Fréttir & tilkynningar

Nikulásarmót

Nikulásarmótið í Knattspyrnu fer fram um helgina á Ólafsfirði. Aldrei hafa eins margir keppendur verið skráðir til leiks, en þeir eru rúmlega 700 talsins. Nánar um mótið á www.nikulas.is
Lesa meira

Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 16. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðarverður haldinn í Ráðhúsinu Siglufirði þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 17.00.Dagskrá1. Fundagerðir bæjarráðs frá 15. og 21. júní og 3. og 5. júlí 2007.2. Fundargerð fræðslunefndar frá 19. júní 2007.3. Fundagerðir hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 20. júní og 2. júlí 2007.4. Fundagerðir skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. júní og 2. júlí 2007.5. Ársreikningar Fjallabyggðar 2006, síðari umræða.6. Sumarleyfi bæjarstjórnar skv. 15. gr. sveitarstjórnarlaga og 28. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp FjallabyggðarFjallabyggð 6. júlí 2007Þórir Kr. ÞórissonbæjarstjóriAðalmenn! Vinsamlegast boðið varamenn ef um forföll er að ræða auk þess að tilkynna það á bæjarskrifstofuna.
Lesa meira

Þjóðlagahátíðin

Það hefur ekki farið fram hjá bæjarbúum að þjóðlagahátíðin hefur verið í gangi og verður það fram á sunnudag. Allar nánari upplýsingar má finna á www.siglo.is/festival (eða með því að smella á hlekkinn hér til vinstri á síðunni)
Lesa meira

Gönguleiðir á Tröllaskaga

Hólaskóli hefur gefið út kort nr. 2 í röðinni Gönguleiðir á Tröllaskaga. Kortið nær yfir Fljót, Siglufjörð, Héðinsfjörð og Svarfaðardal. Kortið er í mælikvarða 1:50.000 og nær yfir norðanverðan Tröllaskaga og er í beinu framhaldi korts sem kom út 2005 Gönguleiðir á Tröllaskaga I. Kortið er gefið út af Hólaskóla, en kortið er samstarfsverkefni Sveitarfélaganna Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður), Dalvíkurbyggðar og Skagafjarðar. Ferðamálastofa Íslands hefur styrkt gerð kortsins.Hægt er að kaupa kortið víða á Norðurlandi og í helstu bókabúðum. Söluaðilar geta pantað kortið á skrifstofu Hólaskóla (s: 455-6300).Tilgangur með kortinu er að vekja athygli á Tröllaskaga sem áhugaverðu útivistarsvæði, hvort sem fólk ferðast um gangandi eða ríðandi. Á Tröllaskaganum eru göngufélög sem bjóða upp á gönguferðir. Í Skagafirði er Ferðafélag Skagafjarðar, á Siglufirði er búið að stofna Ferðafélag Siglufjarðar, á Ólafsfirði er það göngufélagið Trölli og á Dalvík Ferðafélag Svarfaðardals. Einnig býður Ferðafélag Akureyrar upp á ferðir, Ferðafélag Íslands, Útivist og fleiri fyrirtæki sem skíða og ganga með útlendinga um svæðið.
Lesa meira

Byggðakvóti Sjávarútvegsráðuneytisins,

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2006/2007 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðalög: Grýtubakkahreppur Akureyrarbær Sveitarfélagið Árborg Fjallabyggð Um úthlutunarreglur í ofangreindum byggðalögum vísast til reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007, með síðari breytingum, auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 579/2007 í Stjórnartíðindum. Þessar reglur er einnig að finna á heimasíðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is Umsóknum skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí 2007. Fiskistofa, 29. júní 2007. Sérákvæði fyrir Fjallabyggð eru eftirfarandi:Ákvæði reglugerðar nr. 439 frá 16. maí 2007 gilda með eftirfarandi viðauka/breytingum:Byggðakvóta Siglufjarðar 204 þorskígildistonnum skal úthlutað til fiskiskipa á Siglufirði sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna.Byggðakvóta Ólafsfjarðar skal með sama hætti úthlutað til fiskiskipa á Ólafsfirði.Byggðakvóta skal úthlutað til fiskiskipa í hlutfalli af samtölu landaðs afla í viðkomandi byggðarlagi fyrir tímabilið 1. júlí 2006 til 30. júní 2007 og aflamarki í þorskígildum taliðNr. 579 28. júní 2007hjá viðkomandi skipi þann 30. júní 2007. Með aflamarki er átt við skilgreiningu Fiskistofu á aflamarki í þorskígildum.
Lesa meira

Hvanndalsbræður

Hljómsveitin Hvanndalsbræður verður með útgáfutónleika á Siglufirði, Allanum laugardagskvöldið 30.06.07. Tilefnið er útgáfa nýrrar hljómplötu sem ber nafnið "Skást of Hvanndalsbræður" og verður hún flutt í heild sinni á tónleikunum ásamt fleiri lögum.Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og kostar 1.000 kr inn. Kv. Hvanndalsbræður.
Lesa meira

Snjóflóðavarnir við Hornbrekku

Kynningarfundur í Tjarnarborg2. júlí kl. 20Almenn kynning á fyrirhugaðri framkvæmd við byggingu snjóflóðavarnargarðs við Hornbrekku, sérstaklega hvað varðar flutning á efni í garðinn.Í frumáætlun var gert ráð fyrir að efni úr Héðinsfjarðargöngum verði notað við uppbyggingu garðsins. Gert var ráð fyrir að flutningur á efninu færi eftir bráðabirgðavegi á vatnsbakkanum.Á fundinum verður farið yfir þá valkosti sem eru fyrir hendi við uppbyggingu garðsins og flutning efnis.Áríðandi er að þeir sem telja sig málið varða mæti á kynningarfundinn.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar
Lesa meira

Bæjarstjórn Fjallabyggðar

15. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðarverður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 3. júlí 2007 kl. 17.00.Dagskrá1. Ársreikningar Fjallabyggðar 2006, fyrri umræðaFjallabyggð 29. júní 2007Þórir Kr. ÞórissonbæjarstjóriAðalmenn! Vinsamlegast boðið varamenn ef um forföll er að ræða auk þess að tilkynna það á bæjarskrifstofuna.
Lesa meira

Jónsmessubrenna

Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar gengst fyrir jónsmessubrennu að kvöldi sunnudagsins 24. júní á Ósbrekkusandi. Kveikt verður í bálkestinum um klukkan 20:30.
Lesa meira

Hátíðarhöld 17. júní 2007 á Siglufirði

Dagskrá hátíðarhaldanna hefst með skrúðgöngu og er fólk hvatt til að fjölmenna. Skrúðgangan leggur af stað frá kirkjunni undir trumbuslætti kl. 13:15 og verða ýmsar furðuverur með í för til að gleðja börnin. Gengið verður að minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar og Sigríðar Lárusdóttur við Hvanneyri og verður stutt athöfn þar. Svo er haldið áfram að Torginu og verður tekið á móti skrúðgöngunni með lúðrablæstri úr kirkjuturninum.Leiktæki og skemmtiatriði verða á svæðinu fram eftir degi. Það er undir okkur komið sem byggjum bæinn, að gera þessi hátíðarhöld sem veglegust og viljum við hvetja bæjarbúa að taka þátt frá upphafi til enda. Leikfélag Siglufjarðar og Ungmennafélagið Glói
Lesa meira