Fréttir & tilkynningar

Framkvæmdir hafnar við Leikhóla í Ólafsfirði

Framkvæmdir eru nú hafnar við nýja viðbyggingu við Leikhóla, leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Búið er að grafa fyrir grunni og vinna er hafin við að setja upp steypumót.
Lesa meira

Sorphirða á miðvikudögum

Frá og með morgundeginum, 29. ágúst, verður sorp í Ólafsfirði tekið á miðvikudögum. Að gefnu tilefni, vinsamlega gangið vel um sorpílát og alls ekki setja gler í þau.  
Lesa meira

Varúð, skólabörn á ferli!

Nú er vetrarstarfið í grunnskólum Fjallabyggðar hafið. Við biðjum ökumenn að fara sérstaklega gætilega nú á meðan nýir vegfarendur eru að læra að fóta sig í umferðinni. Þetta á ekki aðeins við í nágrenni skólanna, því börnin eiga heima út um allan bæ! Fjallabyggð.
Lesa meira

Innritun í Tónskóla Ólafsfjarðar

Innritun í Tónskóla Ólafsfjarðar fyrir námsárið 2007 - 2008 lýkur 29. ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að stunda nám við skólann í vetur geta haft samband í síma 464 9210 eða 898 2516. Boðið er upp á kennslu á flest öll hljóðfæri. Skólastjóri
Lesa meira

Innritun í Tónlistarskóla Siglufjarðar

Innritun nemenda í Tónlistarskóla Siglufjarðar fyrir skólaárið 2007 - 2008 lýkur miðvikudaginn 29. ágúst. Nánari upplýsingar eru á umsóknareyðublöðum sem fást á skrifstofu skólans og í Eyrarbúðinni. Skólastjóri
Lesa meira

Breyttur opnunartími sundhallar á Siglufirði

Þar sem skólarnir eru nú að hefja vetrarstarfið breytist opnunartími sundhallarinnar Íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði frá og með 24. ágúst 2007.
Lesa meira

Atvinna - SKÓLALIÐI við Grunnskóla Ólafsfjarðar

Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf skólaliða við Grunnskóla Ólafsfjarðar
Lesa meira

Atvinna - Starfsmaður félagsmiðstöðvar í Siglufirði

Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf við Félagsmiðstöðina Æskó, félagsmiðstöð unglinga í Siglufirði
Lesa meira

Atvinna - Starfsmaður félagsmiðstöðvar í Ólafsfirði

Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf við Félagsmiðstöðina Tunglið, félagsmiðstöð unglinga í Ólafsfirði.
Lesa meira

Brúðubíllinn í Ólafsfirði

Sunnudaginn 12. ágúst kl. 14:00 mun brúðubíllinn sýna verkið „Lilli og Halli Hákarl“ á planinu við Tjarnarborg. Það kostar ekkert að koma og sjá og eru sem flestir hvattir til að mæta. Sýningin er í boði: Fjallabyggð Foreldrafélag Grunnskóla Ólafsfjarðar Foreldrafélag Leikhóla
Lesa meira