Fréttir & tilkynningar

Garðsláttur

Vinnuskóli og áhaldahús Fjallabyggðar bjóða ellilífeyrisþegum og öryrkjum upp á garðslátt í heimagörðum. Þeir sem hyggjast nýta sér þessa þjónustu skrái niður nafn og heimilisfang: Ólafsfjörður á bæjarskrifstofu (464-9200) Siglufjörður í Ráðhúsi (464-9100)
Lesa meira

Um slit á Hafnarsamlagi Eyjafjarðar

Eigendur Hafnasamlags Eyjafjarðar bs. hafa ákveðið að leggja samlagið niður. Þeir sem þurfa að reka erindi gagnvart þeim höfnum sem voru í samlaginu er bent á, frá og með 1. júní, að snúa sér til:• Hafnarsjóðs Fjallabyggðar, kt. 580607-0880, Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði, vegna Ólafsfjarðarhafnar, • Hafnasamlags Norðurlands, kt. 6503712919, Fiskitanga 600 Akureyri, vegna Hríseyjarhafnar og • Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, kt. 620598-2089, Ráðhúsinu 620 Dalvík, vegna hafnanna á Dalvík, á Árskógssandi og á Hauganesi. Samkvæmt ákvörðun eigenda mun Dalvíkurbyggð sjá um slit hafnasamlagsins. Þangað má því snúa sér ef um einhver vafamál er að ræða.Nánari upplýsingar gefur bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð, Svanfríður Jónasdóttir, s. 460 4902
Lesa meira

Skíðasvæðið opið laugardaginn 2. júní nk.

Vegna þess hve aðstæður í Skarðinu eru góðar og hve frábær veðurspáin er fyrir laugardaginn hér fyrir norðan hefur verið ákveðið að hafa Skíðasvæðið í Skarðinu opið laugardaginn 2. júní nk.frá kl. 10.00 - 17.00. Það er t.d. frábært að geta litið upp frá garðverkunum og skellt sér í skíðaparadísina í Siglufjarðarskarði, brettaáhugafólk athugið að aðstæðurnar geta ekki verið betri fyrir ykkur líka. Athugið: Góð íþrótt er gulli betri.
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðdal

Skíðasvæðið í Skarðdal verður opið sem hér segir um Hvítasunnuna. Laugardag 13.00 - 17.00 Hvítasunnudag 13.00 - 17.00 Mánudag 13.00 - 17.00 Reynt verður að troða göngubraut út á Súlur ef veður leyfir. Það er nægur snjór og færið er gott enda búið að vera ansi kalt í veðri undanfarið. Nú ættu skíða og brettaunnendur að mæta og njóta þess sem í boði er enda hver að verða síðastur því þetta er síðasta helgin sem Skíðasvæðið verður opið þennan veturinn.
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðsdal opið um Hvítasunnuna

Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opið um hvítasunnuna laugardag, sunnudag og mánudag frá kl. 13.00 - 17.00. Reynt verður að troða göngubraut út á Súlur ef veður leyfir. Það er nægur snjór og færið gott enda búið að vera ansi kalt undanfarið. Allir hvattir til að nýta sér síðasta snjóinn á þessum vetri
Lesa meira

Gatnagerð - útboð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnavinnu við eina götu og stórt bílaplan í Siglufirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Fjallabyggðar í Siglufirði og Ólafsfirði.Verktími er júní og júlí. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 20. Júlí 2007.Tilboðum skal skila á skrifstofu Fjallabyggðar í Siglufirði eða Ólafsfirði fyrir kl 14:00 mánudaginn 4. júní 2007 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.Bæjartæknifræðingur
Lesa meira

Fundur um Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði

Fundur um Náttúrugripasafnið í ÓlafsfirðiMenningarnefnd Fjallabyggðar boðar áhugafólk um Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði til fundar í Tjarnarborg miðvikudaginn 23. maí kl. 17.00.Þar verða málefni safnsins rædd m.a. hugmyndir varðandi rekstur safnsins.Menningarnefnd
Lesa meira

Uppskera og handverk 2007

Fréttatilkynning frá sýningunni : Uppskera og handverk 2007 – umsóknarfrestur er 31.maí Dagana 10.-12.ágúst 2007 verður haldin hátíð sem á sér nú 15 ára langa sögu en það er Handverkshátíð á Hrafnagili. Fáir viðburður eiga sér jafnlangan feril. Í fyrra tók sýningin sem þá hét “Uppskera og handverk 2006” heilmiklum breytingum og vakti það mjög jákvæða athygli. Hún varð að skemmtilegri blöndu handverks- og fjölskylduhátíðar þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Sýningarsvæðið tvöfaldaðist og var breytingum vel tekið af sýnendum sem og gestum hátíðarinnar. Dæmi voru um að gestir komu alla daga hátíðarinnar þar sem eitthvað nýtt var að gerast dag hvern. Mjög gott samstarf var haft við Fiskidaginn mikla sem er einmitt haldinn sömu helgi ár hvert. Nú verður gengið skrefinu lengra og ýmsar nýjungar þróaðar enn frekar. Mikilvægt er að byggja upp sölusýningu á listmunum á landsbyggðinni, skapa gott orðspor og höfða til allra þeirra innlendu og erlendu ferðamanna sem eru á faraldsfæti þessa helgi á Norðurlandi. Svo vel eigi að vera þarf virka þátttöku fólks á sviði lista, gæðahandverks og hönnunar. Því hefur verið skipuð sérstök valnefnd sem leggur mat á umsóknir og velur þátttakendur inn á hvert svæði fyrir sig. Valnefndina skipa : Anna Gunnarsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Sigríður Örvarsdóttir og George Hollanders.Nýjungar : Umsækjendur geta nú valið milli þess að sækja um sölubás á 600 fm sýningarsvæði, taka þátt í stóru verksvæði/workshop eða senda muni sína í Krambúðina. Svokallað verksvæði vakti gífurlega athygli í fyrra og mikið af verkum voru unnin á hátíðinni. Meðal annars var 500 kílóa risi í smíðum, rafmagnsgítar í stærðinni 4 metrar, rennismiðir að störfum, vinnsla á hornum, leirlistarkona, vefnaður, hnífasmíði og fleira og fleira. Verksvæðið verður ekki minna fjölbreytt í ár.Krambúð var rekin af hálfu sýningarinnar þar sem aðilar sendu listmuni sína í sérstaka listmunabúð á aðalsýningarsvæðinu. Mikil ánægja var með þetta og fjöldi listamanna sendu muni sína. Umsjónaraðili að þessu sinni er Sigríður Örvarsdóttir textílhönnuður og sér hún um uppsetningu og val á munum inn í Krambúðina.Handverksmaður ársins var valinn í fyrsta skipti á hátíðinni 2006. Ragnhildur Magnúsdóttir í Gýgjarhólskoti eða Ranka í Kotinu var valin handverksmaður ársins 2006. Spennandi verður að sjá hver verður fyrir valinu fyrir árið 2007.Norska svæðið – Frá Noregi kemur 12 manna hópur listamanna frá Sommerakademiet sem mun vinna að verkum sínum á hátíðinni ásamt því að sýna og selja vörur sínar. Hópurinn verður kynntur sérstaklega síðar. Uppskeruhluti – Sýning á landnámshænum og húsdýrum vakti mikla athygli. Vélaumboð með traktora og vélar heilluðu karlpeninginn Þema : Árið 2007 er þema hátíðarinnar “kornið” og er nú unnið markvisst í samvinnu við Landsamband kornbænda og Búgarð að uppbyggingu kynningarsvæðis sem verður einkennandi fyrir þemað. Íslensk afbrigði korns verða ræktuð á sýningarsvæðinu sjálfu ásamt því að unnið verður úr alíslensku hveiti, heilhveiti og byggi. Unnið verður með hálm á sérstökum þemabásum þar sem sýndar verða hálmfléttingar og fleira. Leitað er að einstaklingum sem vinna á einhvern hátt með korn, hálm, hör og þess háttar, til dæmis við vefnað, fléttingar og textíl. Allar ábendingar eru vel þegnar. Þátttakendur : Hönnuðum, handverks- og listiðnaðarfólki er boðin þátttaka í sýningunni og skulu sækja um á þar til gerðu umsóknarformi. Þetta má nálgast á heimasíðu www.handverkshatid.is og í síma 864-3633.Námskeið :Sem fyrr verða nokkur námskeið haldin í tengslum við hátíðina og bæði erlendir og innlendir listamenn fengnir til leiðbeiningar. Fyrirhuguð námskeið : · Þæfing - Leiðbeinandi er Valborg Mortensen· Leðursaumur – Leiðbeinandi er Anna Gunnarsdóttir· Hálmfléttingar – Leiðbeinandi er Doris Gustafsson· Eldsmíði – Leiðbeinandi er Beate StormoUmsóknarfrestur um þátttöku í hátíðinni er 31.maí næstkomandi og allar nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 864-3633 Uppskera og handverk 2007Dóróthea Jónsdóttir
Lesa meira

Sjálfboðaliða vantar til Afríku!

Sjálfboðaliða vantar til Afríku! 6 mánaða þjálfun í Danmörku.Bókleg og verkleg þjálfun, vinna með börn/unglinga með sérþarfir, fyrirlestrar um almenna þekkingu um Afríku og viðeigandi tungumál sem talað er í landinu sem farið er til. 6 mánaða vinna í Afríku.Vinna í forskólum, alnæmisverkefnum,fullorðinsfræðsla,menntun kvenna,kennsla í lanbúnaði/trjárækt og ýmis byggingarvinna.2 mánaða gildismat í Danmörku.Búa til kynningarefni td. Stuttmyndir, slideshow og halda fyrirlestra í Evrópu um Afríku. Engrar menntunar krafist. Allir geta lagt sitt af mörkum.allar nánari upplýsingarLinda Skarphéðinsdóttir, linda_skarpa@yahoo.com www.juelsminde.com & símanr. 0045 51363239
Lesa meira

Fundur um Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði

Fundur um Náttúrugripasafnið í ÓlafsfirðiMenningarnefnd Fjallabyggðar boðar áhugafólk um Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði til fundar í Tjarnarborg miðvikudaginn 23. maí kl. 17.00.Þar verða málefni safnsins rædd m.a. hugmyndir varðandi rekstur safnsins.Menningarnefnd
Lesa meira