Fréttir & tilkynningar

Velkomin á nýja heimasíðu Fjallabyggðar

Heimasíða Fjallabyggðar er liður í sameiningarferli sveitarfélagsins og leið til að upplýsa íbúa sveitarfélagsins um starfsemi og þjónustu sem þar er hægt að nálgast. Áfram munu gömlu heimasíðurnar lifa fyrst um sinn, án uppfærslu á fréttum eða fundargerðum. Njótið vel Bestu kveðjur Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri    
Lesa meira

Landsliðsmaður í Golfi

Í fyrsta skiptið í sögunni hefur kylfingur úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar verið valinn í landslið fyrir Íslands hönd sem keppir á Norðurlandamótinu í Danmörku í byrjun ágúst. Það er að sjálfssögðu Sigurbjörn Þorgeirsson sem um ræðir. Sigurbjörn spilar með landsliði 35 ára og eldri en það er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir landslið í þeim flokki.Frétt fengin af kylfingur.is http://kylfingur.vf.is/Frettir/?path=/resources/Controls/8.ascx&C=ConnectionString&Q=Top%202%20News&Groups=26&ID=6579&Index=3
Lesa meira

Vel heppnað Nikulásarmót

Um helgina fór fram 17. Nikulásarmótið í knattspyrnu á Ólafsfirði. Þátttökumet var sett og voru skráðir keppendur um 640 talsins (voru rúmlega 500 í fyrra). Mikið líf var í bænum og er áætlað að á milli 2-3 þúsund manns hafi lagt leið sína til Ólafsfjarðar um helgina í tengslum við mótið. Myndir og úrslit helgarinnar má finna á www.nikulas.is
Lesa meira

Útvarpsleikhúsið og bókasöfnin bjóða landamönnum á forhlustun

Útvarpsleikhús Rásar 1 heldur frumsýningu á þjóðarvísu í samstarfi við hátt í 30 bókasöfn um allt land á fyrsta þætti 'svakamálaleikritsins' Mæju Spæju eftir Herdísi Egilsdóttur. Fluttur verður fyrsti hluti verksins á samhæfðum tíma á öllum landshornum, þar á meðal í Bókasafn Ólafsfjarðar miðvikudaginn 25. júlí kl. 14:00. Þátttakendum í barnastarfi eru boðnir sérstaklega velkomnir. Leiðbeinendur eru eindregið hvattir til að mæta með hópana sína og fá ókeypis skemmtun með því að hlusta á fyrsta hlutann í þessu óborganlega 'svakamálaleikriti', en í aðalhlutverkum eru m.a. spaugstofugrallararnir Pálmi Gestsson og Sigurður Sigurjónsson, og Mæju Spæja er leikin af Ilmi Kristjánsdóttur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur með blöðrum og litasamkeppni, þar sem börnum verður boðið að lita myndir af Mæju Spæju og senda inn gegn verðlaunum. Einnig er stefnt að því að sýna tónlistarmyndband sem gert var sérstaklega fyrir leikritið Mæju Spæju, og var leikstýrt af yngsta leikstjóra Íslands sem er einungis 12 ára gamall. Útsendingar á Mæju Spæju hefjast nákvæmlega viku síðar, eða þann 1. ágúst á Rás 1. Höfundurinn, Herdís Egilsdóttir skrifaði m.a. hina geysivinsælu sögu um Pappírs Pésa. Söguþráður og leikendur: Mæja spæja fær spæjaragræjur í afmælisgjöf. Á sama tíma ræna glæpamennirnir Tómi og Klári tíu milljónum úr Þjóðarbankanum og fela peningana. Mæja spæja er sniðug og athugul stelpa og fer að æfa sig í að spæja með spæjaragræjunum sínum. Leiðir glæponanna og Mæju liggja saman á mjög dularfullan hátt. Tekst Tóma að kaupa sér sportbíl, Playstation þrjú og sólarferð til Benedorm fyrir ránsféð? Tekst Klára að gabba Tóma og verða ríkasti maður á Íslandi? Og síðast en ekki síst, tekst Mæju spæju að spæja svo mikið að hún upplýsi alvöru glæpamál? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað í spennuþáttunum um hana Mæju spæju sem flutt verður í Útvarpsleikhúsinu og hvergi annarsstaðar!!!! Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Erla Ruth Harðardóttir, Kjartan Bjargmundsson, Víðir Guðmundsson, Karl Guðmundsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Valur Freyr Einarsson, Margrét Kaaber, Sólveig Arnarsdóttir, Hildigunnur ÞráinsdóttirLeikarar á barnsaldri: Kormákur Örn Axelsson / Salka Valsdóttir / Ívar Elí Schweitz Jakobsson / Árni Beinteinn Árnason Auk þess kemur fréttafólkið Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Broddi Broddason fram sem þau sjálf.Sigrún Edda Björnsdóttir skrifaði leikgerð uppúr bókinni og leikstýrði Mæju Spæju. Tónlistina samdi Karl Olgeirsson
Lesa meira

Kynning á Fjallabyggð

Til stendur að Kynna Fjallabyggð í vönduðu fylgiblaði Morgunblaðsins sem mun bera heitið FJALLABYGGÐ 2007. Blaðinu verður dreift um allt land mánudaginn 30. júlí og er í yfir 60 þúsund eintökum. Einnig verður ítarleg kynning á dagskrá fjölskylduhátíðarinnar Síldarævintýrið á Siglufirði sem haldin er um verslunarmannahelgina 2. – 6. ágúst nk. Fyrirtæki geta tekið þátt með beinum hætti með kaupum á kynningu og/eða auglýsingu í blaðinu því um er að ræða mjög áhugaverðan kynningarkost á góðu verði. (sjá verðskrá neðar) Ljósmyndari og blaðamaður Fjallabyggðar 2007 er staddur á svæðinu þessa dagana ef þú hefur áhuga á faglegri umfjöllun og myndatökum fyrir þitt fyrirtæki í blaðið. >> Ath að best er að bóka tíma fyrirfram og sem fyrst sé um kynningarumfjöllun að ræða. Þar sem tíminn er ekki langur fram að útgáfu, væri frábært að heyra þín viðbrögð sem allra fyrst svo skipulagning blaðsins verði í lagi. Hafðu samband í síma 860 4732 eða í auglysingar@vortex.is til nánari upplýsinga. Upplýsingar um kynningarblaðið Fjallabyggð 2007: Stærð brots b: 25,0 x h: 36,0 cm ( 5 dálkar ) Upplag: Yfir 60 þúsund eintök til áskrifenda Mbl ásamt lausasöluDreifing:Með Morgunblaðinu mánudaginn 30. júlí 2007Áætluð efnistök: Fjallabyggð í dag (Ólafsfjörður og Siglufjörður ) Fjallabyggð og mannlífið í kaupstöðunumKynning á fjölskylduhátíðinni “Síldarævintýrið á Siglufirði 2007”Saga síldarævintýrisins sem fjölskylduhátíðar rakinHvað er geymt í Síldarminjasafninu á SiglufirðiTækifæri Fjallabyggðar í nútíð, ofl. Dagsetning fyrir skil auglýsinga: >> 25. júlí nk ( ATH. hafa samband hið fyrsta ef um umfjöllun er að ræða ) Verðskrá – Auglýsingar - kynning Fjallabyggð 2007 Heilsíða b: 22,7 x h: 34,0 cm 150.000 kr. 1/2 síða b: 22,7 x h: 16,5 cm 85.000 kr. 1/4 síða b: 10,2 x h: 16,6 cm 45.000 kr. 1/8 síða b: 10,2 x h: 7,9 cm 25.000 kr. Opna b: 45,4 x h: 34,0 cm 240.000 kr. Rönd b: 22,7 x h: 5,3 cm 25.000 kr. Rammi 1 b: 10,2 x h: 5,3 cm 18.000 kr. Logo stærð uþb b: 4,7 x h: 3,2 cm 9.500 kr. Fyrirtækis kynning heilsíða 140.000 kr. Fyrirtækis kynning hálfsíða 70.000 kr. Uppgefin verð eru án vsk
Lesa meira

Nikulásarmót

Nikulásarmótið í Knattspyrnu fer fram um helgina á Ólafsfirði. Aldrei hafa eins margir keppendur verið skráðir til leiks, en þeir eru rúmlega 700 talsins. Nánar um mótið á www.nikulas.is
Lesa meira

Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 16. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðarverður haldinn í Ráðhúsinu Siglufirði þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 17.00.Dagskrá1. Fundagerðir bæjarráðs frá 15. og 21. júní og 3. og 5. júlí 2007.2. Fundargerð fræðslunefndar frá 19. júní 2007.3. Fundagerðir hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 20. júní og 2. júlí 2007.4. Fundagerðir skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. júní og 2. júlí 2007.5. Ársreikningar Fjallabyggðar 2006, síðari umræða.6. Sumarleyfi bæjarstjórnar skv. 15. gr. sveitarstjórnarlaga og 28. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp FjallabyggðarFjallabyggð 6. júlí 2007Þórir Kr. ÞórissonbæjarstjóriAðalmenn! Vinsamlegast boðið varamenn ef um forföll er að ræða auk þess að tilkynna það á bæjarskrifstofuna.
Lesa meira

Þjóðlagahátíðin

Það hefur ekki farið fram hjá bæjarbúum að þjóðlagahátíðin hefur verið í gangi og verður það fram á sunnudag. Allar nánari upplýsingar má finna á www.siglo.is/festival (eða með því að smella á hlekkinn hér til vinstri á síðunni)
Lesa meira

Gönguleiðir á Tröllaskaga

Hólaskóli hefur gefið út kort nr. 2 í röðinni Gönguleiðir á Tröllaskaga. Kortið nær yfir Fljót, Siglufjörð, Héðinsfjörð og Svarfaðardal. Kortið er í mælikvarða 1:50.000 og nær yfir norðanverðan Tröllaskaga og er í beinu framhaldi korts sem kom út 2005 Gönguleiðir á Tröllaskaga I. Kortið er gefið út af Hólaskóla, en kortið er samstarfsverkefni Sveitarfélaganna Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður), Dalvíkurbyggðar og Skagafjarðar. Ferðamálastofa Íslands hefur styrkt gerð kortsins.Hægt er að kaupa kortið víða á Norðurlandi og í helstu bókabúðum. Söluaðilar geta pantað kortið á skrifstofu Hólaskóla (s: 455-6300).Tilgangur með kortinu er að vekja athygli á Tröllaskaga sem áhugaverðu útivistarsvæði, hvort sem fólk ferðast um gangandi eða ríðandi. Á Tröllaskaganum eru göngufélög sem bjóða upp á gönguferðir. Í Skagafirði er Ferðafélag Skagafjarðar, á Siglufirði er búið að stofna Ferðafélag Siglufjarðar, á Ólafsfirði er það göngufélagið Trölli og á Dalvík Ferðafélag Svarfaðardals. Einnig býður Ferðafélag Akureyrar upp á ferðir, Ferðafélag Íslands, Útivist og fleiri fyrirtæki sem skíða og ganga með útlendinga um svæðið.
Lesa meira