Fréttir & tilkynningar

Framhaldsskólanám í Fjallabyggð – fyrsta skrefið

Á sameiginlegum fundi skólanefndar og byggingarnefndar hins nýja framhaldsskóla, fyrr í dag, voru þau ánægjulegu tíðindi staðfest að fengist hefði samþykki menntamálaráðuneytis fyrir að bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi á Siglufirði og í Ólafsfirði næsta vetur. Nemendum býðst að stunda fjarnám með stuðningi og utanumhaldi í heimabyggð.
Lesa meira

Horft til framtíðar - fyrstu niðurstöður íbúaþingsins

Þann 23. maí sl. var haldið íbúaþing í Fjallabyggð undir kjörorðunum "Horft til framtíðar". Um 40 íbúar og aðrir áhugamenn um þróun og rekstur sveitarfélagsins mættu og ræddu málefni samfélagsins og sveitarfélagsins. Starfsmenn Fjallabyggðar þakka þátttakendum á þinginu fyrir þá vinnu sem þeir lögðu á sig þar.
Lesa meira

Unglingar - Vinnuskóli hefst

Þeir unglingar sem hafa skráð sig í vinnuskóla Fjallabyggðar eiga að mæta mánudaginn 8. júní* nk. kl. 8:30 í áhaldahúsið.
Lesa meira

Sjómannadagurinn í Ólafsfirði

Dagskrá sjómannadagsins í Ólafsfirði er klár. Hana má finna hér
Lesa meira

Garðsláttur

Vinnuskóli og áhaldahús Fjallabyggðar bjóða ellilífeyrisþegum og öryrkjum upp á garðslátt í heimagörðum. Þeir sem hyggjast nýta sér þessa þjónustu skrái niður nafn og heimilisfang: Ólafsfjörður á bæjarskrifstofu (464-9200) Siglufjörður í Ráðhúsi (464-9100)
Lesa meira

Fjármálaráðherra ásælist þjóðlendur á Norðurlandi

Fjármálaráðherra hefur, fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi þ.e. Tröllaskaga. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem þar kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Frestur til að lýsa gagnkröfum í þau landsvæði sem þjóðlendukrafan tekur til rennur út þriðjudaginn 25. ágúst nk.
Lesa meira

Útilegukortið er til sölu á skrifstofum Fjallabyggðar

Fjallabyggð og tjaldstæði Fjallabyggðar eru samstarfaðilar Útilegukortsins ehf. Nú er útilegukortið 2009 er klárt og er það til sölu á skrifstofum Fjallabyggðar.  
Lesa meira

Munið að sækja um byggingarleyfi!

Af gefnu tilefni, viljum við minna íbúa á að sækja um byggingarleyfi til skipulags- og umhverfisnefndar áður en hafist er handa við að reisa háa skjólveggi eða aðrar breytingar á viðmóti húsa.
Lesa meira

Ungmenna og íþróttasamband Fjallabyggðar

Íþróttabandalag Siglufjarðar og Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar hafa verið sameinuð í Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar.
Lesa meira

Horft til framtíðar

Um 40 manns mættu á íbúaþing sem haldið var í dag og ræddu málefni samfélagsins og sveitarfélagsins.
Lesa meira