Fréttir & tilkynningar

Skíðamót í Skarðinu

Skíðamót verða haldin í Siglufjarðarskarði helgina 12. - 13. apríl nk. Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Nafnakall kl. 12.30 við Markhús ( leitið upplýsinga í sjoppunni í þjónustuhúsinu ) Keppni hefst kl.13.00 báða dagana.  
Lesa meira

Tveggja þjónn í Ólafsfirði

Leikfélag Siglufjarðar er með sýningu á Tveggja þjónn  í Tjarnarborg nk. laugardag.  Sýning hefst kl. 20:30 og húsið opnar kl. 20:00
Lesa meira

Farsælt samstarf VÍS og Fjallabyggðar

Undanfarin ár hefur Siglufjarðarkaupstaður, nú Fjallabyggð, og Vátryggingafélag Íslands, VÍS, átt farsælt samstarf um tryggingavernd sveitafélagsins.   Uppgjör samnings sem var undirritaður árið 2005 fór fram í dag og endurgreiddi VÍS Fjallabyggð rúmar þrjár milljónir króna í ágóðahlut vegna samningsins.  
Lesa meira

Norðurlandsmót í badminton

Norðurlandsmót í badminton verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði laugardaginn 19. apríl.
Lesa meira

5,2 milljónir til Siglufjarðar

Gengið hefur verið frá styrkveitingum vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu 2008-2009.
Lesa meira

Skoðunarferðir inn í Héðinsfjarðargöng

Bæjarstjórn Fjallabyggðar býður öllum þeim sem þess óska í skoðunarferð inn í Héðinsfjarðargöng Siglufjarðarmegin milli klukkan 11:00 og 14:00 í dag, sunnudag. Rútuferðir verða frá flugvellinum á um það bil 30 mínútna fresti en áætlað er að ferðin taki um 45 mínútur. Hvatt er til að allir komi vel klæddir og skóaðir, en mikil bleyta og moldar leðja er víða í göngunum.  
Lesa meira

Fundur í Bæjarstjórn Fjallabyggðar

25. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði, þriðjudaginn 8. apríl 2008 kl. 17.00.
Lesa meira

Skagfirsk náttúra 2008

Fræðsludagur um náttúrufar Skagafjarðar verður haldinn á Sauðárkróki á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra laugardaginn 12. apríl næstkomandi. Sjá auglýsingu
Lesa meira

Lokasprenging í Héðinsfjarðargöngum vestri

Í gær var haldið upp á það að búið er að sprengja fyrri áfanga Héðinsfjarðarganganna þ.e. frá Siglufirði inn í Héðinsfjörð. Samgönguráðherra ásamt föruneyti, bæjarstjórnarfólk, starfsmenn Vegagerðarinnar og fulltrúar verktaka og verkeftirlits voru á staðnum þegar samgönguráðherra sprengdi táknræna lokasprengingu. Að því loknu var skálað í koníaki og haldið til Bíó Café þar sem framhald var á hátíðarhöldunum.
Lesa meira

Heimsókn frá verkefnisstjóra framhaldsskólans

Eins og við höfum áður greint frá var Jón Eggert Bragason framhaldsskólakennari ráðinn verkefnisstjóri væntanlegs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Jón Eggert kom og heimsótti ráðamenn á Dalvík og í Fjallabyggð í gær og skoðaði aðstæður. Að sögn þeirra sem við hann ræddu var þetta skemmtileg og gagnleg heimsókn og greinilegt að þarna væri maður á ferðinni sem hefði margar skemmtilegar hugmyndir varðandi starfsemi framhaldsskólans.
Lesa meira