Fréttir & tilkynningar

Byggðakvóti Sjávarútvegsráðuneytisins,

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2006/2007 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðalög: Grýtubakkahreppur Akureyrarbær Sveitarfélagið Árborg Fjallabyggð Um úthlutunarreglur í ofangreindum byggðalögum vísast til reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007, með síðari breytingum, auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 579/2007 í Stjórnartíðindum. Þessar reglur er einnig að finna á heimasíðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is Umsóknum skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí 2007. Fiskistofa, 29. júní 2007. Sérákvæði fyrir Fjallabyggð eru eftirfarandi:Ákvæði reglugerðar nr. 439 frá 16. maí 2007 gilda með eftirfarandi viðauka/breytingum:Byggðakvóta Siglufjarðar 204 þorskígildistonnum skal úthlutað til fiskiskipa á Siglufirði sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna.Byggðakvóta Ólafsfjarðar skal með sama hætti úthlutað til fiskiskipa á Ólafsfirði.Byggðakvóta skal úthlutað til fiskiskipa í hlutfalli af samtölu landaðs afla í viðkomandi byggðarlagi fyrir tímabilið 1. júlí 2006 til 30. júní 2007 og aflamarki í þorskígildum taliðNr. 579 28. júní 2007hjá viðkomandi skipi þann 30. júní 2007. Með aflamarki er átt við skilgreiningu Fiskistofu á aflamarki í þorskígildum.
Lesa meira

Hvanndalsbræður

Hljómsveitin Hvanndalsbræður verður með útgáfutónleika á Siglufirði, Allanum laugardagskvöldið 30.06.07. Tilefnið er útgáfa nýrrar hljómplötu sem ber nafnið "Skást of Hvanndalsbræður" og verður hún flutt í heild sinni á tónleikunum ásamt fleiri lögum.Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og kostar 1.000 kr inn. Kv. Hvanndalsbræður.
Lesa meira

Snjóflóðavarnir við Hornbrekku

Kynningarfundur í Tjarnarborg2. júlí kl. 20Almenn kynning á fyrirhugaðri framkvæmd við byggingu snjóflóðavarnargarðs við Hornbrekku, sérstaklega hvað varðar flutning á efni í garðinn.Í frumáætlun var gert ráð fyrir að efni úr Héðinsfjarðargöngum verði notað við uppbyggingu garðsins. Gert var ráð fyrir að flutningur á efninu færi eftir bráðabirgðavegi á vatnsbakkanum.Á fundinum verður farið yfir þá valkosti sem eru fyrir hendi við uppbyggingu garðsins og flutning efnis.Áríðandi er að þeir sem telja sig málið varða mæti á kynningarfundinn.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar
Lesa meira

Bæjarstjórn Fjallabyggðar

15. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðarverður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 3. júlí 2007 kl. 17.00.Dagskrá1. Ársreikningar Fjallabyggðar 2006, fyrri umræðaFjallabyggð 29. júní 2007Þórir Kr. ÞórissonbæjarstjóriAðalmenn! Vinsamlegast boðið varamenn ef um forföll er að ræða auk þess að tilkynna það á bæjarskrifstofuna.
Lesa meira

Jónsmessubrenna

Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar gengst fyrir jónsmessubrennu að kvöldi sunnudagsins 24. júní á Ósbrekkusandi. Kveikt verður í bálkestinum um klukkan 20:30.
Lesa meira

Hátíðarhöld 17. júní 2007 á Siglufirði

Dagskrá hátíðarhaldanna hefst með skrúðgöngu og er fólk hvatt til að fjölmenna. Skrúðgangan leggur af stað frá kirkjunni undir trumbuslætti kl. 13:15 og verða ýmsar furðuverur með í för til að gleðja börnin. Gengið verður að minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar og Sigríðar Lárusdóttur við Hvanneyri og verður stutt athöfn þar. Svo er haldið áfram að Torginu og verður tekið á móti skrúðgöngunni með lúðrablæstri úr kirkjuturninum.Leiktæki og skemmtiatriði verða á svæðinu fram eftir degi. Það er undir okkur komið sem byggjum bæinn, að gera þessi hátíðarhöld sem veglegust og viljum við hvetja bæjarbúa að taka þátt frá upphafi til enda. Leikfélag Siglufjarðar og Ungmennafélagið Glói
Lesa meira

Sumardagskrá Síldarminjasafnsins 2007

9. júní - Síldarsöltun fyrir skemmtiferðaskip.17. júní - Síldarsöltun fyrir skemmtiferðaskip.22. júní - 24. júní - Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins.22. júní kl. 17.00 - Opnun listsýningar Sigurjóns Jóhannssonar - vatnslitastemningar frá síldarárunum.23. júní kl. 14.00 - Málþing um Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness. Bókmenntafræðingar, sagnfræðingar og áhugamenn ræða um skáldsöguna og tengsl hennar við síldarveruleikann. kl. 20.30 - Róaldsbrakki 100 ára, síldarsöltun á Róaldsbryggju. 24. júní kl. 14.00 - Við rústir Evangersverksmiðju, nýr áningarstaður ferðamanna vígður við rústir Evangersverksmiðju. 4.- 7. júlí - Þjóðlagahátíðin – nokkrir tónleikar á safninu.7. júlí kl. 15.00 - Síldarsöltun, söngur og dans á Róaldsbryggju. 14. júlí kl. 15.00 - Síldarsöltun, söngur og dans á Róaldsbryggju.21. júlí kl. 15.00 - Síldarsöltun, söngur og dans á Róaldsbryggju.28. júlí kl. 15.00 - Síldarsöltun, söngur og dans á Róaldsbryggju.4.- 5. ágúst - Síldarsöltun á Síldarævintýri.
Lesa meira

Blúshátíðin Ólafsfirði

Nú er dagskrá Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði komin inn á heimasíðu þeirra, hátíðin er haldin dagana 28.-30. júníSlóðin er www.olafsfjordur.is/blues
Lesa meira

Afmælishátíð á Leikhólum, Ólafsfirði

Leikskólinn okkar er 25 ára nú í byrjun júní.Í tilefni af því er afmælishátíð á Leikhólum þann 9. júní frá klukkan 12:00-15:00Tekin verður fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við leikskólann.Þá verður einnig sýning á verkum barnanna og ljósmyndasýning frá 25 ára sögu leikskólans. Svo verður að sjálfsögðu ýmislegt til gamans gert. Skralli trúður mætir á svæðið, hoppukastali, grill og risastór afmælisterta.Um leið og við minnum á þessi merku tímamót viljum við bjóða alla velkomna til okkar á laugardaginn í afmælisveisluna.Kveðja, börn og starfsfólk á Leikhólum.
Lesa meira

Sundlaug lokuð þessa vikuna

Sundlaugin verður lokuð þessa viku vegna viðhalds og framkvæmda
Lesa meira