Fréttir & tilkynningar

Styrkir eða framlög vegna starfsemi ársins 2007

Við minnum á að umsóknarfrestur vegna styrkja og framlaga fyrir árið 2007 þurfa að hafa borist bæjaryfirvöldum fyrir 1. desember nk.Auglýst var :Gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2007 er hafin. Einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2007 er bent á að umsóknir þurfa að hafa borist bæjaryfirvöldum 1. desember n.k. Umsókn þarf að fylgja greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt er um styrk til, svo og síðasta skattframtal eða ársreikningur. Áskilinn er réttur til að krefjast fyllri gagna en umsókn fylgja, þyki þess þörf.Aðeins umsóknir sem berast fyrir auglýstan frest verða teknar fyrir við áætlanagerð.Umsóknir skal senda til :Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Gránugötu 24, 580 Siglufirði, eða Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði.
Lesa meira

Jólamarkaður í Tjarnarborg, Ólafsfirði

Fyrirhugað er að hafa jólamarkað í Tjarnarborg laugardaginn 2. desember.Áhugasamir hafi samband við Gísla Rúnar, gisli@olf.is, bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði 460-2600 (fyrir hádegi) eða í síma 863-4369. Athugið að í ár verður borðið frítt í tengslum við Aðventuhátíð 2006, ætti því enginn að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara.JólakveðjaGísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Lesa meira

Jólin koma í Fjallabyggð

Fjallabyggð og RARIK hf munu veita viðurkenningu fyrir fallega skreytt hús og fyrirtæki á Siglufirði og Ólafsfirði um jólin. Óskað er eftir ábendingum þar um og er hægt að senda þær á arnar@siglo.is fyrir jól.Við hvetjum alla íbúa og sumarhúsaeigendur í bæjarfélaginu að lífga upp á skammdegið með skemmtilegum ljósaskreytingum. Kveikt verður á jólatrénu á Siglufirði laugardaginn 2.desember kl.17.30 á Ráðhústorginu.Boðið verður upp á létt skemmtiatriði.Kveikt verður á jólatrénu á Ólafsfirði sunnudaginn 3. desember kl.17.00 við Tjarnarborg. Boðið verður upp á kakó og piparkökur að athöfn lokinni.Jólasveinarnir mæta.
Lesa meira

Ályktun Bæjarstjórnar um snjómokstur

Eftirfarandi ályktun var samþykkt með 9 atkvæðum á bæjarstjórnarfundi 21. nóvember 2006 "Bæjarstjórn Fjallabyggðar skorar á Vegagerðina að endurskoða útboð á snjómokstri milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Sá verktaki sem þjónað hefur Ólafsfirðingum í áratugi hefur mikla reynslu og mikinn tækjakost til þess að sinna þessu verkefni. Alltaf hefur verið hægt að treysta á aðstoð hans ef þurft hefur.Það er ómetanlegt á sjóþungum stað eins og hér um ræðir.Það er miklu meira virði en 100.000 krónur á ári!Bæjarstjórn telur ekki forsvaranlegt að mokstur sé ekki frá endastöð á Ólafsfirði.Er þetta ekki síst öryggisatriði ef um sjúkraflutninga er að ræða. Þetta kom glögglega í ljós þegar sjúkrabíll með sjúkling festist í Ólafsfjarðarmúla í fyrstu snjóum vetrarins og þurfti björgunarsveit til aðstoðar.Miðað við þá þjónustu sem verið hefur á mörgum undanförnum árum þá er ljóst að hér verður um skerðingu á þjónustu að ræða og vegurinn mun opnast seinna en verið hefur. Það sýndi sig strax þriðjudaginn 14. nóvember sl. að vegurinn opnaðist ekki fyrr en kl. 14.00 um daginn.Hér er ekki verið að kasta rýrð á þann verktaka sem nú er með snjómoksturinn, heldur aðeins verið að benda á staðreyndir og þær áhyggjur sem íbúar Fjallabyggðar hafa vegna þessara breytinga. Jafnframt krefst Bæjarstjórn Fjallabyggðar þess að endurskoðaðar verði mokstursreglur á milli byggðakjarnanna Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og að Lágheiði verði mokuð a.m.k. tvisvar í viku þegar veður leyfir.Mikil samskipti þurfa að eiga sér stað milli staðanna bæði í stjórnsýslu og af hálfu verktaka við Héðinsfjarðargöng.Öxnadalsheiðarleiðin milli staðanna er rúmlega 500 km fram og tilbaka, en leiðin yfir Lágheiði aðeins 120 km. Það munar um minna! "
Lesa meira

Lögheimilið þitt

Er lögheimilið þitt rétt skráð?Þeir sem hafa flutt til Fjallabyggðar eða innan sveitarfélagsins og hafa ekki tilkynnt aðsetursskipti, eru hvattir til að gera það sem fyrst. Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunum og einnig á vef Hagstofunnar, www.thjodskra.is Atvinnurekendum er einnig bent á að hvetja starfmenn sína sem búa hér en hafa ekki flutt lögheimilið til að tilkynna aðsetursskipti. Bæjarskrifstofur Fjallabyggðar
Lesa meira

Þróunarstjóri Fjallabyggðar

Jón Hrói Finnsson hefur verið ráðinn þróunarstjóri Fjallabyggðar frá 1. jánúar 2007. Þróunarstjóri mun hafa aðsetur á Ólafsfirði og verður hann aðstoðarmaður bæjarstjóra.Jón Hrói er fæddur árið 1972 og hefur starfað við stjórnsýsluráðgjöf hjá ParX frá árinu 2004. Hann lauk BA prófi í stjórnsýslufræði frá Árósaháskóla árið 2000 og embættisprófi (Cand.Sci.Pol.) frá sama skóla 2004. Hann starfaði hjá Arla Foods að ýmsum skipulagstengdum verkefnum, m.a. að ferlagreiningu og þekkingarstjórnun
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundi frestað um viku

Fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar hefur verið frestað um eina viku.Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17.00 á Siglufirði
Lesa meira

Bæjarstjórn Fjallabyggðar

6. fundur bæjarstjórnarverður haldinn í Ráðhúsinu Siglufirði þriðjudaginn 14. nóvember 2006 kl. 17.00.Dagskrá1. Fundagerðir bæjarráðs frá 26. október og 2., 6., 7. og 9. nóvember 2006.2. Fundargerð barnaverndarnefndar Út-eyjar frá 12. október 2006.3. Fundargerð almannavarnarnefndar frá 18. október 2006.4. Fundagerðir skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. október og 1. nóvember 2006.5. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 25. október 2006.6. Fundargerð fræðslunefndar frá 6. nóvember 2006.7. Fundargerð frístundanefndar frá 7. nóvember 2006.8. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.Ólafsfirði 10. nóvember 2006Þórir Kr. Þórissonbæjarstjóri
Lesa meira

Styrkir og framlög 2007

Gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2007 er hafin. Einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2007 er bent á að umsóknir þurfa að hafa borist bæjaryfirvöldum 1. desember n.k. Umsókn þarf að fylgja greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt er um styrk til, svo og síðasta skattframtal eða ársreikningur. Áskilinn er réttur til að krefjast fyllri gagna en umsókn fylgja, þyki þess þörf.Aðeins umsóknir sem berast fyrir auglýstan frest verða teknar fyrir við áætlanagerð.Umsóknir skal senda til :Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Gránugötu 24, 580 Siglufirði, eða Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði.Í Fjallabyggð 10. nóvember 2006.Skrifstofustjóri
Lesa meira

Nýr þjálfari KS Leifturs í knattspyrnu

Ragnar Hauksson ráðinn þjálfari KS Leifturs.Í dag var gengið frá samningi við Ragnar Hauksson og tekur hann nú við þjálfun KS Leifturs til tveggja ára. Gert er ráð fyrir því að ráða þjálfara honum til aðstoðar sem staðsettur verður á Ólafsfirði. Meistaraflokksráð KS Leifturs fagnar þessari niðurstöðu og bindur vonir við að liðið geti komið sterkt til leiks næsta sumar en nú verður öll áhersla lögð á að ræða við leikmenn og ganga frá leikmannahópi fyrir tímabilið. (sjá http://www.siglo.is/ks/?ks=frettir)
Lesa meira