Fréttir & tilkynningar

Knattspyrnuskóli Grétars Rafns á Siglufirði

Um 130 börn tóku þátt í Knattspyrnuskóla Grétars Rafns Steinssonar og Knattspyrnufélags Siglufjarðar sem var haldinn dagana 2. til 6. júní síðastliðinn.
Lesa meira

Írsk - íslensk heimasíða um jaðrakaverkefnið

Eins og mörgum er kunnugt um héldu nemendur í 5. bekk áfram samstarfi sínu við írskan skóla í Cork héraði á Írlandi, undir leiðsögn kennara síns Guðnýjar Róbertsdóttur. Fylgst var með ferðum jaðraka til Íslands og á Íslandi. Krakkarnir á Siglufirði fóru fram á fjörð og fylgdust með ferðum jaðraka og sendu skýrslu til Írlands þar um. Skemmtilegt er að segja frá því að nú hefur verið sett upp heimasíða fyrir verkefnið á Írlandi þar sem greint er frá samstarfinu og sýndar myndir af nemendum okkar í 5. bekk við rannsóknarstörf. Skoðið sérstaklega hlekkinn http://www.scoiliosaefnaofa.com/Godwit.htm   
Lesa meira

Vinnuskóli hefst kl. 8:30

Vinnuskóli hefst kl. 8:30 (ekki 9:30 eins og auglýst var hér áður) á morgun þriðjudag. Mæting í áhaldahúsin á Siglufirði og í Ólafsfirði. Unnið verður virka daga frá 8:30-16:30.
Lesa meira

Blúshátíðin í Ólafsfirði og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

Nú er dagskrá Blúshátíðarinnar í Ólafsfirði og Þjóðlagahátíðarinnar á Siglfirði komin út. Hægt er að skoða nánar um hátíðirnar með því að ýta á hnappana hér til vinstri.
Lesa meira

Garðsláttur

Vinnuskóli Fjallabyggðar býður ellilífeyrisþegum og öryrkjum Fjallabyggðar upp á garðslátt í heimagörðum.
Lesa meira

Sætaferðir til Ólafsfjarðar á Sjómanndag.

Sætaferðir til Ólafsfjarðar á Sjómanndag. Enn er nóg af sætum. Þeir sem eru búnir að skrá sig hafa forgang. Allir velkomnir svo lengi sem sætapláss leyfir. Farið frá Torginu kl. 11:30 og heim aftur milli 17:00 og 18:00 allt eftir óskum farþega. Ferðafélagið Trölli Ólafsfirði býður uppá stutta og skemmtilega skoðunarferð um Ólafsfjörð fyrir farþega. Hoppukastalarnir vinsælu verða auðvitað á staðnum auk fleiri leiktækja frá slökkviliðinu og björgunarsveitinni.
Lesa meira

Sjómannadagshelgin

Sjómannafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir glæsilegri dagskrá um næstu helgi. Meðal þess sem er boðið uppá eru leiktæki, frítt í bíó fyrir börn og unglinga, söngvarana Magnús Þór, Siggu Beinteins og Söngvaborg auk leikarans Björgvins Frans. Dagskráin hefst strax á föstudegi og stendur fram á sunnudagskvöld. Magnús Þór Sigmundsson heldur tónleika á föstudagskvöldið auk þess sem börnum og unglingum verður boðið frítt í bíó.
Lesa meira

Kæru Siglfirðingar

Á Sjómannadaginn 1. júní n.k. viljum við bjóða ykkur í heimsókn til Ólafsfjarðar.  Glæsileg skemmtidagskrá verður í boði Sjómannafélags Ólafsfjarðar. Dagskráin er nánar auglýst  í Tunnunni Boðið verður uppá ókeypis sætaferðir fram og til baka.  Ferðafélagið Trölli Ólafsfirði býður uppá skemmtilega skoðunarferð um Ólafsfjörð fyrir farþega. Farið verður frá Torginu Siglufirði kl. 11:30 og til baka frá Ólafsfirði milli 17:00 - 18:00.      
Lesa meira

Tvö lög frá Fjallabyggð í Sjómannalagakeppni

Fjallabyggð getur státað af tveimur lögum í sjómannalagakepnni Rásar 2 og Hátíð hafsins. Lagið mamma er flutt af Roðlaust og beinlaust, söngur er í höndum Magnúsar G. Ólafssonar og Sævars Sverrissonar.  Einnig er lagið Fullur sjór af síld, eftir Sigurð Ægisson, en Miðaldamenn sjá um flutning og er söngur í höndum Þorvaldar Halldórssonar og Gylfa Ægissonar. Hægt er að hlusta á lög kepnninnar á www.ruv.is/poppland og kjósa það lag sem þér þykir best.
Lesa meira

Styrkir til Fjallabyggðar hærri en við sögðum áður frá

Byggðastofnun hefur gengið frá styrkveitingum og hlutafjárframlögum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009. Í fyrri frétt okkar yfirsáust okkur tveir styrkir að upphæð 3.000.000 kr. hvor svo heildarstyrkupphæð til fyrirtækja í Fjallabyggð er því 25.250.000. Það má því segja að slagorð Fjallabyggðar "Fjallabyggð er frumkvöðull" eigi vel við. Alls voru 200 milljónir króna til úthlutunar, 100 milljónir fyrir hvort ár. Alls bárust 253 umsóknir samtals að fjárhæð 1.528. mkr. Alls hlutu 69 verkefni styrk. Nokkrar umsóknir eru til frekari skoðunar. Hæstu styrkina hlutu Þóroddur ehf. vegna uppbyggingar seiðaeldisstöðvar í Tálknafirði, JE-Vélaverkstæði ehf. Siglufirði, vegna þróunar á nýrri gerð af snekkju og Vélfag ehf. í Ólafsfirði til þróunar og smíði roðvélar, 5 milljónir hvert verkefni.
Lesa meira