Fréttir & tilkynningar

Námskeið við Hólaskóla

Námskeið við Hólaskóla - náttúrutengd ferðaþjónusta.sjá vefslóð http://www.holar.namsk.htm#2
Lesa meira

Íþróttamaður ársins 2006 á Siglufirði

Lýst var kjöri íþróttamanns ársins 2006 á Siglufirði í gærkveldi fimmtudaginn 15. febrúar við athöfn í BíóCafé.Íþróttamaður ársins 2006 á Siglufirði var kjörinn Stefán Geir Andrésson.Kíwanisklúbburinn Skjöldur hefur staðið fyrir vali á íþróttamanni árins síðan 1979.Niðustaða dómnefndar klúbbsins varð eftirfarandi: Knattspyrna. 13.-16. ára stúlkur. Álfhildur Haraldsdóttir. Álfhildur er í 3. flokki og hefur verið kölluð til úrtaksæfinga á vegum KSÍ, hefur sýnt mikinn áhuga og mætir vel á allar æfingar.Ljóst er að með sama áframhaldi er þess ekki langt að bíða að Álfhildur komi við sögu í yngri landsliðum Íslands. 13.-16. ára drengir. Grétar Bragi Hallgrímsson.Grétar Bragi, hefur á undanförnum árum stundað íþróttina af mikilli samviskusemi og hefur farið á vegum félagsins í landsliðsúrtökur og á æfingar á vegum KSÍ.Grétar Bragi kom við sögu í sínum fyrsta leik á Íslandsmóti meistaraflokks s.l. sumar og er ljóst að meira á eftir að bera á honum á næstu árum á þeim vettvangi. 17. ára og eldri karlar. Ragnar H. Hauksson. Ragnar er markhæsti leikmaður KS á Íslandsmótinu og leikmaður ársins hjá KS Leiftri en að valinu standa leikmenn og stjórnarmenn félaganna. Ragnar hefur verið með markhæstu leikmönnum Íslandsmótsins í öllum deildum undanfarin ár og var næst markahæstur í 2 deild þrátt fyrir að hafa aðeins leikið 12 af 18 leikjum mótsins vegna meiðsla. Boccia.Hugljúf Sigtryggsdóttir.Hugljúf hefur verið dugleg að æfa Boccia og tekið þátt í fjölmörgum mótum og staðið sig vel. Hún tók þát í Þorramóti Snerpu sem haldið var á Siglufirði 4. febr. og Íslandsmóti í sveitakeppni sem haldið var í Reykjavík 24.-26.mars. Hængsmóti sem haldið var á Akureyri 6. maí. Íslandsmóti í einstaklingskeppni sem fram fór á Húsavík 20.-22. okt. Hún tók þátt í innanfélagsmóti sem haldið var 13. des. hér á Siglufirði og var hennar sveit í 3. sæti á því móti. Tennis og Badminton 13.-16 ára stúlkur. Brynhildur Ólafsdóttir.Brynhildur hefur stundað badminton af miklum áhuga frá unga aldri, sýnt miklar framfarir er kurteis og til fyrirmyndar á æfingum og mótum. Árangur Brynhildar er sem hér segir.1. sæti Tvíliðaleik U-15 b.fl. Unglingamót BH Hafnarfirði B.fl. 8 liða úrslitTvíliðaleik U-15 A.fl. Ísl.mót unglinga Akranes A&B.fl Undanúrslit Einliðaleik U-15 B.fl. Siglufjarðarmót 1. sæti Tvendarleik U-15 B.fl. 2. sæti Tvíliðaleik U-15 B.flUndanúrslit Einliðaleik U-17 B.fl.Unglingamót TBA Akureyr A&Bfl 13.-16 ára drengir. Halldór Hilmarsson. Halldór hefur stundað badminton af miklum áhuga undanfarin ár, sýnir miklar framfarir er kurteis og til fyrirmyndar á æfingum og mótum. Árangur Halldórs er sem hér segir.Undanúrslit Tvíliðaleik U-15 B.fl. Unglingamót BH Hafnarfirði B.fl.Undanúrslit Einliðaleik U-15 B.fl. Ísl.mót unglinga Akranes A&B.fl 8 liða úrslit Tvíliðaleik U-15 A.fl 1. sæti Einliðaleik U-15 B.fl. Siglufjarðarmót 2. sæti Tvíliðaleik U-15 B.fl. 1. sæti Tvendarl. U-15 B.fl. Skíðaíþróttir13.-16 ára stúlkur. Ágústa Margrét Úlfsdóttir.Árangur Ágústu er sem hér segir.14. sæti í svigi Bikarmót haldið á Siglufirði í febrúar 18. sæti stórsvig Bikarmót haldið á Siglufirði í febrúar. 27. sæti svig Bikarmót haldið á Siglufirði í mars.12. sæti stórsvig Bikarmót haldið á Siglufirði í mars. 21. sæti svig UMÍ Akureyri.12. sæti stórsvig UMÍ Akureyri. Ágústa sigraði á öllum innanfélagsmótum 2006 bæði í svigi og stórsvigi sýnir stöðugar framfarir og hefur mikinn metnað. Er mjög samviskusöm íþróttakona. 13.-16 ára drengir. Stefán Geir Andrésson.Árangur Stefáns er sem hér segir. 3. sæti svigi Bikarmót SKÍ haldið á Akureyri í janúar.4. sæti stórsvig Bikarmót SKÍ haldið á Akureyri í janúar. 3. sæti stórsvig Bikarmót á Ísafirði í febrúar.2. sæti svig Bikarmót á Ísafirði í mars.4. sæti stórsvig Bikarmót á Ísafirði í mars. 5. sæti svig UMÍ haldið á Akureyri í mars.3. sæti stórsvig UMÍ haldið á Akureyri í mars.3. sæti samhliðasvig UMÍ haldið á Akureyri í mars. 3. sæti Bikarkeppni SKÍ 2005-2006 15-16 ára drengir.Hann skilaði SSS í 4. sæti í félagskeppni SKÍ í sínum aldursflokki. Stefán Geir, æfði með skíðadeild Breiðabliks, þjálvari Helgi Steinar Andrésson.Síðan valinn í Unglingalið SKÍ 2006Jákvæður og góður félagi. Hjálpsamur og góð fyrirmynd yngri iðkenda.Í hópi eldri íþróttamanna eru tveir gamankunnir íþróttamenn, sem hafa stundað sína íþrótt í nokkra áratugi, og Kíwanismenn veittu þeim viðurkenningar fyrir þann frábæra árangur sem þeir hafa náð í gegnum árin. Annar þeirra var Mark Duffield knattspyrnumaður.Mark hefur náð þeim frábæra árangri eftir að hafa leikið með Neista frá Hofsósi í 3. deild 15 leiki á árinu 2006, að verða fyrstur knattspyrnumanna til að leika 400 leiki í deildarkeppni á Íslandi. Hinn aðilinn var skíðamaðurinn og göngugarpurinn Magnús Eiríksson. Árangur Magnúsar á síðasta ári var eftirfarandi. 1. sæti í Íslandsgöngum í flokki 50 ára og eldri,á Sauðárkróki- Akureyri- Húsavík- Hólmavík- Ísafirði.Í strandagöngunni á Hólmavík varð hann fyrstur keppenda í mark og vann þar með Sigfúsbikarinn. 2. sæti á Skíðalandsmóti Íslands í 30 km. göngu.3. sæti í 15 km. göngu með hefðbundinni aðferð.4. sæti í 15 km. göngu með frjálsri aðferð.Í 10 km. og 15 km. göngu varð hann fyrstur í flokki 50 ára og eldri. Var í sæti nr. 588 af 16 þúsund keppendum í Vasagöngunni í Svíþjóð sem er 90 km. Sú keppni er ekki aldursskipt, og varð Magnús fyrstur Íslendinga.
Lesa meira

Kleifaberg ÓF-2 selt

Þormóður rammi – Sæberg hf. hefur selt Kleifaberg ÓF-2 til Brims hf. og verður skipið afhent nýjum eiganda 30. mars næstkomandi. Brim hf. býður öllum skipverjum Kleifabergs ÓF-2 áframhaldandi á skiprúm skipinu. Þormóður rammi – Sæberg hf. vonast til að með þessari ráðstöfun sé óvissu eytt um atvinnuöryggi skipverja á Kleifabergi ÓF-2, fram að komu nýs skips sem verið er að smíða í Noregi.Frétt fengin af www.rammi.is
Lesa meira

Þekkir þú...híbýli mannanna?

Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri státar af safnkosti uppá 2,5 milljónir mynda. Margar myndanna eru óþekktar. Nú óskar Minjasafnið eftir aðstoð almennings við það að koma nafni á andlit og heiti á hús og önnur mannvirki. Minjasafnið á Akureyri opnaði af því tilefni sýninguna Þekkir þú... híbýli mannanna? síðastliðinn laugardag. Á sýningunni er að finna 70 myndir sem þekktir og óþekktir ljósmyndarar tóku fyrr á tímum. Meðal þekktra ljósmyndara sem eiga myndir á sýningunni má nefna Hallgrím Einarsson og Arthur Gook. Flestar myndanna eru frá Akureyri og úr Eyjafirði en einnig frá öðrum landshlutum. Í sólstofunni er hægt að fletta myndum af óþekktum einstaklingum auk möppu með mannamyndum úr eigu Minjasafnins sem birtust í Degi á árunum 1990 – 2000. Hefurðu séð annað eins? Nokkrir sérstæðir gripir úr Minjasafninu verða einnig til sýnis. Þeir eru óvenjulegir og sumir óþekktir, og geta gestir spreytt sig á að finna út heiti þeirra og hlutverk. Í tilefni af 20 ára afmæli ljósmyndadeildar Minjasafnins mun Hörður Geirsson, safnvörður, vera með sérstaka kynningu á tækjum og ljósmyndatækni ólíkra tímabila laugardagana 10. mars og 24. mars kl 14. Þá geta menn kynnt sér hvernig myndir urðu til allt frá því þær voru teknar á myndavélina til þess að standa í ramma á heiðursstað á heimilinu.Sýningin er opin alla laugardaga milli klukkan 14 og 16. Aðgangur á safnið er ókeypis meðan á sýningunni stendur til 28.apríl.
Lesa meira

Þekkir þú...híbýli mannanna?

Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri státar af safnkosti uppá 2,5 milljónir mynda. Margar myndanna eru óþekktar. Nú óskar Minjasafnið eftir aðstoð almennings við það að koma nafni á andlit og heiti á hús og önnur mannvirki. Minjasafnið á Akureyri opnaði af því tilefni sýninguna Þekkir þú... híbýli mannanna? síðastliðinn laugardag. Á sýningunni er að finna 70 myndir sem þekktir og óþekktir ljósmyndarar tóku fyrr á tímum. Meðal þekktra ljósmyndara sem eiga myndir á sýningunni má nefna Hallgrím Einarsson og Arthur Gook. Flestar myndanna eru frá Akureyri og úr Eyjafirði en einnig frá öðrum landshlutum. Í sólstofunni er hægt að fletta myndum af óþekktum einstaklingum auk möppu með mannamyndum úr eigu Minjasafnins sem birtust í Degi á árunum 1990 – 2000. Hefurðu séð annað eins? Nokkrir sérstæðir gripir úr Minjasafninu verða einnig til sýnis. Þeir eru óvenjulegir og sumir óþekktir, og geta gestir spreytt sig á að finna út heiti þeirra og hlutverk. Í tilefni af 20 ára afmæli ljósmyndadeildar Minjasafnins mun Hörður Geirsson, safnvörður, vera með sérstaka kynningu á tækjum og ljósmyndatækni ólíkra tímabila laugardagana 10. mars og 24. mars kl 14. Þá geta menn kynnt sér hvernig myndir urðu til allt frá því þær voru teknar á myndavélina til þess að standa í ramma á heiðursstað á heimilinu.Sýningin er opin alla laugardaga milli klukkan 14 og 16. Aðgangur á safnið er ókeypis meðan á sýningunni stendur til 28.apríl.
Lesa meira