Örlygur hefur tekið að sér í Fjallabyggð sem safnstjóri, rithöfundur, myndlistarmaður, hönnuður, kvæðamaður og lífskúnstner. Þetta er í annað sinn sem valinn er Bæjarlistamaður Fjallabyggðar og tekur  Örlygur við nafnbótinni af Bergþóri Morthens sem bar titilinn árið 2010. Fjallabyggð óskar Örlygi innilega til hamingju með nafnbótina.
Lesa meira

Umsóknir frá félögum og félagasamtökum um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Umsóknarfrestur er til 10. mars 2011
Lesa meira