Fréttir & tilkynningar

Símnúmerakeppni og uppskeruhátíð SSS

Símnúmerakeppni og uppskeruhátíð Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar verður haldin mánudaginn 12. maí nk. Keppni hefst kl. 14.00 og uppskeruhátíð með verðlaunaafhendingu fyrir mót vetrarins verður síðan í beinu framhaldi af keppninni. Allir sem komið hafa að starfi Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar í vetur ásamt velunnurum eru hjartanlega velkomnir. 
Lesa meira

Frumkvöðlar á sóknarbraut

Undanfarnar vikur hafa nokkrir frumkvöðlar stundað frumkvöðlanámskeiðið Sóknarbraut undir leiðsögn G. Ágústs Péturssonar. Námskeiðinu lauk í gær með kynningu á viðskiptahugmyndum þátttakenda. Sóknarbraut er 36 stunda námskeið sem miðar að því að gera þátttakendur betur í stakk búna til að stofna og reka fyrirtæki. Frá þessu er sagt á www.sksiglo.is. Fjallabyggð óskar þáttakendum til hamingju með áfangann og óskar þeim góðs gengis við að gera viðskiptahugmyndir sínar að veruleika.
Lesa meira

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar óskar eftir verkefnum til þátttöku

AFE óskar eftir umsóknum um verkefnastuðning frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Umsóknarfrestur er til 27. maí nk.
Lesa meira

Opnun tilboða

Opnuð hafa verið tilboð í glugga í Ráðhús Siglufjarðar og tilboð í loft í Sundhöll Siglufjarðar en tilboðsfrestur rann út 5. maí kl. 14:00. Einnig hafa verið opnuð tilboð í gatnagerð Fjallabyggðar þar sem tilboðsfrestur rann út 6. maí 2008 kl. 14.00
Lesa meira

Sprengt í Héðinsfirði

Starfsmenn Metrostav  á Siglufirði eru farnir af stað á móti félögum sínum í Ólafsfirði. Fyrsta sprengingin var sprengd í gær Héðinsfjarðarmegin. Það verður því gaman að fylgjast með framvindu mála í  Tunnunni, en eins og flestir vita, birtir Tunnan vikulega tölur um ganga mála að beiðni eldri borgara á Siglufirði.
Lesa meira

Opinn fundur Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.

Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi verður með opin fund, fimmtudaginn 8. maí kl 15:00. í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu á Siglufirði. Fundurinn er opin öllum sem hafa atvinnu af ferðmennsku eða hafa bara almennan áhuga á ferðmálum í Fjallabyggð. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á Siglufirði geta fylgst með fundinum í fjarfundarbúnaðinum á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði.
Lesa meira

Vinnuskóli Fjallabyggðar auglýsir skráningu nemenda

Skráning nemenda stendur nú yfir í vinnuskóla Fjallabyggðar sumarið 2008. Nemendur skulu skrá sig til vinnu bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði eða í Ráðhúsinu á Siglufirði eigi síðar en 9. maí nk. Einnig er hægt að skrá sig í félagsmiðstöðinni hjá Agnesi (Ólafsfirði) eða upp í skóla hjá Sísí (Siglufirði)   
Lesa meira

Vortónleikar kórs Akureyrarkirkju

Kór Akureyrarkirkju mun halda tvenna vortónleika laugardaginn 3. maí nk., í Dalvíkurkirkju kl 14:00 og í Ólafsfjarðarkirkju kl 17:00. Á efnisskránni eru m.a. íslensk dægurlög, gamlar dægurperlur og kirkjutónlist. Félagar úr kórnum syngja einsöng og dúetta.
Lesa meira

Safnadagur

Vertu gestur í heimabyggð á eyfirskum safndegi Söfnin í Eyjafirði opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 3. maí. Tilefnið er eyfirski safnadagurinn en markmiðið með deginum er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða. Söfnin munu þennan dag kynna starfsemi sína og að þessu sinni verður áherslan á innra starf safna.
Lesa meira