Fréttir & tilkynningar

Leikfélag Ólafsfjarðar sýnir verkið „Á svið“

Leikfélag Ólafsfjarðar hefur komið saman aftur eftir langt hlé og standa nú æfingar yfir á verkinu „Á svið“. Frumsýnt verður föstudaginn 31. október nk í Tjarnarborg. Sýning hefst kl. 20:30
Lesa meira

Tilkynning til íbúa Fjallabyggðar

Ágætu íbúar Fjallabyggðar Í tilefni frétta af slæmri stöðu íslenskra banka og áhrifa þess á gengi íslensku krónunnar og íslenskt efnahagslíf, vill bæjarstjórn koma eftirfarandi á framfæri. Fjallabyggð er vel statt sveitarfélag. Þær skuldir sem Fjallabyggð á eru að langstærstum hluta hjá Lánsjóði Íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánsjóði á hagstæðum kjörum. Fjallabyggð er með óveruleg lán í erlendri minnt og Fjallbyggð á ekki eignir í hlutafélögum á markaði, né í erlendri starfsemi. 
Lesa meira

Fundur í Bæjarstjórn Fjallabyggðar 14. október 2008, kl. 17.00

31. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 14. október 2008 kl. 17.00.  
Lesa meira

Vígslu snjóflóðavarnargarða frestað

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, hefur því miður þurft að boða forföll. Af þeim sökum er vígslu snjóflóðagarðanna frestað um óákveðinn tíma. Ný tímasetning verður auglýst síðar.
Lesa meira

Landsmót Samfés

Landsmót Samfés var haldið á Reykjanesinu dagana 3.-5 október sl.
Lesa meira

Námskeið frá Símey í Fjallabyggð

Nú er enn ein haustönnin að fara af stað hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Í námskrá haustsins 2008 býður Símey íbúum Fjallabyggðar uppá 5 námskeið en auk þeirra eru í boði fjöldinn allur af námskeiðum annarsstaðar á Eyjafjarðarsvæðinu.  
Lesa meira

Snjóflóðavarnargarðarnir á Siglufirði vígðir

Fimmtudaginn 9. október verða snjóflóðavarnargarðarnir á Siglufirði vígðir. Að því tilefni er íbúum boðið til eftirfarandi dagskrár. 16:00 - Tekið á móti umhverfisráðherra og öðrum gestum við „Bakkatjörn"  16:15 - Gengið eftir Hólavegi upp á og eftir garði 4 og áfram sem leið liggur suður eftir garði 3 og endað á „Amfiteater" ofan við garð 2.
Lesa meira

Bás Fjallabyggðar tilnefndur til verðlauna

Bás Fjallabyggðar hefur verið tilnefndur til verðlauna sem besti hóp básinn á Sjávarútvegssýningunnni sem fer fram í Smáranum í Kópavogi.
Lesa meira

Góð aðsókn að sýningarbási Fjallabyggðar á sjávarútvegssýningu

Góð aðsókn hefur verið að sýningarbási Fjallabyggðar á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi sem hófst í dag. Þar kynna nokkur fyrirtæki frá Siglufirði og Ólafsfirði afurðir sínar og þjónustu.
Lesa meira

Opið hús í Herhúsinu

Gunnella býður alla velkomna í heimsókn í Herhúsið laugardaginn 4. október frá kl. 15 - 18
Lesa meira