Fréttir & tilkynningar

Nýtt á vefnum - tillaga að aðalskipulagi

Búið er að opna svæði á heimasíðunni þar sem kynntar eru tillögur að aðalskipulagi Siglufjarðar. Hér til vinstri er möguleiki á því að skoða þessar tillögur auk þess sem opnað er umræðusvæði þar sem fólki gefst kostur á að leggja fram fyrirspurnir vegna skipulagsins eða einfaldlega lýsa skoðun á þessum tillögum. Er vonast til að þessi nýbreytni eigi eftir að opna umræðuna um skipulagsmál.
Lesa meira

Ríkið styrkir byggingu bátahúss.

Miðvikudaginn 26. mars var undirritaður samningur milli Menntamálaráðuneytisins og Síldarminjasafnsins um 35 millj. kr. styrk ríkisins til byggingar stórrar bátaskemmu. Menntmálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, undirritaði samninginn ásamt Örlygi Kristfinnssyni safnstjóra við hátíðlega athöfn í Róaldsbrakka. Viðstaddir voru forseti Alþingis, fulltrúar Mentamálaráðuneytis, nokkrir alþingismenn, forráðamenn safnsins, bæjarfulltrúar og fréttamenn. Með þessum samningi er það tryggt að ráðist verði í byggingu bátahússins á þessu ári. Undirbúningur útboðs er hafinn og vænta má að verksamningur verði undirritaður í apríl. Verkið gæti síðan hafist í maí og húsinu lokað í október-nóvember.- Sjá nánar frétt á http://www.siglo.is/herring
Lesa meira

Síldarminjasafnið tilnefnt til Evrópsku safnverðlaunanna.

Á fundi Safnaráðs 2. mars var ákveðið að tilnefna Síldarminjasafnið til Evrópsku safnverðlaunanna 2004. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskt safn keppir til þessara virtu verðlauna. Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra kunngerði þessa ákvörðun safnaráðs við athöfn í Síldarminjasfninu 26. maí Það er Europian Museums Forum – samstarfsvettvangur evrópska safna – sem hefur í 26 ár staðið að þessum verðlaunum og er tilgangur þeirra að viðurkenna og hvetja þau söfn sem sýnt hafa frábært þróunarstarf í evrópsku safnaumhverfi. Mörg af glæsilegustu söfnum Evrópu hafa hlotið þessi verðlaun.Að baki þessari tilnefningu býr væntanlega það álit að á Síldarminjasafninu fari fram sérstætt og vandað starf – en réttur til þátttöku í þessari keppni byggist þó á því að um nýjung eða verulega nýbreytni sé að ræða á viðkomandi safni. Þar er nýja sýningin í Gránu lykilatriði. Þar er á lokastigi uppsetning gömlu síldarverksmiðjunnar. Tilnefning Síldarminjasafnsins til Evrópsku safnverðlaunanna er safninu afar mikill heiður og ætti að vera öllum bæjarbúum gleðiefni að safnið sé á vissan hátt komið í Evrópukeppni úrvalsliða.
Lesa meira