Fréttir & tilkynningar

Skíðafélag Ólafsfjarðar fær nýja heimasíðu

Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur opnað nýja heimasíðu, er þetta undirsíða á www.fjallabyggd.is. Eins og fram hefur komið hér hjá okkur geta íþróttafélög og félagasamtök í sveitarfélaginu fengið slíkar síður. Slóðin á síðu skíðafélagsins er http://skiol.fjallabyggd.is
Lesa meira

Hundahreinsun í Fjallabyggð

Hundahreinsun í Fjallabyggð verður sem hér segir:
Lesa meira

Auglýsing til verslana, þjónustuaðila, handverks- og listamanna

Á bæjarráðsfundi sl. fimmtudag samþykkti bæjarráð fjármagn til markaðsátaks fyrir jólin, með verslunum, þjónustuaðilum, handverks- og listamönnum. Hugmyndin er að í samvinnu við verslanir, þjónustuaðila og handverks- og listamenn í Fjallabyggð verði gert markaðsátak til að hvetja íbúa Fjallabyggðar til að versla í heimabyggð fyrir jólin. Átakið felur í sér að gerður verði sameignlegur auglýsingabæklingur með jólagjafahugmyndum frá þessum aðilum. Vinna og kostnaður við bæklinginn verður á hendi Fjallabyggðar.
Lesa meira

Námskeið í félagsmálafræðslu í Ólafsfirði

Námskeið í félagsmálafræðslu í Ólafsfirði 12.-13. nóvember. Næsta námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið á Ólafsfirði dagana 12.-13. nóvember í UÍÓ-húsinu. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 22:00 báða dagana.
Lesa meira

Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 11. nóvember 2008 kl. 17.00.

32. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu Siglufirði, þriðjudaginn 11. nóvember 2008 og hefst kl. 17.00.
Lesa meira

Framhaldsskólinn

Á morgun mun fagnefnd fyrirhugaðs framhaldsskóla í Ólafsfirði funda í Ólafsfirði. Jón Eggert Bragason verkefnastjóri fyrirhugaðs framhaldsskóla hefur undanfarið heimsótt fyrirtæki á Siglufirði til að kanna áhuga þeirra á samstarfi við mótun námsframboðs við skólann. Óhætt er að segja að þessar heimsóknir hafi gengið vel og vel er tekið á móti honum. Hann hefur m.a. hitt framkvæmdarstjóra Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar Konráð Baldvinsson sem er mjög spenntur fyrir samstarfi vegna hugsanlegar sjúkraliða- og félagsliðabrauta innan skólans. JE-Vélaverkstæði hefur einn lýst áhuga á að vera með í mótun námsframboðs sem tæki mið að sérsviðum fyrirtækisins.
Lesa meira

Framhaldsskólinn

Á fundi með menntamálaráðherra og forsvarsmönnum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar var rætt um málefni fyrirhugaðs framhaldsskóla í Ólafsfirði. Fundurinn var að sögn þátttakenda mjög gagnlegur og var þar ákveðið í framhaldinu að skipa skólanefnd og byggingarnefnd. Fyrir er starfandi fagnefnd vegna skólans. Jafnframt var ákveðið að leitað yrði allra leiða til að kennsla megi hefjast í skólanum haustið 2009.
Lesa meira

Sigríður Gísladóttir er 100 ára í dag.

Sigríður Gísladóttir er fædd á Siglufirði 5. nóvember 1908. Hún bjó þar til 11 ár aldurs en flutti þá með foreldrum sínu að Veðramótum í Fljótum. Árið 1925 flutti hún að Hólkoti í Ólafsfirði og hefur síðan þá búið í Ólafsfirði. Sigríður giftist eiginmanni sínum Vilhjálmi Jóhannssyni árið 1930. Vilhjálmur lést árið 1978.
Lesa meira

Framhaldsskólinn

Í byrjun vikunnar fengu forsvarsmenn Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar upplýsingar þess efnis að ekkert yrði af undirritun samnings vegna stofnunar nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, en samninginn átti að undirrita á morgun. Þess í stað voru Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar og Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar boðuð á fund með menntamálaráðherra á Akureyri á morgun.     
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðsdal

Ekki er útlitið gott vegna opnunar skíðasvæðisins í Skarðsdal, en stefnt var á að opna í dag kl. 16:00. Nú er mikill vindur og ekki víst hvort hægt verði að opna. Hægt er að fylgjast með hvort og þá hvenær verður opnað á heimasíðu Skarðsins, skard.fjallabyggd.is og í símsvara svæðisins 878-3399.
Lesa meira