Fréttir & tilkynningar

Fréttatilkynning frá Sjávarútvegsráðuneytinu

Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa á tímabilinu frá 31. janúar 2006 til og með 30. apríl 2006. Samkvæmt reglugerðinni verður leyfilegur heildarafli íslenskra skipa 47.219 lestir af loðnu.Frá klukkan 12:00 6. febrúar er aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar með flotvörpu innan ákveðins svæðis úti fyrir Austfjörðum. Nánari upplýsingar um það veita strandstöðvar.Reglugerðin byggir á tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar um bráðabirgðakvóta, en ekki liggur nákvæmlega fyrir á þessari stundu hvenær endurmat fer fram á loðnustofninum og ræðst það m.a. af gangi veiðanna og hvort meira finnst af loðnu á næstunni.
Lesa meira

Sameining við Ólafsfjörð samþykkt

Sameining Siglufjarðar og Ólafsfjarðar var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða í kosningum sem fram fóru sl. laugardag. 86% þeirra sem tóku þátt í kosningunni samþykktu sameiningu.
Lesa meira

Sameiningarkosningar á morgun.

Á morgun, laugardaginn 28. janúar, verður kosið um tillögu um sameiningu Siglufjarðarkaupstaðar og Ólafsfjarðar. Vakin er athygli á opnununartíma kjörfundar en kosið er í efra skólahúsi frá kl. 10-20.Siglfirðingar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn til kosninga og taka þátt í þessu mikilvæga málefni sveitarfélaganna.
Lesa meira

Fundur um sameiningarmál.

Í kvöld, þriðjudag 24. janúar, mun samstarfsnefnd um sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar halda opinn borgarafund á Siglufirði, á Bíó Café kl. 20.00. Á fundinn mæta fulltrúar Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Háskólans á Akureyri, fundarstjóri er Óskar Þór Halldórsson.Siglfirðingar eru hvattir til að mæta á fundinn og skiptast á skoðunum varðandi fyrirhugaðar sameiningarkosningar sem verða n.k. laugardag.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun 2006 afgreidd í bæjarstjórn.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Siglufjarðar í gær. Áætlunin gerir ráð fyrir um 2,7 milljóna króna halla á öllum sjóðum en gert er ráð fyrir um tveggja milljóna króna afgangi af A-hluta (Aðalsjóður, Eignasjóður og Þjónustumiðstöð). Áætlað er að halli verði á Hafnarsjóði og Íbúðasjóði í B-hluta og er samanlagður halli á B-hluta áætlaður um 4,7 milljónir króna.Verulegar framkvæmdir eru áætlaðar á árinu 2006, samtals fyrir um 83 milljónir króna. Ber þar hæst gatnaframkvæmdir fyrir um 42 milljónir. Jafnframt eru áætlaðar endurbætur á Sundhöll og Íþróttahúsi fyrir um 15 milljónir og framkvæmdir við Frístundabyggð austan fjarðar fyrir um 15 milljónir. Framkvæmdir við Frístundabyggð ráðast þó af eftirspurn eftir lóðum á svæðinu en áætlað er að auglýsa lóðir þar innan skamms.Aðrar framkvæmdir eru nauðsynlegar framkvæmdir við höfnina og vatnsveitu auk endurbóta á húsnæði.Fjárhagsáætlun ársins er hægt að nálgast á bæjarskrifstofu og helstu tölur úr fundargerðum.
Lesa meira

Siglfirðingur ársins 2005

Siglfirðingur ársins 2005 var kjörinn af Siglfirðingum sem hringdu á skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar sl. miðvikudag þar sem Lionsmenn tóku við uppástungum um tilnefningu.
Lesa meira

Lagt til að níu fulltrúar verði í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags

Samstarfsnefnd um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar gerir tillögu um níu fulltrúa í sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélag, en ekki sjö eins og lagt var til í skýrslu Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri um sameiningu sveitarfélaganna. Í skýrslu RHA var lagt til að grunnskólarnir í Ólafsfirði og á Siglufirði verði sameinaðir í eina stofnun með einn skólastjóra og tvo aðstoðarskólastjóra. Samráðsnefnd telur ekki tímabært að taka þetta skref og leggur þess í stað til að fyrstu ár sameinaðs sveitarfélags verði nýtt til þess að samræma og skipuleggja skólahald í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi, með það að markmiði að eftir að Héðinsfjarðargöng verða opnuð verði rekstur grunnskólanna í Ólafsfirði og á Siglufirði sameinaður í eina stofnun undir einni stjórn.Í skýrslu RHA er lagt til “að ráðningarsamningum þar sem breytingar verða á fyrirkomulagi verði sagt upp þannig að hendur nýrrar sveitarstjórnar verði eins óbundnar og kostur er,” eins og orðrétt er sagt í skýrslunni. Samráðsnefnd tekur ekki undir þetta ákvæði í skýrslunni og leggur til að sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags staðfesti nýtt skipurit fyrir sveitarfélagið og geri breytingar á starfsmannahaldi samkvæmt því.Í öllum meginatriðum gerir samráðsnefnd tillögur RHA að sínum, ef frá eru skilin framangreind atriði og verða þær kynntar í bæklingi sem verður dreift í hús í Ólafsfirði og á Siglufirði mánudaginn 23. janúar nk. Bæklinginn má sjá hér.Í bæklingnum kemur m.a. fram að samráðsnefnd leggur til að ef sveitarfélögin verða sameinuð verði efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á sameinað sveitarfélag og íbúar velji síðan nafn úr nokkrum tillögum samhliða sveitarstjórnarkosningum í maí nk.Samráðsnefnd um sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar efnir til kynningarfunda í næstu viku. Fundurinn á Siglufirði verður í Bíósalnum þriðjudaginn 24. janúar kl. 20 og í Tjarnarborg í Ólafsfirði miðvikudaginn 25. janúar kl. 20. Árshlutareikningur Ólafsfjarðarbæjar 30. september 2005Árshlutareikningur Siglufjarðarkaupstaðar 30. september 2005Samanlagðir árshlutareikningar Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar 30. september 2005
Lesa meira

Borgarafundur á morgun vegna sameiningarmála.

Á morgun, þriðjudaginn 17. janúar, mun bæjarstjórn Siglufjarðar halda opinn borgarafund á Bíó Café kl. 20.00 þar sem kynnt verður staða mála varðandi sameiningarmál við Ólafsfjörð. Fulltrúar úr samstarfsnefnd munu kynna stuttlega skýrslu RHA og verður síðan opið fyrir fyrirspurnir um allt er viðkemur fyrirhuguðum sameiningarkosningum. Siglfirðingar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og kynna sér stöðuna í þessu mikilvæga málefni.
Lesa meira

Skýrsla RHA um sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

Skýrsla Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri er nú komin inn á síðuna og má sjá hana hér til hliðar undir tenglinum "Sameiningarmál".Siglfirðingar og aðrir eru hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar en jafnframt er hægt að fá hana í prentuðu formi á bæjarskrifstofum.
Lesa meira

Skíðasvæðið

Siglufjarðarkaupstaður og Skíðafélag Siglufjarðar undirrituðu á gamlársdag verksamning um rekstur skíðasvæðanna. Í samningnum fellst að Skíðafélagið tekur að sér rekstur skíðasvæða í Skarðsdal og Hólsdal. Samningurinn tekur gildi frá og með 1. janúar nk. og gildir til eins árs. skíðasvæðið
Lesa meira