Fréttir & tilkynningar

Rækjuvinnslan hættir

Vinnslu hefur nú verið hætt í rækjuvinnslu Ramma á Siglufirði. Um 30 manns störfuðu við rækjuvinnsluna sem hafði verið rekin með tapi um allnokkurt skeið.
Lesa meira

Dagsetning á Nikulásarmóti 2008

Búið er að staðfesta dagsetningu á Nikulásarmótinu í knattspyrnu sem haldið verður á Ólafsfirði sumarið 2008, mótið verður helgina 11.-13. júlí. Nú þegar hafa 2 stór félög skráð sig á mótið.  
Lesa meira

Bæklingur fyrir innflytjendur

Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út bækling fyrir innflytjendur með leiðbeiningum um fyrstu skrefin á Íslandi. Bæklingurinn er gefinn út á 9 tungumálum; ensku, þýsku, pólsku, rússnesku, litháensku, tælensku, serbnesku, spænsku og víetnömsku. Hægt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu ráðuneytisins: Your first steps in Iceland  
Lesa meira

10 leikmenn skrifa undir 2 ára samning við KS/Leiftur

Í dag skrifuðu 10 leikmenn undir 2 ára samninga við KS Leiftur. Leikmennirnir eru:
Lesa meira

Framkvæmdir í Fjallabyggð

Undanfarin misseri hafa verið miklar framkvæmdir í Fjallabyggð.  Verið er að lagfæra þak á sundhöllinni á Siglufirði, byggja við Leikhóla í Ólafsfirði, einnig hafa verið framkvæmdir á Skíðasvæðinu í Skarðsdal og í Tindaöxl.
Lesa meira

Ljóðahátíðin Glóð tókst mjög vel

Ljóðahátíðin Glóð var haldin á Siglufirði dagana 18.-20. október sl. og fyrir henni stóðu Ungmennafélagið Glói og Herhúsfélagið í samstarfi við Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Lesa meira

Reglum um úthlutun byggðakvóta breytt

Sjávarútvegsráðuneytið hefur auglýst breytingar á sérákvæðum vegna úthlutunar byggðakvóta í Fjallabyggð. Breytingarnar eru gerðar að beiðni bæjarráðs Fjallabyggðar og er ætlað að auka líkurnar á að það náist að uppfylla skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta á tilskildum tíma.
Lesa meira

Niðurstöður íbúafundanna komnar

Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur skilað af sér niðurstöðum íbúafundanna sem haldnir voru í Fjallabyggð dagana 17. og 18. september sl. Í skýrslunni eru kynntar hugmyndir, tillögur og ábendingar fundarmanna, þær teknar saman og flokkaðar eftir efni og tíðni.
Lesa meira

Íslenska fyrir útlendinga

Samið hefur verið við tungumálakennslufyrirtækið Margvís um umsjón með íslenskukennslu fyrir útlendinga í Ólafsfirði. Boðið verður upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna eftir því sem eftirspurn leyfir. Language courses for foreigners in Ólafsfjörður Nauka języka islandzkiego dla cudzoziemców
Lesa meira

Fjölmenningarhátíð á Ólafsfirði

Í tilefni af kynningarviku Rauða krossins stóð Ólafsfjarðardeild fyrir fjölmenningarkvöldi í Tjarnarborg. Um 150 manns, af níu þjóðernum, mættu á hátíðina, sem er tæplega 20% af íbúum Ólafsfjarðar.
Lesa meira