Fréttir & tilkynningar

Þjóðlagasetur - Töðugjöld

Miðvikudaginn 23. ágúst 2006 kl. 20.30Söngur, upplestur, gamanvísurSérstakur gestur: Sigurbjörg Þrastardóttir skáld og rithöfundurHeitt á könnunniAðgangur ókeypis
Lesa meira

Lausaganga hunda er bönnuð.

Hundaeigendur.All margar kvartanir hafa borist um lausa hunda.Þar kemur fram að hundarnir valsi lausir um hverfi bæjarins.Í reglugerð um hundahald á Siglufirði segir:2. gr. h liður. Hundur skal aldrei ganga laus á allmennafæri, heldur vera í festi og í fylgd með manni, sem hefur fullt vald yfir honum.Þegar hundur er í festi á húslóð, skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins.Heimilt er að sleppa hundum lausum á auð og óbyggð svæði sem eru ónotuð, fjarri mannabyggð.Hundaeftirlitið, skorar á alla hundaeigendur að passa hunda betur, að öðrum kosti verða hundarnir handsamaðir og eigendur þeirra að borga þann kostnað sem af því hlíst.Hundaeftirlitið á Siglufirði.
Lesa meira

Stelpurnar í 6. flokki Pæjumótsmeistarar

Frétt á heimasíðu K.S. "Nú er vel heppnuðu Pæjumóti lokið og árangur K.S. stelpna var ágætur. Hæst ber auðvitað glæsilegur árangur 6. flokks A, en stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í mótinu og þar með gullið í sínum flokki. 4. flokkur B fékk silfurverðlaun og því átti K.S. tvö lið á verðlaunapöllunum í dag. Hinum K.S. liðunum gekk flestum vel og það fer ekki á milli mála að það er mikil gróska í stelpnaboltanum hjá okkur um þessar mundir."Á heimasíðunni eru kærar kveðjur frá mótshöldurum."Þakkir vegna PæjumótsMótsstjórn Pæjumóts og stjórn K.S. þakka kærlega öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem komu að Pæjumótinu á einn eða annan hátt fyrir þeirra hlut. Án góðrar aðstoðar bæjabúa og styrktaraðila væri ekki hægt að halda svo glæsilegt mót. Þá er og ástæða til að þakka gestum okkar þátttökuna og góða umgengni um helgina"
Lesa meira

Berjadagar

BerjadagarTónlistarhátíð í Ólafsfirði 18.–20. ágúst 2006Föstudagskvöld 18. ágústUpphafstónleikarí Tjarnarborg klukkan 20:30.Herdís Egilsdóttir setur hátíðina við kertaljós.Að því búnu verða haldnir tónleikar tileinkaðir 250 ára afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart.Laugardagur 19. ágústSungið á langspil og simfón klukkan 15:00.Þjóðlög sungin í Kvíabekkjarkirkju við undirleik á þessi fornu hljóðfæri.Strengleikarí Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20:30.Tónleikar Guðnýjar Guðmundsdóttur, Gunnars Kvaran, Pálínu Árnadóttur og Unnar Sveinbjarnardóttur. Sunnudagur 20. ágústHarmónikutónleikar Tatu Kantomaaí Ólafsfjarðarkirkju klukkan 15:00.Berjablátt lokakvöldí Tjarnarborg klukkan 20:30.Þátttakendur hátíðarinnar á léttu nótunum.Sýning Herdísar Egilsdóttur Sjávarskart og skjóður, munir unnir úr hlýra- og laxaroði, verður opin í safnaðarheimili Ólafsfjarðarkirkju laugardag og sunnudag milli klukkan17:00 og 19:00 og auk þess í hléi á tónleikum í kirkjunni báða dagana.Listamenn á Berjadögum árið 2006 eru:Gunnar Kvaran sellóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Pálína Árnadóttir fiðluleikari, Unnur Sveinbjarnardóttir víóluleikari, Albert Osterhammer klarinettleikari, Tatu Kantomaa harmónikuleikari, Herdís Egilsdóttir myndlistarmaður, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Halldór B. Arnarson hornleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Guðmundur Ólafsson leikari, Sigursveinn Magnússon tónlistarmaður, Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona, Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanóleikari.
Lesa meira