Fréttir & tilkynningar

Héðinsfjarðargöng

Laugardaginn 30. september kl. 14:01 mun samgönguráðherra tendra fyrstu formlegu sprengingu við Héðinsfjarðargöng.Sprengingin verður framkvæmd við gangamunna Siglufjarðarmegin í Skútudal. Héðinsfjarðargöng er stærsta verkefni sem Vegagerðin hefur boðið út og var verksamningur milli Vegagerðarinnar og verktakans Metrostav a.s. og Háfell ehf undirritaður á Siglufirði þann 20. maí sl.Upphæð verksamnings er um 5,7 milljarðar króna en heildarkostnaður verksins er áætlaður rúmir 7 milljarðar. Framkvæmdin er liður í að bæta samgöngur, auka umferðaröryggi og tengja Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið og styrkja þannig byggð á svæðinu. Framkvæmdin mun stytta leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar úr 62 km í um 15 km miðað við leið um Lágheiði og úr 234 km í 15 km miðað við leið um Öxnadalsheiði. Jarðgöngin verða tvíbreið, um 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km löng milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Við alla gangamunna verða steyptir vegskálar, samtals um 450 m að lengd. Heildarlengd ganga verður því ríflega 11 km. Verkið nær ennfremur til lagningar 2 km langs aðkomuvegar í Siglufirði, um 0,6 km langs vegar í Héðinsfirði og um 0,6 km langs vegar í Ólafsfirði. Einnig er innifalin breikkun á 0,7 km löngum vegarkafla í Siglufirði, brú yfir Héðinsfjarðará og minni háttar vegtengingar í Siglufirði, Héðinsfirði og Ólafsfirði.Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi: Losun á efni úr göngum og skeringum 1.000.000 m³ Heildarfyllingar og burðarlög vega 500.000 m³ Efnislosun (umframefni) 500.000 m3 Bergboltar 34.000 stk. Sprautusteypa 24.000 m³ Vatnsklæðningar í göngum 100.000 m2 Steypa í vegskála 4.500 m³ Malbik 106.000 m2 Framkvæmdir á verkstað hófust í júní sl. við gröft á forskeringum við gangamunna í Siglufirði og Ólafsfirði.Síðan hefur verið unnið að forskeringunum og vegagerð á báðum stöðum ásamt almennri aðstöðusköpun.Göngin verða unnin úr báðum áttum þ.e. frá Siglufirði og Ólafsfirði.Reiknað er með að gangagröftur frá Ólafsfirði hefjist í næsta mánuði. Verkinu skal að fullu lokið í desember 2009. Nú starfa um 50 manns á svæðinu af hálfu verktaka Fulltrúi Vegagerðarinnar í verkinu er Sigurður Oddsson deildarstjóri framkvæmda á Norðaustursvæði (s. 894 3636).Verkefnisstjóri verktaka er Magnús Jónsson (s. 863 9968) og staðarstjóri gangagerðar af hálfu verktaka er David Cyron (s. 840 1311).Umsjón framkvæmda og eftirlit er í höndum GeoTek ehf.Umsjónarmaður er Björn A. Harðarson (s. 893 9003) og staðgengill hans og eftirlitsmaður er Oddur Sigurðsson (s. 893 9001).Frekari upplýsingar um verkið veita neðangreindir:Sigurður Oddsson fulltrúi verkkaupa sími 8943636Eiður Haraldsson forstjóri Háfells ehf. sími 8922050
Lesa meira

Ráðstefna

Skipulag og ábyrgð íþrótta- og æskulýðshreyfingaRáðstefnan er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Bandalags íslenskra skáta. Á ráðstefnunni verður reynt að varpa ljósi á þá þætti sem hafa ber í huga í barna- og unglingastarfi og sérstaklega þeim þáttum sem snúa að forvörnum. Ráðstefnan er haldin í tengslum við forvarnardag í grunnskólum, sem er að frumkvæði forseta Íslands og Actavis.Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík – mánudaginn 25. september 2006 kl. 13:00 -17:00Dagskrá:13:00 Ávarp forseta Íslands 13:10 Framtíð félagsauðs: Um skipulag og hlutverk íþrótta og æskulyðsstarfs– Þórólfur Þórlindsson prófessor við Félagsvísindadeild HÍ13:40 Skipulag frístundastarfs – Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands14:05 Þátttaka og brottfall úr æskulýðsstarfi – Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur14:35 Frístundastarf í Reykjanesbæ – Ragnar Örn Pétursson íþrótta-og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar15:00 Kaffihlé 15:15 Að gera skyldu sína við guð og ættjörðina - staða frístundahreyfinga í hverfulum heimi – Kjartan Ólafsson félagsfræðingur við rannsóknadeild Háskóla Akureyrar 15:40 Ábyrgð frístundahreyfinga – Björn Ingi Hrafnsson forseti borgarráðs og formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar 16:00 Pallborðsumræður - Þátttakendur í pallborði: Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra,Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Björn B. Jónsson formaður UMFÍ, Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi 17:00 Ráðstefnuslit – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherraRáðstefnustjóri: Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðarmaður hjá RUVRáðstefnugjald: Kr. 1.500Skráning: linda@isisport.is, umfi@umfi.is, bis@skatar.is
Lesa meira

Fjarnám

Samvil ehf - símenntun býður upp á áhugaverð námskeið í fjarnámi. Sjá nánar www.simnet.is/samvil eða www.fjarkennsla.com. Skráning á námskeið er á vefnum www.simnet.is/samvil, í tölvupósti samvil@simnet.is eða í síma 5537768 eða 8987824. Námskeið sem boðið er upp á í október og nóvember eru:9.okt.- 6.nóv. Vefsíðugerð í FrontPage. Námskeið í gerð heimasíðu skóla/bekkja. 4 vikur. Staðbundin lota haldin 14.okt., kl. 10.00-15.00. Verð 30.000,-kr. Umsjón: Kristín Helga Guðmundsdóttir, M.Ed. í kennslufræði og upplýsingatækni. 11.okt.-6.des. Heildstætt bókhalds- og tölvubókhaldsnámskeið, 8 vikur. Verð 48.000,-kr. Umsjón: Viðskiptafræðingur 16.okt.-13.nóv. Bókhald II (Framhaldsnámskeið í hefðbundnu bókhaldi), 4 vikur. Verð 25.000,-kr. Umsjón: Viðskiptafræðingur 6.nóv.-4.des. Skattskil fyrirtækja, 4 vikur. Verð 25.000,-kr. 4 vikur. Verð 25.000,-kr. Umsjón: Viðskiptafræðingur 20.nóv.-18.des.Tölvubókhald. Breytt/endurhannað, 4 vikur. Verð 25.000,-kr. Umsjón: Viðskiptafræðingur
Lesa meira

Ævintýrið Skrapatungurétt

Fréttatilkynning Ævintýrið SkrapatunguréttStóðsmölun og réttir í A-HúnavatnssýsluDagana 16. og 17. september verður mikið fjör í Austur Húnavatnssýslu, stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Gestir eiga þess kost að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Þátttakendur geta leigt hesta hjá heimamönnum eða mætt með sína eigin hesta. Stóðhrossin verða rekin til byggða á laugardeginum 16. september. Lagt er af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10. og síðan riðið sem leið liggur um Strjúgsskarð og norður Laxárdal. Athugið að ekki er aðstaða til að geyma hross yfir nótt á Strjúgsstöðum að þessu sinni. Aðstaða verður til að geyma bíla og taka niður hross við sandnámu við Strjúgsstaði (norðari afleggjari). Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni. Við Kirkjuskarðsrétt á Laxárdal er hópurinn um kl 14. Þar hvíla hestar og menn og fá sér að eta og drekka eftir þörfum. Veitingar verða seldar á staðnum. Ráðgert er að leggja af stað kl. 16 frá Kirkjuskarði. Þaðan er riðið norður í Skrapatungrétt sem er ein myndarlegasta stóðrétt landsins. Gestir og heimamenn heillast ávallt af tignarlegu stóðinu. Ferðamannafjallkóngur líkt og í fyrra verður Valgarður Hilmarsson forseti bæjarstjórnar Blönduóss. Honum til halds og trausts að þessu sinni verður Ferðamannafjalldrottningin Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blönduósi. Þau eru bæði heimavön á þessum slóðum og munu sjá um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni. Fyrir þá sem heldur vilja koma á bíl til að fylgjast með gangnamönnum og réttarstörfum, er rétt að benda á að Skrapatungurétt er í um 15 mín. akstursfjarlægð frá Blönduósi en fram að Kirkjuskarðsrétt er aksturstími um 40 mín. Á laugardagskvöldinu kl 20 verður grillað við reiðhöllina á Blönduósi. Þeir sem vilja vera með í grillpartýinu er beðnir að panta fyrir hádegi föstudaginn 15.september í síma 898 5695 eða 891 7863. Að sjálfsögðu verður spilað á gítar og sungið að hestamannasið. Partýstemningin nær svo hámarki á dansleik síðar um kvöldið í Félagsheimilinu Blönduósi. Þar leikur fyrir dansi stuðhljómsveitin Signýja. Á sunnudagsmorgun hefjast réttarhöld í Skrapatungurétt um kl. 11. Bændur ganga í sundur hross sín og reka þau svo í lok dags til síns heima. Oft finna karlar og konur sinn draumagæðing í smalamennskunni eða í réttunum.Stóðréttarhelgi Skrapatunguréttar er hátíð heimamanna og ferðafólks þar sem er spilað, sungið og skemmt sér að sið Íslendinga. Allir gestir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar um gistimöguleika eða aðra þjónustu og bókanir í stóðsmölun, hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Blönduósi: ferdamal@simnet.is , sími 452 4520 og í síma 891 7863 eða í netfangi haukur@ssnv.is.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 12. september 2006

Fjórði fundur bæjarstjórnarFjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu Siglufirði þriðjudaginn 12. september 2006 kl. 17.00.DagskráFundargerð bæjarráðs frá 20., 27. júlí, 3., 10., 24. og 30. ágúst og 7. september 2006. Fundargerð sameiningarnefndar frá 8. ágúst 2006. Fundargerð hafnarstjórnar Siglufjarðar frá 8. ágúst 2006. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. ágúst 2006. Fundargerð fræðslunefndar frá 23. ágúst og 6. september 2006. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 29. ágúst 2006. Fundargerð barnaverndarnefndar Út-eyjar frá 30. ágúst 2006. Fundargerð félagsmálanefndar frá 31. ágúst 2006. Fundargerð frístundanefndar frá 31. ágúst 2006. Fundargerð menningarnefndar frá 6. september 2006.Til kynningar;Fundagerðir nefnda sem samþykktar hafa verið í bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar.Fundargerð húsnæðisnefndar frá 19. júlí 2006.Fundargerð fræðslunefndar frá 19. júlí 2006.Fundargerð félagsmálanefndar frá 20. júlí 2006.Fundargerð menningarnefndar frá 20. júlí 2006.Fundagerðir skipulags- og umhverfisnefndar frá 26. júlí og 9. ágúst 2006. Ólafsfirði 8. september 2006Þorsteinn Ásgeirssonforseti bæjarstjórnar
Lesa meira

Bryggjuskrall

Bryggjuskrall í Ólafsfirði laugardaginn 9. september 2006Menningar- og listafélagið Beinlaus biti býður til menningarveislu í Ólafsfirði um helgina. Veislan verður haldin í salthúsi Sigvalda Þorleifssonar við Ólafsfjarðarhöfn og hefst kl. 13:00.Dagskrá:kl. 13:00 Hinn eini sanni Örvar Kristjánsson ásamt hljómsveit, leikur sígild sjómannalög.kl. 13:20 Roðlaust og beinlaust spila lög af nýja diskinumkl. 13:30 Vorboðakórinn, kór eldri borgara á Siglufirði syngur undir stjórn Sturlaugs Kristjánssonar.kl. 14:00 Ásgeir Tómasson fréttamaður rekur ásamt Roðlaust og beinlaust sögu íslenskrar sjómannatónlistar í tali og tónum.kl. 14:20 Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um textagerð í íslenskri sjómannatónlist ásamt Roðlaust og beinlaust sem gefa tóndæmi.kl. 14:40 ÓB-kvartettinn frá Siglufirði syngur nokkur lög undir stjórn Sturlaugs Kristjánssonarkl. 15:00 Harmonikkusnillingurinn Ave Tonison frá Eistlandi leikur tónlist frá heimalandi sínu.kl. 15:15 Tóti og Danni, Siglfirskir trúbadorar kl. 15:35 Unglingahljómsveitin Kynslóðin625 frá Ólafsfirðikl. 15:50 Ari í Árgerði kynnir lög af nýjum diskikl. 16:00 Brasilíski gítarsnillingurinn Thiago Trinsi Silveira leikur Brasilíska tónlistkl. 16:20 Gísli Gíslason Akureyri syngur eigin lögkl. 16:30 Tröllaskagahraðlestinn, Idol systkinin Lísa og Gísli, blúsa feittkl. 17:00 Kynning á væntanlegri heimildarmynd um hljómsveitina Roðlaust og beinlaustKl. 17:10 Roðlaust og beinlaust leika ný og gömul lögMyndlistarsýning í salthúsi Sigvalda. Garún, Bergþór Morthens og Sigurður Pétur sýna verk sín á meðan á tónleikunum stendur.Veitingahúsið Höllin býður upp á sjávarréttarmatseðill á milli kl. 18-20 í tilefni dagsins. Matseðill dagsins: Sigin fiskur, selspik, kartöflur og hangiflot. Kæst skata, kartöflur og hangiflot Hákarl og harðfiskur Skötuselur í rjómasósuPantið tímanlega í síma 466-4000.Kl. 20:00-23:00Tónleikar í salthúsi Sigvalda þar sem heitustu unglingahljómsveitir Eyjafjarðar koma fram.Kátt í Höllinni kl. 21:00. Söngur gleði og gaman. Fólk mætir með hljóðfærin sín og syngur og spilar af hjartans list.Aðgangur er ókeypis á alla dagskránna í salthúsi SigvaldaKl. 23:00 Útgáfutónleikar Roðlaust og beinlaust í Tjarnarborg og dansleikur strax á eftir með hljómsveit Sævars Sverrissonar og vinum hans.Aðgangseyrir á kvöldtónleika og dansleik í Tjarnarborg kr. 1.000- Góða skemmtun!Menningar- og listafélagið Beinlaus biti
Lesa meira