Fréttir & tilkynningar

Ályktun vegna sumarveiða á loðnu.

Á fundi bæjarráðs Siglufjarðar þann 30. júní var eftirfarandi ályktun samþykkt og send fjölmiðlum og sjávarútvegsráðuneyti."Bæjarráð Siglufjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum og áhyggjum af stöðu mála varðandi loðnuveiði í sumar og leggur áherslu á að rannsóknir og veiðar verði ekki slegnar af strax heldur verði leitað allra leiða til þess að af loðnuveiði geti orðið á þessu sumri þar sem um gríðarlega mikla hagsmuni er að ræða fyrir þau sveitarfélög sem hlut eiga að máli og þar með landið allt. Leggur bæjarráð til að kannaðir verði möguleikar á að gefa út bráðabirgðakvóta á loðnu sem byggir á þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir.”
Lesa meira

Sameiningarmál - heimasíða.

Opnuð hefur heimasíða vegna sameiningarmála í Eyjafirði á slóðinni http://www.eyfirdingar.is/
Lesa meira

Mokafli á línuna útaf Siglufirði.

Eftirfarandi frétt er tekin af fréttasíðunni skip.is"Undanfarið hafa línubátar sem róið hafa frá Siglufirði verið að fá afla sem jafnvel elstu menn skáka ekki með tröllasögum. Á stóru svæði hefur veiðin verið slík að jafnvel verður að skilja eftir bala í sjó. Svo segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda en þar eru aflabrögðin kölluð stjörnumok. Aflinn hefur verið allt að 500 kíló á balann og fer ekki undir 200 kíló á svæðinu. Í gær landaði einn báturinn 8 tonnum af fiski en sá afli fékkst á 28 bölum, 400 króka, og fyrir stuttu lagði annar 10 bala með línu sem beittir voru fyrir grásleppuvertíð og var aflinn 4,8 tonn. Þá hefur einnig heyrst af 12 tonna afla á 24 bala.Dágott kropp á færinFærabátar eru einnig að fá góðan afla, en oftar er það þannig að góð línuveiði fer ekki saman við góða handfæraveiði.Þessi mikla veiði er að fást allt frá 20 föðmum niður á dýpið, 70 - 80 faðma. U.þ.b. 10% hefur reynst ýsa, en annars er aflinn fallegur þorskur, 3 - 4 kg. Venjan er sú á þessu svæði að ýsan hverfur um þetta leiti og snýr til baka í ágúst.Sjaldgæft „vandamál“Það er skondin hlið á þessum frábæru fréttum að einn trillukarl á staðnum á orðið lítið eftir af kvótanum en allnokkra beitta bala í frysti. Nú stendur hann frammi fyrir því „vandamáli“ hvað hann eigi að þora að taka marga bala á sjóinn, segir á heimasíðu LS."Frétt af www.skip.is
Lesa meira

Góður afli smábáta.

Undanfarnar vikur hefur afli smábáta verið afar góður og fjöldi báta hefur verið að landa hér undanfarið. Í maímánuði er aflinn að nálgast 400 tonn af smábátum og ljóst að hann fer vel yfir 400 tonn í mánuðinum þar sem allir bátar eru á sjó í dag.Hluti af þessum afla er unnin hér á Siglufirði en einnig fer stór hluti á markað, yfir 200 tonn hafa farið í gegnum Fiskmarkað Siglufjarðar í þessum mánuði.Útlit er fyrir að þessi góða veiði haldi áfram enda spáin góð og sífellt að bætast við fleiri bátar til löndunar.
Lesa meira

Sameiningarmál

Kosið verður um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í haust og er vinna vegna þessa vel farin af stað. Sveitarfélögin 9 sem í hlut eiga hafa öll tilnefnt fulltrúa í samstarfsnefnd um sameiningu og hafa verið stofnaðir starfshópar í kringum ákveðna málaflokka. Fulltrúar Siglufjarðarkaupstaðar eru Ólafur Kárason og Unnar M.Pétursson.Á næstunni verður opnuð heimasíða þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um vinnu samstarfsnefndarinnar og síðar verður málið svo kynnt rækilega í sveitarfélögunum. Slóð heimasíðunnar verður www.eyfirdingar.is
Lesa meira

ATVINNA - SUMARVINNA

Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða leiðbeinendur við Vinnuskólann í sumar. Umsækjendur munu starfa með ungu fólki við fjölbreytt verkefni s.s. við uppbyggingu og viðhald grænna svæða í sveitarfélaginu. Æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára.Hæfniskröfur: Reynsla og eða menntun í störfum tengdum ungu fólki, ánægja af útivist og garðyrkju. Létt lund, stundvísi og snyrtimennska. Skriflegri umsókn skal skilað á skrifstofu bæjarins fyrir 4. maí næstkomandi. Í umsókninni þarf að koma fram; Almennar upplýsingar, menntun, fyrri störf og annað sem umsækjandi telur viðeigandi. Leiðbeinendur munu vinna 10 til 12 vinnuvikur (júní, júlí-ágúst) en daglegur vinnutími er átta stundir. Upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar í síma 460-5600.
Lesa meira

Dapurt á grásleppunni á Siglufirði

Á fréttavefnum www.skip.is er að finna eftirfarandi frétt um grásleppuvertíðina á Siglufirði.Á Siglufirði er búið að verka grásleppuhrogn í 120 tunnur, en það er aðeins þriðjungur af því sem var á sama tíma í fyrra að sögn Hilmars Zophaniassonar, grásleppukarls á Siglufirði.,,Öll þau ár sem ég hef verið á grásleppu hef ég aldrei upplifað eins ástand og nú er. Þegar netin eru dregin er eins og maður sé að draga teppi og þegar það er komið á aðgerðarborðið blasir við drulluhaugur sem verður að vinna sig inn úr honum til að finna grásleppuna. Það er ekki nema von að hún láti ekki sjá sig í netunum þegar ástandið í sjónum er slíkt sem nú er. Sjórinn er kolsvartur. Kannski eru það hlýindin sem valda þessu og ef svo er væri full ástæða til að hefja grásleppuveiðar mánuði fyrr en nú var gert, eða um mánaðamótin febrúar – mars,” segir Hilmar í samtali við vef LS.Hilmar sagði grásleppuveiðimenn hafa trygga sölu á öllum sínum hrognum, það væri Domstein í Svíþjóð sem keypti af þeim. Hann sagðist undrandi á fréttaflutningi um lægra verð en 51 þúsund og sagðist heilshugar taka undir áskorun frá stjórn Fonts að veiðimenn afgreiði ekki tunnu frá sér undir því verði.Aðspurður um veiðina það sem eftir lifði vertíð, sagðist Hilmar vera svartsýnn á hana. Síðasti straumur skilaði lítilli veiði og ef sá næsti verður ekki betri má búast við að menn dragi upp.Frétt af skip.is.
Lesa meira

Reglur um tekjumörk elli – og örorkulífeyrisþega v lækkana fasteignagjalda árið

Reglur um tekjumörk elli – og örorkulífeyrisþega v lækkana fasteignagjalda árið 2005 eru eftirfarandi:A) Einstaklingar. Lækkun/niðurfelling. 1. Tekjur 2004 lægri en kr. 1.100.000,- 100% 2. Tekjur 2004 kr. 1.100.000,- til kr. 1.500.000,-. 40% 3. Tekjur 2004 hærri en kr. 1.500.000,- enginB) Sambýlisfólk. 1. Tekjur 2004 lægri en kr. 1.730.000,- 100% 2. Tekjur 2004 kr. 1.730.000,- til kr. 2.600.000,- 40% 3. Tekjur 2004 hærri en kr. 2.600.000,- enginAuk ofangreindrar lækkunar á fasteignaskatti verðu sömu aðilum veittur afsláttur af holræsagjaldi og vatnsskatti álögðum 2005 á sama hátt og gert var 2004 eða sem hér segir: Þeir sem falla undir A-1 og B-1 hér að ofan fái 70% afslátt. Þeir sem falla undir A-2 og B-2 hér að ofan fái 50% afslátt. Þeir sem falla undir A-3 og B-3 hér að ofan fái engan afslátt. Sé viðkomandi húsnæði notað til tekjuöflunar (t.d. leigt út) eða til annarra nota en til íbúðar fyrir hluteigandi elli – og örorkuþega verður ekki um lækkun eða niðurfellingu að ræða. Tekjuupplýsingar verða að liggja fyrir í síðasta lagi 1. ágúst 2005. Að öðrum kosti verður ekki um niðurfellingu eða lækkun á fasteignagjöldum að ræða.
Lesa meira

Páskadagskrá á Siglufirði.

Páskadagskráin á Siglufirði er fjölbreytt að vanda og skíðasvæðið verður að sjálfsögðu opið. Dagskráin er sem hér segir, nánar á tenglinum hér við hliðina, Skarðsdalur:Miðvikudagur 23. marsSkíðasvæðið opið frá kl. 13-17Sundhöll, opin frá 07-21Allinn Sportbar, diskóKaffi Torg, FílapenslarnirSkírdagur, 24. marsSkíðasvæðið opið frá kl. 13-17Sundhöll, opin frá 10-19Allinn Sportbar, opið til kl. 24.00Kaffi Torg, FílapenslarnirFöstudagurinn langi, 25. marsSkíðavæðið opið frá kl. 10-17Sundhöll, opin frá 10-19Allinn Sportbar, Víðir og Gotti skemmtaKaffi Torg, dansleikur með hljómsveitinni VonLaugardagur 26. marsSkíðasvæðið opið frá kl. 10-17Sundhöll, opin frá 10-19Týrólakvöld í Skarðinu k. 20.00Bátahúsið kl. 20.30 Stórtónleikar Karlakórs SiglufjarðarAllinn Sportbar, Frá óperu til Idol, dansleikur á eftir skemmtunPáskadagur, 27. marsSkíðasvæðið opið frá kl. 10-17Sundhöll, opin frá 10-19Páskaeggjamót Allinn Sportbar, dansleikurAnnar í páskum, 28. aprílSkíðasvæðið opið frá kl. 10-17Sundhöll, opin frá 10-14
Lesa meira

Stefna beri að framhaldsskóla á Siglufirði

Mögulegt er að framhaldsskóli taki til starfa á Siglufirði með tilkomu jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en þingmenn lýstu þeirri hugmynd sinni á fundi þar þegar Sturla Böðvarsson kynnti nýja framkvæmdaáætlun vegna ganganna. Fyrsti bekkur gæti tekið til starfa haustið 2006 og þegar göngunum verður lokið, í árslok 2009, yrði kominn þar framhaldsskóli sem næði til allra bekkjardeilda.Þingmennirnir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Birkir Jónsson, Siglfirðingur og þingmaður Framsóknarflokksins, lýstu þessum möguleika og sagði Halldór Blöndal að framhaldsskóli út með Eyjafirði væri gamalt baráttumál og hefði alltaf tengst þessari framkvæmd. Kvaðst hann hafa lýst því yfir á Alþingi að fyrsti bekkur framhaldsskóla tæki til starfa á Siglufirði haustið 2006 og stefna ætti að því að þegar göngin væru komin í gagnið yrði kominn þar framhaldsskóli sem tæki til allra bekkjardeilda.Birkir Jónsson sagði að hvergi annars staðar hér á landi væri yfir fjögur þúsund manna byggðarlag þar sem ekki væri hægt að stunda framhaldsmenntun. Sagði hann að stefna ætti óhikað að þessu marki um leið og göngin væru gerð, þetta myndi gjörbreyta ásýnd sveitarfélaganna við utanverðan EyjafjörðFrétt á mbl.is
Lesa meira