Fréttir & tilkynningar

Leikskólagjöld lág á Siglufirði í samanburði við önnur sveitarfélög.

Skv. samanburði sem gerður var á leikskólagjöldum hjá 34 sveitarfélögum kemur leikskóli Siglufjarðar mjög vel út. Ef miðað er við sveitarfélög á Norðurlandi eru leikskólagjöld á Siglufirði 13,6% lægri að jafnaði heldur í viðmiðunarsveitarfélögum og ef landið allt er tekið eru gjöldin um 10,4% lægri. Sem dæmi má nefna að 8 tíma dagdvöl á mánuði kostar foreldra á Siglufirði kr. 16.423,- fyrir eitt barn en hæsta gjald yfir landið er kr. 22.513,-. Upplýsingar um leikskólagjöld eru fengin úr Árbók Sveitarfélaga. Allmörg sveitarfélög hafa þegar tilkynnt um hækkanir á gjaldskrá en engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingar á gjaldskrá Leikskála.
Lesa meira

Leikskólagjöld lág á Siglufirði í samanburði við önnur sveitarfélög.

Skv. samanburði sem gerður var á leikskólagjöldum hjá 34 sveitarfélögum kemur leikskóli Siglufjarðar mjög vel út. Ef miðað er við sveitarfélög á Norðurlandi eru leikskólagjöld á Siglufirði 13,6% lægri að jafnaði heldur í viðmiðunarsveitarfélögum og ef landið allt er tekið eru gjöldin um 10,4% lægri. Sem dæmi má nefna að 8 tíma dagdvöl á mánuði kostar foreldra á Siglufirði kr. 16.423,- fyrir eitt barn en hæsta gjald yfir landið er kr. 22.513,-. Upplýsingar um leikskólagjöld eru fengin úr Árbók Sveitarfélaga. Allmörg sveitarfélög hafa þegar tilkynnt um hækkanir á gjaldskrá en engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingar á gjaldskrá Leikskála.
Lesa meira

Jarðgöng á Austurlandi og Norðurlandi boðin út í tvennu lagi

Jarðgöng á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, annars vegar, og á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar, hins vegar, verða ekki boðin út samtímis eins og til stóð. Útboðsgögn vegna Fáskrúðsfjarðarganga verða send til valdra verktaka í næstu viku en Tröllaskagagöng verða boðin út í febrúar.Fréttastofa Útvarps hafði eftir Sigríði Ingvarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins en hún á sæti í samgöngunefnd Alþingis, að Vegagerðin þurfi að afla frekari gagna um snjóflóð í Héðinsfirði áður en hægt verður að bjóða Tröllaskagajarðgöngin út. Gert er ráð fyrir að vinna við jarðgöng á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar hefjist í apríllok árið 2003 og áætlað að gangagröfturinn taki eitt og hálft ár. Heildarkostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna og göngin eiga að vera tilbúin til notkunar á seinni hluta ársins 2005. Gerð Tröllaskagajarðganga á að hefjast 2004 og göngin eiga að verða tilbúin 2008. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við þau verði um 6,8 milljarðar króna. Frétt á local.is
Lesa meira

Viðurkenningar fyrir jólaskreytingar.

Til að stuðla að því að bærinn verði fallegar skreyttur jólaljósum hefur Tækni - og umhverfisnefnd Siglufjarðar undanfarin ár veitt viðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga fyrir jólaskreytingar sem setja svip á bæinn.Fyrirtæki og einstaklingar eru hvött að setja upp jólaskreytingar á hús sín tímanlega fyrir jól og stytta svartasta skammdegið. Síðustu daga fyrir jól verða valin þau fyrirtæki og hús sem skarta fallegum og skemmtilegum jólaskreytingum og veitt viðurkenning.Setjum svip á bæinn með fallegum jólaskreytingum.
Lesa meira

Yfirlýsing bæjaryfirvalda á Siglufirði vegna jarðgangagerðar.

Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:Samgönguráðuneytið hefur kynnt ákvörðun um útboð vegna jarðgangagerðar á austur og norðurlandi í vetur og framkvæmdaáætlun verkanna. Bæjaryfirvöld á Siglufirði fagna því heilshugar að nú liggi fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnar og ráðuneytis um útboð jarðganga um Héðinsfjörð milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í febrúar 2003 og í framhaldi af því framkvæmdir við verkið. Er mikilsvert að með þeirri tilhögun sem ákveðin hefur verið helst sú hagkvæmni af samlegðaráhrifum beggja verkefnanna sem gert var ráð fyrir með sameiginlegu útboði. Það hlýtur ávallt að vera fagnaðarefni þegar skynsamlegar ákvarðanir eru teknar í samgöngumálum þjóðarinnar en áætluð þjóðhagsleg arðsemi af byggingu jarðganga um Héðinsfjörð er um 14,5% samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar um umhverfismat framkvæmda. Siglufirði 12. desember 2002Guðmundur Guðlaugssonbæjarstjóri
Lesa meira

Jarðgöng á Austurlandi og Norðurlandi boðin út í tvennu lagi

Jarðgöng á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, annars vegar, og á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar, hins vegar, verða ekki boðin út samtímis eins og til stóð. Útboðsgögn vegna Fáskrúðsfjarðarganga verða send til valdra verktaka í næstu viku en Tröllaskagagöng verða boðin út í febrúar.Fréttastofa Útvarps hafði eftir Sigríði Ingvarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins en hún á sæti í samgöngunefnd Alþingis, að Vegagerðin þurfi að afla frekari gagna um snjóflóð í Héðinsfirði áður en hægt verður að bjóða Tröllaskagajarðgöngin út. Gert er ráð fyrir að vinna við jarðgöng á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar hefjist í apríllok árið 2003 og áætlað að gangagröfturinn taki eitt og hálft ár. Heildarkostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna og göngin eiga að vera tilbúin til notkunar á seinni hluta ársins 2005. Gerð Tröllaskagajarðganga á að hefjast 2004 og göngin eiga að verða tilbúin 2008. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við þau verði um 6,8 milljarðar króna. Frétt á local.is
Lesa meira

Viðurkenningar fyrir jólaskreytingar.

Til að stuðla að því að bærinn verði fallegar skreyttur jólaljósum hefur Tækni - og umhverfisnefnd Siglufjarðar undanfarin ár veitt viðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga fyrir jólaskreytingar sem setja svip á bæinn.Fyrirtæki og einstaklingar eru hvött að setja upp jólaskreytingar á hús sín tímanlega fyrir jól og stytta svartasta skammdegið. Síðustu daga fyrir jól verða valin þau fyrirtæki og hús sem skarta fallegum og skemmtilegum jólaskreytingum og veitt viðurkenning.Setjum svip á bæinn með fallegum jólaskreytingum.
Lesa meira

Yfirlýsing bæjaryfirvalda á Siglufirði vegna jarðgangagerðar.

Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:Samgönguráðuneytið hefur kynnt ákvörðun um útboð vegna jarðgangagerðar á austur og norðurlandi í vetur og framkvæmdaáætlun verkanna. Bæjaryfirvöld á Siglufirði fagna því heilshugar að nú liggi fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnar og ráðuneytis um útboð jarðganga um Héðinsfjörð milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í febrúar 2003 og í framhaldi af því framkvæmdir við verkið. Er mikilsvert að með þeirri tilhögun sem ákveðin hefur verið helst sú hagkvæmni af samlegðaráhrifum beggja verkefnanna sem gert var ráð fyrir með sameiginlegu útboði. Það hlýtur ávallt að vera fagnaðarefni þegar skynsamlegar ákvarðanir eru teknar í samgöngumálum þjóðarinnar en áætluð þjóðhagsleg arðsemi af byggingu jarðganga um Héðinsfjörð er um 14,5% samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar um umhverfismat framkvæmda. Siglufirði 12. desember 2002Guðmundur Guðlaugssonbæjarstjóri
Lesa meira

Polar Siglir kominn til hafnar á Siglufirði.

Íslensk-grænlenska verksmiðjuskipið Polar Siglir GR-650 kom í morgun til Siglufjarðar með um 200 tonn af fiski og 300 tonn af mjöli en veiðiferðin hafði staðið í rúman mánuð. Eins og í fyrra verður skipinu nú lagt við bryggju á Siglufirði og verða landfestar ekki leystar fyrr en í byrjun mars á næsta ári.Polar Siglir er skráð í Nuuk á Grænlandi, og er í eigu Grænlendinga og Íslendinga, en um 40 manns eru í áhöfn. Skipið stundar úthafsveiðar og er uppistaða aflans karfi og grálúða.Frétt á local.is
Lesa meira

Polar Siglir kominn til hafnar á Siglufirði.

Íslensk-grænlenska verksmiðjuskipið Polar Siglir GR-650 kom í morgun til Siglufjarðar með um 200 tonn af fiski og 300 tonn af mjöli en veiðiferðin hafði staðið í rúman mánuð. Eins og í fyrra verður skipinu nú lagt við bryggju á Siglufirði og verða landfestar ekki leystar fyrr en í byrjun mars á næsta ári.Polar Siglir er skráð í Nuuk á Grænlandi, og er í eigu Grænlendinga og Íslendinga, en um 40 manns eru í áhöfn. Skipið stundar úthafsveiðar og er uppistaða aflans karfi og grálúða.Frétt á local.is
Lesa meira