Fréttir & tilkynningar

Fjárhagsáætlun 2003

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 30. janúar sl. fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 og þriggja ára áætlun áranna 2004 - 2006.
Lesa meira

Þorramót Snerpu í Boccia fór fram um helgina.

Hið árlega Þorramót Snerpu í Boccia fór fram sl. laugardag í Íþróttahúsinu.
Lesa meira

Stefnt að opnun skíðasvæðis um helgina.

Stefnt er að fyrstu almennu opnuninni á nýju skíðalyftunni laugardaginn 8. febrúar. Því miður er snjóleysið að hrjá okkur á neðra svæðinu og þess vegna ekki hægt að opna neðstu lyftuna. Brugðið verður á það ráð að moka Skarðsveginn upp að T-lyftu og verður þá hægt að nota hana sem ferju upp úr og renna sér síðan út í Bungulyftu. Í Bungunni eru aðstæður ágætar og nægur snjór til skíðaiðkunar. Nánari upplýsingar um aðstæður og opnunartíma verða á símsvaranum: 878-3399
Lesa meira

Ný brú yfir Ólafsfjarðarós vegna jarðgangaframkvæmda

Ákveðið hefur verið að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir Ólafsfjarðarós nú í byrjun sumars. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar hafa fyrstu skrefin þegar verið tekin og útboð vegna niðurrekstrarstaura verður auglýst þann 10. febrúar. Er reiknað með að vinna við að koma þeim niður geti verið lokið 31. maí. Útboð á brúnni sjálfri er áætlað að auglýsa 10. mars og í byrjun apríl eiga niðurstöður þess að liggja fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki ósennilegt að framkvæmdir við brúnna geti hafist í lok maí eða um leið og fyrsta verkáfanganum er lokið.Því er ekki að neita að þetta eru mikilvægar og góðar fréttir fyrir Ólafsfirðinga og Siglfirðinga. Þessi brú er fyrsti áfangi að gerð ganganna sem allir hafa beðið eftir um langan tíma. Göngin og þá um leið nýja brúin opna óteljandi möguleika fyrir bæjarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu.Frétt af heimasíðu Ólafsfjarðarkaupstaðar
Lesa meira

Sandra Sigurðardóttir valinn íþróttamaður ársins 2002 á Siglufirði.

Í gær fór fram val á íþróttamanni ársins 2002 á Siglufirði. Athöfnin fór fram í bíósalnum og voru veitingar í boði Siglufjarðarkaupstaðar. Sandra Sigurðardóttir hlaut nafnbótina "Íþróttamaður ársins 2002 á Siglufirði" og er óhætt að segja að hún sé vel að titlinum komin. Sandra er einn af lykil leikmönnum í liði Þór/KA/KS í efstu deild kvenna og spilaði m.a. með tveimur landsliðum á síðasta ári, þ.e. landsliði U17 og U19 ára, og þótti standa með miklum ágætum. Auk þessa var hún valin besti markvörður í efstu deild í síðari umferð íslandsmótsins. Íþróttamenn einstakra greina voru jafnframt valdir og voru þeir eftirfarandi:Skíði:Stúlkur 13-16 ára - Salóme Rut KjartansdóttirDrengir 13-16 ára - Arnar Þór BjörnssonÍþróttir fatlaðra:Konur 17 ára og eldri - Hrafnhildur SverrisdóttirGolf:Drengir 13-16 ára - Jóhann Már SigurbjörnssonKarlar 17 ára og eldri - Ólafur Þór ÓlafssonBadminton:Drengir 13-16 ára - Arnar Þór BjörnssonKnattspyrna:Stúlkur 13 - 16 ára - Sandra SigurðardóttirDrengir 13 - 16 ára - Sigurbjörn HafþórssonKonur 17 ára og eldri - Ásdís Jóna SigurjónsdóttirKarlar 17 ára og eldri - Sasa Durasovic.
Lesa meira

Sandra Sigurðardóttir valinn íþróttamaður ársins 2002 á Siglufirði.

Í gær fór fram val á íþróttamanni ársins 2002 á Siglufirði. Athöfnin fór fram í bíósalnum og voru veitingar í boði Siglufjarðarkaupstaðar. Sandra Sigurðardóttir hlaut nafnbótina "Íþróttamaður ársins 2002 á Siglufirði" og er óhætt að segja að hún sé vel að titlinum komin. Sandra er einn af lykil leikmönnum í liði Þór/KA/KS í efstu deild kvenna og spilaði m.a. með tveimur landsliðum á síðasta ári, þ.e. landsliði U17 og U19 ára, og þótti standa með miklum ágætum. Auk þessa var hún valin besti markvörður í efstu deild í síðari umferð íslandsmótsins. Íþróttamenn einstakra greina voru jafnframt valdir og voru þeir eftirfarandi:Skíði:Stúlkur 13-16 ára - Salóme Rut KjartansdóttirDrengir 13-16 ára - Arnar Þór BjörnssonÍþróttir fatlaðra:Konur 17 ára og eldri - Hrafnhildur SverrisdóttirGolf:Drengir 13-16 ára - Jóhann Már SigurbjörnssonKarlar 17 ára og eldri - Ólafur Þór ÓlafssonBadminton:Drengir 13-16 ára - Arnar Þór BjörnssonKnattspyrna:Stúlkur 13 - 16 ára - Sandra SigurðardóttirDrengir 13 - 16 ára - Sigurbjörn HafþórssonKonur 17 ára og eldri - Ásdís Jóna SigurjónsdóttirKarlar 17 ára og eldri - Sasa Durasovic.
Lesa meira

Guðmundur segir upp

Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Siglufjarðarkaupstaðar, hefur óskað eftir því að vera leystur frá störfum af persónulegum ástæðum. Samkomulag hefur verið gert um starfslok hans og mun Guðmundur láta af störfum þann 1. febrúar. Þórir Hákonarson, skrifstofustjóri Siglufjarðarkaupstaðar, mun gegna starfi bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn, að því er kemur fram í tilkynningu frá bænum.
Lesa meira

Skíðasvæðið lokað um helgina

Því miður verður ekki hægt að opna skíðasvæðið eins og stefnt var að nú um helgina. Talsvert mikið vantar af snjó til hægt verði að opna neðstu lyftuna og t-lyftuna en við Bungulyftu er komið nægjanlega mikið snjómagn til þess að hægt er að láta hana ganga fyrir æfingahópa.Frekari upplýsingar um ástandið á skíðasvæðinu má fá í síma 878-3399.
Lesa meira

Skíðasvæðið lokað um helgina

Því miður verður ekki hægt að opna skíðasvæðið eins og stefnt var að nú um helgina. Talsvert mikið vantar af snjó til hægt verði að opna neðstu lyftuna og t-lyftuna en við Bungulyftu er komið nægjanlega mikið snjómagn til þess að hægt er að láta hana ganga fyrir æfingahópa.Frekari upplýsingar um ástandið á skíðasvæðinu má fá í síma 878-3399.
Lesa meira

Val á íþróttamanni ársins 2002

Tilkynnt verður um val á íþróttamanni ársins 2002 sunnudaginn 2. febrúar n.k. kl. 17.00 í Bíósalnum en jafnframt er tilkynnt um val á íþróttamanni ársins í hverri íþróttagrein. Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur valið íþróttamann ársins mörg undanfarin ár og staðið fyrir athöfn af því tilefni þar sem veitingar hafa verið í boði Siglufjarðarkaupstaðar.Eftirfarandi einstaklingar hafa hlotið viðurkenningu sem íþróttamenn ársins frá árinu 1979:1979 Egill Rögnvaldsson1980 Mundína Bjarnadóttir1981 Magnús Eiríksson1982 Guðrún Ólöf Pálsdóttir1983 Guðrún Ólöf Pálsdóttir1984 Ólafur Helgi Valsson1985 Baldur Benonýsson1986 Sölvi Sölvason1987 Ester Ingólfsdóttir1988 Ólafur Þórir Hall1989 Björn Þórðarson1990 Ástþór Sigurðsson1991 Bjarni Jóhannesson1992 Bjarni Jóhannesson1993 Hafliði Hörður Hafliðason1994 Jóhann G. Möller1995 Grétar Sveinsson1996 Helgi Steinar Andrésson1997 Jón Garðar Steingrímsson1998 Jóhann G. Möller1999 Ingvar Steinarsson2000 Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir2001 Benedikt ÞorsteinssonAllir eru að sjálfsögðu velkomnir á þessa athöfn og er íþróttaáhugafólk hvatt til þess að mæta.
Lesa meira