Fréttir & tilkynningar

Sautján km. langur trefill

Í Fjallbyggð keppist fólk nú við að prjóna. Karlar, konur og börn, aðfluttir og fráfluttir, gamalmenni og unglingar hafa tekið upp prjónana og keppast nú við að prjóna 17 km. langan trefil. Ætlunin er að nýta trefillinn til að tengja saman byggðarkjarnana alveg frá miðbæ Siglufjarðar í gegnum Héðinsfjarðargöng inn í miðbæ Ólafsfjarðar við vígslu gangana í lok september nk. þegar göngin verða formlega opnuð.
Lesa meira

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarstarfs á Norðausturlandi

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Lesa meira

Kynningarfundir vegna sameiningar fræðslustofnanna í Fjallabyggð

Þessa dagana standa yfir kynningar á tillögum fræðslunefndar Fjallabyggðar um sameiningu fræðslustofnanna í sveitarfélaginu áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar af bæjarstjórn. Kynningarnar eru fyrir starfsmenn, nemendur, foreldra og aðra íbúa Fjallabyggðar.
Lesa meira

Nýárskveðja

Starfsmenn og bæjarfulltrúar Fjallabyggðar óska íbúum Fjallabyggðar og landsmönnum öllum gleðilegs árs og velfarnaðar á árinu 2010
Lesa meira