Fréttir & tilkynningar

Skólamáltíðir á Siglufirði

Í dag, 1. apríl, hófust skólamáltíðir fyrir nemendur í 5.-10. bekk í Grunnskóla Siglufjarðar.  Það er Allinn sem sér um matseldina og þar matast börnin og þeir starfsmenn skólans sem þess óska.  Um 80 nemendur hafa nú skráð sig í fæði en lágmark er að kaupa 12 máltíðir í mánuði.  Á matseðlinum er fjölbreyttur hefðbundinn heimilismatur. 
Lesa meira

Aukafundur í Bæjarstjórn Fjallabyggðar

25. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði þriðjudaginn 1. apríl 2008 kl. 18.00.
Lesa meira

Gull finnst í Héðinsfjarðargöngum

Starfsmönnum Metrostav (Ólafsfjarðarmegin) brá heldur en ekki í brún aðfararnótt mánudagsins þegar þeir komu inn til að hreinsa upp eftir síðustu sprengingu. Innst í göngunum lágu misstórir gullmolar út um allt. Við nánari athugun kom í ljós að sprengd hafði verið upp lítil gullæð í fjallinu.
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir eftir framkvæmdarstjóra til að sjá um Síldarævintýrið 2008

Fjallabyggð auglýsir eftir verksala til að sjá um undirbúning og framkvæmdastjórn á hátíðarhöldum vegna Síldarævintýrisins, þ.e. hátíðarhöldum um verslunarmannahelgi 2008.
Lesa meira

Viltu auka jákvæðni og árangur í þínu fyrirtæki?

Atvinnurekendur, einyrkjar og frumkvöðlar athugið! SSNV Atvinnuþróun býður til fundar með hinum landsþekkta fyrirlesara Guðjóni Bergmann, mánudaginn 31. mars n.k.
Lesa meira

Einangrun Héðinsfjarðar hefur verið rofin

Fyrsti Siglfirðingurinn fór á þriðjudaginn til fjarðarins um hin nýju jarðgöng og kom það í hlut Jónínu Magnúsdóttur formanns bæjarráðs Fjallabyggðar. Með í för voru nokkrir starfsmen vegagerðarinnar og Metrostaf, auk Karls Eskils Pálssonar fréttamanns Rúv.
Lesa meira

Birkir Jón með sjónvarpsþátt

Á Sjónvarpsstöðinni ÍNN, sem er ókeypis sjónvarpsstöð, er hægt að finna margvíslega þætti um mismunandi málefni. Þar má meðal annars finna þátt með þingmanninum okkar og bæjarfulltrúa, Birki Jóni Jónssyni, þar sem hann fjallar um það sem er efst á döfinni í stjórnmálum líðandi stundar.
Lesa meira

Heimasíður fyrir íþróttafélög og félagasamtök

Á síðast bæjarstjórnarfundi var fundargerð sameiningarnefndar samþykkt og þar með ákveðið  að bjóða öllum íþróttafélögum, félagasamtökum og söfnum  Fjallabyggðar uppá fría heimasíðu undir heimasíðunni www.fjallabyggd.is . Þeir sem hafa áhuga munu fá afhentan aðgang að undirsíðu undir www.fjallabyggd.is.
Lesa meira

Stefnumótun list- og menningarmála í Fjallabyggð

Viltu koma að stefnumótun list- og menningarmála í Fjallabyggð? Öll félög og einstaklingar tengdir menningarstarfsemi í Fjallabyggð hvort sem er í tónlist, myndlist, leiklist eða handverki, ljósmyndarar, meðlimir kóra og starfsmenn gallería eða safna eru hvattir til þátttöku. Allir þeir sem áhuga hafa á málaflokknum eru einnig velkomnir. Markmiðið er að móta heildstæða, sameiginlega sýn og stefnu í menningarmálum Fjallabyggðar og er þessi fundur fyrsta skrefið í þá átt.
Lesa meira

Atvinna – Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar

Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar óskar eftir að ráða karlmann í 100% starf. Þarf að geta hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi. Um er að ræða tímabundna ráðningu við sundlaugavörslu, baðvörslu (karla), hreingerningar og fleira.
Lesa meira