Fréttir & tilkynningar

Nýtt á Ljósmyndasafni Steingríms á netinu

Vísir að Húsasögu Siglufjarðar hefur verið settur upp á ljósmyndasafni Steingríms á netinu, á slóðinni www.ljosmyndasafn.com/Husasaga.htm Þar gefst fólki kostur á að setja inn sögu hússins sem það býr í, eða sögu húss sem það þekkir. Vonast er til að í framtíðinni gæti þarna myndast góðar söguheimildir um hús á Siglufirði.
Lesa meira

Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar

Siglfirðingurinn Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi en atkvæði voru talin nú um helgina. Kristján hlaut 746 atkvæði í fyrsta sæti en Einar Már Sigurðarson var í öðru sæti. Niðurstaðan er bindandi í tvö efstu sæti en uppstillingarnefnd mun stilla upp í önnur sæti. Af öðrum prófkjörum er helst að segja að einn af þingmönnum okkar til fjölda ára, Vilhjálmur Egilsson, lenti í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi. Eru það mikil vonbrigði fyrir Vilhjálm sem stefndi að 1. sæti í prófkjörinu. Uppstillingar á öðrum listum í norðausturkjördæmi ráðast fljótlega og eru a.m.k. tveir Siglfirðingar þar í baráttu, Sigríður Ingvarsdóttir hjá Sjálfstæðisflokki og Birkir Jónsson hjá Framsóknarflokki.
Lesa meira