Fréttir & tilkynningar

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandiverður að þessu sinni haldin í Austur Húnavatnssýlsu. Síðasta ár var uppskeruhátíðin við Mývatn og nú er komið að Húnvetningum að bjóða til sín ferðaþjónustuaðilum af öllu Norðurlandi. Hátíðin verður haldin fimmtudaginn 9. nóvember. Gestir mæta við Upplýsingamiðstöð ferðamála í Brautarhvammi á Blönduósi kl. 11:00. Þar verða rútur sem fara með hópinn í sýnisferð um héraðið. Fróðir heimamenn kynna áhugaverða ferðamannastaði fyrir þátttakendum. Austur Húnavatnssýsla hefur margt að bjóða gestum sínum, bæði í náttúru og menningu. Vonast er til að ferðaþjónustuaðilar af öllu Norðurlandi mæti til leiks og ekki síst að heimamenn taki þátt. Það er mjög gagnlegt og skemmtilegt fyrir fólk í greininni að bera saman bækur sínar og eyða deginum saman. Hádegisverður verður snæddur í nýju hóteli á landnámsbænum Hofi í Vatnsdal. Þór Hjaltalín minjavörður mun kynna verkefnið “Á slóð vatnsdælasögu”. Komið verður við í Blöndustöð, Þingeyrakirkju og á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi þar sem Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstýra á Blönduósi og Elín Sigurðardóttir safnstýra taka á móti gestum. Eftir skemmtilega skoðunarferð verða gestir boðnir velkomnir til Skagastrandar í hinu glæsilega kaffihúsi, Kaffi Viðvík. Matarveisla og skemmtun verður í Kántrýbæ, þar sem Magnús B. Jónsson sveitastjóri sér um veislustjórn í Villta vestrinu. Skoðunarferð og veitingar eru gestum að kostnaðarlausu, en gistingu verður hver að sjá um fyrir sig. Gist verður á Blönduósi . Gistimöguleikar eru á Hóteli, Gistihúsi og í sumarhúsum. Bókanir í gistingu: Glaðheimar s. 898 1832 og Gistiheimilið Blönduból s. 892 3455. Sértilboð verður á gistingu í tilefni uppskeruhátíðarinnar. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi tekur við skráningum og veitir upplýsingar á heimasíðunni www.nordurland.is eða í netfangingu nordurland@nordurland.is , einnig Haukur Suska-Garðarsson starfsmaður SSNV Atvinnuþróunar í síma 455 4300 eða haukur@ssnv.is . Helst þarf að skrá þátttöku fyrir 2. nóvember. Hátíðin í fyrra heppnaðist mjög vel og verður þessi ekki síðri. Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að taka þátt. Mætum hress í Húnvatnssýsluna og njótum skemmtunar og fróðleiks með öðrum ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi.
Lesa meira

Skáldið og sálusorgarinn Matthías Jochumsson

Stoðvinafélag Minjasafnsins á Akureyri stendur fyrir dagskrá um sr. Matthías Jochumsson í Amtsbókasafninu á Akureyri næstkomandi laugardag, fyrsta vetrardag kl 14.Stoðvinafélag Minjasafnsins var stofnað á 40 ára afmæli þess árið 2002 og hefur síðan stutt við starfsemi þess á ýmsan hátt. Meðal annars hefur það efnt til fyrirlestra og sýninga um Arthur Gook trúboða og hómópata, og um orgelleik og orgelleikara í kirkjum Eyjafjarðar. Dagskráin um sr. Matthías verður flutt sem stutt erindi sem sýna manninn, prestinn og þjóðskáldið frá ýmsum sjónarhornum. Matthías var sóknarprestur á Akureyri frá 1887-1900, var með litríkari borgurum á Akureyri á sinni tíð og tók heilshugar þátt í gleði og sorgum samferðafólks síns. Sérstakur gestur verður Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur, höfundur bókarinnar Upp á sigurhæðir, sem einmitt kemur í bókabúðir þessa dagana. Í hléi syngur stúlknakór frá Akureyrarkirkju undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, og Amtskaffi verður opið. Eftir dagskrána verður hús skáldsins, Sigurhæðir, opið til skoðunar. Þar bjó sr. Matthías ásamt konu sinni Guðrúnu Runólfsdóttir um 17 ára skeið. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Lesa meira

Malbikunarframkvæmdir í lok vikunnar

16. október 2006Vegna bilunar í malbikunarstöð á Akureyri var ekki hægt að ljúka við malbikun Hávegar í Siglufirði.Stefnt er að því að ljúka verkinu í lok vikunnar.Bæjartæknifræðingur
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 17. október

5. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðarverður haldinn í Húsi félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 17. október 2006 kl. 17.00.Dagskrá1. Fundagerðir bæjarráðs frá 14., 21. og 26. september og 3. og 10. október 2006.2. Fundagerðir skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. september og 4. október 2006.3. Fundargerð félagsmálanefndar frá 28. september 2006.4. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 29. september 2006.5. Fundargerð hafnarstjórnar Siglufjarðar frá 2. október 2006.6. Fundargerð fræðslunefndar frá 5. október 2006.7. Fundargerð frístundanefndar frá 10. október 2006.Ólafsfirði 13. október 2006Þorsteinn Ásgeirssonforseti bæjarstjórnar
Lesa meira