Fréttir & tilkynningar

Verkefnastyrkur til menningarstarfs

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og iðnaðarráðneytisins við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Lesa meira

Ályktun frá bæjarráði

Ályktun frá 119. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar 8. janúar 2009 um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu. Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir vanþóknun sinni á þeim niðurskurði sem yfirvöld hafa boðað á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæslustöð Ólafsfjarðar. Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þær einhliða skipulagsbreytingar sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt og óskar eftir viðræðum sem fyrst vegna sameiningar heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.
Lesa meira

„Krás á köldu...“

Fundur verður haldinn um staðbundna matarmenningu og matvælaframleiðslu í Fjallabyggð. Matvælaframleiðendur, eigendur veitingastaða og áhugafólk um staðbundna matarmenningu er boðið til fundar um málefnið.
Lesa meira

Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði berst málverk að gjöf

Í gær, mánudaginn 5. janúar færði Kristján H. Jónsson fyrrverandi forstöðumaður Hornbrekku heimilinu málverkið Vor að gjöf. Kristján var forstöðumaður Hornbrekku frá stofnun 1982 til 1998. Verkið er eftir Ólafsfirðinginn Freyju Dönu, sem nýlega hélt málverkasýningu í Ólafsfirð og  er unnið með hliðsjón af ljósmyndum frá vorinu 1961 og er af Pálínu Jóhannsdóttur í garðinum við Syðstabæ, Ólafsfirði.  
Lesa meira

Bergmenn - Fjallaleiðsögumenn

Fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann frá klængshóli í Skíðadal hefur sett í loftið nýja heimasíðu fyrir fjallaleiðsögufyrirtækið sitt Bergmenn - Fjallaleiðsögumenn. Þarna er samankomið eitt besta safn ljósmynda og efnis um fjallamennsku hverskonar á Íslandi og Tröllaskaganum en þó með sérstakri áherslu á fjallaskíðaferðir, þyrluskíðun, ísklifur og Alpaferðir.
Lesa meira

Sýndu hvað í þér býr!

Námskeið í félagsmálafræðslu á Siglufirði 14. janúar. Námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið í íþróttamiðstöðinni Hóli 14.janúar. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 22:00. Námskeiðsgjald er 5000 krónur.
Lesa meira

Flugeldasölur Björgunarsveitanna opnar í dag

Flugeldasölur Björgunarsveitanna eru opnar í dag. Bent er á að samkvæmt lögum er notkun flugelda einungis heimil frá 28. desember til 6. janúar ár hvert. Því er um að gera að kveðja jólin í kvöld og styrkja um leið gott málefni.
Lesa meira

Ert þú með verkefni? - Kynning á norrænu menningarstarfi og norrænum menningarsjóðum

Menningarráð Eyþings í samstarfi við menntamálaráðuneytið, Norræna húsið, Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri og Hvalasafnið á Húsavík boða til kynningarfundar um norrænt samstarf og norræna menningarsjóði.Fundurinn verður haldinn í Hvalasafninu á Húsavík föstudaginn 9. janúar  kl. 10.30 – 14.30
Lesa meira