Fréttir & tilkynningar

Fjallabyggð í spurningarþættinum Útsvar

Útsvar er nýr þáttur hjá sjónvarpinu þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Þættirnir eru í beinni útsendingu á föstudagskvöldum. Fjallabyggð keppir við Fjarðabyggð föstudaginn 12. október. Þeir sem hafa áhuga á því að fylgjast með í sjónvarpssal geta skráð sig á ruv.is/utsvar
Lesa meira

Fjallabyggð býður í ræktina og sund

Opið hús verður í tækjasalina á Siglufirði og Ólafsfirði laugardaginn 6. október nk. (leiðbeinendur verða á Siglufirði frá 10-13) Í tengslum við alþjóðlega Hjartadaginn mun Fjallabyggð stuðla að hreyfingu og heilbrigði með því að bjóða frítt í tækjasal og sund laugardaginn 6. október. Opið er frá 10-14 Einnig verður frítt í sund þennan dag í tengslum við alþjóðlega Hjartadaginn (sem var reyndar 30. sept sl.)
Lesa meira

Margir siglfirðingar á Alþingi

Morgunblaðið birti í dag umfjöllun um fjölda þingmanna sem tengjast Siglufirði á einhvern hátt. í ljós kemur að 12 þingmenn af 63 eiga tengsl við bæinn. Greinina má lesa á http://www.mbl.is.
Lesa meira