Fréttir & tilkynningar

Dreifibréf um íbúafundi á heimili í Fjallabyggð

Fjallabyggð hefur sent frá sér dreifibréf með upplýsingum um íbúafundina sem haldnir verða dagana 17. og 18. september. Dreifibréfinu er einnig hægt að hlaða niður með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan. Smellið á „Lesa meira“ til að lesa ávarp bæjarstjóra. Dreifibréf um íbúafundi.
Lesa meira

Fer KS/Leiftur í 1. deild?

Síðasta umferð í 2. deild karla í knattspyrnu fer fram um helgina. Á Laugardaginn mætast KS/Leiftur og Völsungur, en með sigri kemst KS/Leiftur upp í 1. deild. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Ólafsfjarðarvelli. Frítt er á völlinn í boði Sparisjóðs Ólafsfjarðar
Lesa meira

Ársskýrsla Leikskála komin út

Leikskólinn Leikskálar á Siglufirði hefur gefið út ársskýrslu fyrir skólaárið 2006 - 2007. Ársskýrsluna er hægt að nálgast hér.
Lesa meira

17. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar

 17. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 11. september 2007 kl. 17.00.
Lesa meira

Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð

Fréttatilkynning frá bæjarstjórum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Vegna umfjöllunar svæðisútvarps sl. þriðjudag um framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð telja fulltrúar sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar í stýrihópi ,,til undirbúnings að stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð" eins og segir í erindisbréfi hópsins, nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram:
Lesa meira

Blásið til sóknar í Fjallabyggð

Fjallabyggð stendur frammi fyrir þeirri áskorun að nýta þau tækifæri sem munu skapast við opnun Héðinsfjarðarganga og styrkja atvinnulífið á svæðinu. Bæjarstjórn hefur hafið viðræður á vettvangi ríkis og stofnana um leiðir til að efla atvinnulífið og vill snúa vörn í sókn með víðtæku samstarfi alls samfélagsins.
Lesa meira

Styrkir úr Íþróttasjóði

Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 188/1999 og reglugerð nr. 388/2001 um breytingu á þeirri reglugerð. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta: Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Útbreiðslu- og fræðsluverkefna. Íþróttarannsókna Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.
Lesa meira

Opna Sparisjóðsmótið í golfi - leiðrétting

Í frétt um opna Sparisjóðsmótið í Golfi frá í gær var sagt að golfararnir hefðu farið 18 holurnar á metskori. Hið rétta er að ákveðið var að fækka holunum um 9 vegna veðurs!
Lesa meira

Opna Sparisjóðsmótið í golfi

Opna sparisjóðsmótið í golfi fór fram í gær í ekta haustveðri á golfvelli Golfklúbbs Ólafsfjarðar á Skeggjabrekkudal.
Lesa meira

Baráttan heldur áfram!

Leik KS/Leifturs og ÍR lauk með 1-1 jafntefli. Baráttan um sætið í fyrstu deild heldur því áfram.
Lesa meira