Fréttir & tilkynningar

Fjallabyggð óskar Elínu til hamingju með daginn

Elín Jónasdóttir að Suðurgötu 68 á Siglufirði er 100 ára í dag 16.maí. Elín fæddist í Efri-Kvíhólma undir Vestur-Eyjafjöllum og ólst þar upp í faðmi stórrar fjölskyldu. Foreldrar hennar voru þau Jónas Sveinsson, bóndi, og Guðfinna Árnadóttir,húsfreyja.
Lesa meira

„Lífið eftir göng“

Málþing laugardaginn 17. maí, kl. 14-17 í Tjarnarborg, Ólafsfirði. Eflum byggðina við utanverðan Eyjafjörð í kjölfar Héðisfjarðarganganna.
Lesa meira

90 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar

Þann 20. maí á Siglufjarðarkaupstaður 90 ára kaupstaðarafmæli og 190 ára verslunarafmæli. Af því tilefni verður efnt til hátíðarhalda þriðjudaginn 20. maí og laugardaginn 24. maí fyrir íbúa Fjallabyggðar og gesti. 
Lesa meira

Skíðagönguferð frá Ólafsfirði til Siglufjarðar

Fyrirhugað er að fara í skíðagönguferð frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð og þaðan til Siglufjarðar sunnudaginn 18. maí nk.
Lesa meira

Fyrsti leikur KS/Leifturs er í kvöld

Fyrsti leikur KS/Leifturs er í kvöld. KS/Leiftur spilar á móti Þór Akureyri í Boganum í kvöld kl.20:00. Við hvetjum alla til að mæta á völlinn
Lesa meira

Starf umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar

Umsóknarfrestur til starfs umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar rann út þann 30. apríl sl. Þrjár umsóknir bárust. Þeir sem sóttu um eru: Helena Kristín Jónsdóttir, nemi, Hafnarfirði Höskuldur Davíðsson, byggingameistari, Hvolsvelli Regína Linda Kozlovsky, umhverfisverkfræðingur, Reykjavík
Lesa meira

Áberandi gott starf gegn einelti og eftirfylgni Olweus áætlunarinnar.

Grunnskóli Siglufjarðar verður einn af fjórum verðlaunahöfum foreldraverðlauna Heimilis og skóla í ár.
Lesa meira

Evrópa - Siglufjörður!

Í kvöld, föstudaginn 9. maí mun Stefán Már Stefánsson prófessor í Evrópurétti halda fyrirlestur um Evrópumálin í Lionshúsinu kl. 20:00-22:00. Þar mun hann m.a. ræða um sjávarútvegsmálin, landbúnaðarmálin, peningamálastefnuna, stöðu smáríkja innan ESB, EES samninginn og fl. Í framhaldi af því mun hann svo svara spurningum gesta.
Lesa meira

Fundur í Bæjarstjórn Fjallabyggðar 13. maí 2008

26. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 13. maí 2008, kl. 17.00.
Lesa meira

Frá Tónskóla Ólafsfjarðar - Innritun og skólaslit

Innritun í Tónskóla Ólafsfarðar fer fram frá 26. maí til .6 júní. Þeir sem áhuga hafa að stunda nám við skólann veturinn 2008 - 2009 geta haft samband í síma 464-9210 eða 898-2516. Skólinn hefur upp á að bjóða kennslu á flest öll hljóðfæri.
Lesa meira