Fréttir & tilkynningar

Jólaspjall frá Leikskálum.

Nú nálgast jólin og allt sem þeim fylgir. Meðal þeirra spurninga sem vakna er hvenær á að setja skóinn út í glugga. Hér á Leikskálum höfum við sannfrétt að Sveinki, sá hinn fyrsti, komi aðfaranótt 12. desember og því fari skórinn út í glugga að kvöldi 11. desember. Við höfum ákveðið að leggja litla rækt við skipulagt jólaföndur. Það verður bara gert ef löngun og tími gefst til. Það að lenda í kapphlaupi við dagatalið um að klára jólaföndur er í okkar huga ekki til þess fallið að stytta jólamánuðinn fyrir börnin - nóg er nú stressið samt. Við leggjum áherslu á jólasöng og jólasögur við kertaljós, minnug þess að jólin eru hátíð ljóss og friðar. Að skapa stemmningu til að njóta - með áherslu á gleði og ánægju barnanna.Fastir liðir í leikskólanum til að skapa þessa jólastemmningu eru m.a:· piparkökubakstur síðustu viku í nóvember· skreytingadagur laugardaginn 30 nóvember þar sem að foreldrar, börn og starfsfólk skreyta piparkökur· jólaball 13. desember dansað og sungið kringum jólatré, jólasveinninn kemur í heimsókn og foreldrar eru velkomnir. Foreldrar athugið að tengsl eru á milli krakkasjóðs og jólasveins.· kirkjuferð fyrstu vikuna í desember þar sem spjallað er um jólin og sungið saman · kakóferð í síðustu viku fyrir jól, dansað og sungið kringum jólatréð á torginu, fá sér síðan kakó og smákökur í bænum.· elstu börn leikskólans syngja jólalög við ýmsar athafnirForeldrar athugið að leikskólinn er lokaður milli jóla og nýárs.Lokað er dagana 27. og 30.desember.StarfsmannabreytingarHulda Katrín á Selskál er hætt störfum hjá okkur og Stína á Skollaskál er að hætta í desember. Við þökkum þeim báðum fyrir samstarfið og óskum þeim velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.Nýir starfskraftarKatrín Freysdóttir er komin til starfa á Selskál í 100% starf.Líney hóf störf á Skollaskál eftir hádegi 1. nóv og kemur í stað Soffíu sem þarf að minnka við sig vinnu vegna veikinda. Við bjóðum þær velkomnar í hópinn.Nemi úr K.ÍRósa Marý Þorsteinsdóttir nemi í leikskólaskor verður hér í vettvangsnámi frá 3. des til 23. jan 2003.Með kveðju Leikskólastjóri
Lesa meira

Jólaspjall frá Leikskálum.

Nú nálgast jólin og allt sem þeim fylgir. Meðal þeirra spurninga sem vakna er hvenær á að setja skóinn út í glugga. Hér á Leikskálum höfum við sannfrétt að Sveinki, sá hinn fyrsti, komi aðfaranótt 12. desember og því fari skórinn út í glugga að kvöldi 11. desember. Við höfum ákveðið að leggja litla rækt við skipulagt jólaföndur. Það verður bara gert ef löngun og tími gefst til. Það að lenda í kapphlaupi við dagatalið um að klára jólaföndur er í okkar huga ekki til þess fallið að stytta jólamánuðinn fyrir börnin - nóg er nú stressið samt. Við leggjum áherslu á jólasöng og jólasögur við kertaljós, minnug þess að jólin eru hátíð ljóss og friðar. Að skapa stemmningu til að njóta - með áherslu á gleði og ánægju barnanna.Fastir liðir í leikskólanum til að skapa þessa jólastemmningu eru m.a:· piparkökubakstur síðustu viku í nóvember· skreytingadagur laugardaginn 30 nóvember þar sem að foreldrar, börn og starfsfólk skreyta piparkökur· jólaball 13. desember dansað og sungið kringum jólatré, jólasveinninn kemur í heimsókn og foreldrar eru velkomnir. Foreldrar athugið að tengsl eru á milli krakkasjóðs og jólasveins.· kirkjuferð fyrstu vikuna í desember þar sem spjallað er um jólin og sungið saman · kakóferð í síðustu viku fyrir jól, dansað og sungið kringum jólatréð á torginu, fá sér síðan kakó og smákökur í bænum.· elstu börn leikskólans syngja jólalög við ýmsar athafnirForeldrar athugið að leikskólinn er lokaður milli jóla og nýárs.Lokað er dagana 27. og 30.desember.StarfsmannabreytingarHulda Katrín á Selskál er hætt störfum hjá okkur og Stína á Skollaskál er að hætta í desember. Við þökkum þeim báðum fyrir samstarfið og óskum þeim velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.Nýir starfskraftarKatrín Freysdóttir er komin til starfa á Selskál í 100% starf.Líney hóf störf á Skollaskál eftir hádegi 1. nóv og kemur í stað Soffíu sem þarf að minnka við sig vinnu vegna veikinda. Við bjóðum þær velkomnar í hópinn.Nemi úr K.ÍRósa Marý Þorsteinsdóttir nemi í leikskólaskor verður hér í vettvangsnámi frá 3. des til 23. jan 2003.Með kveðju Leikskólastjóri
Lesa meira

Fréttir af skólastarfinu

Skólastarf hér fór sæmilega af stað í haust þrátt fyrir erfiðleika í Tónlistarskólanum þar sem Antonía er í ársleyfi og Sandy veiktist á leið til landsins. Nýr kennari var ráðinn í stað Antoníu en það er Renata Ilona Ivan og er hún boðin velkomin til starfa. Þrátt fyrir allmargar auglýsingar og eftirgrennslanir tókst ekki að fá neinn í staðinn fyrir Sandy en nú hafa þær fréttir borist að hann sé á góðum batavegi og komi til starfa eftir áramót. Sjá nánar í pistli Tónlistarskólans.Sem betur fer náðust í haust samningar við þá sérfræðinga sem hafa unnið fyrir siglfirska skóla á undanförnum árum og er það mikið fagnaðarefni. Þau Eyrún talmeinafræðingur, Ingþór sálfræðingur og Þóra Björk kennsluráðgjafi eru mjög fær á sínum sviðum og hafa unnið hér mikið og gott starf. Þeim foreldrum sem vilja njóta þjónustu þeirra er bent á að hafa samband við viðkomandi skólastjóra eða við skólafulltrúa. P.G.Upphaf skólaársSkólastarfið fór vel af stað nú í haust. Framkvæmdir sumarsins í skólahúsinu við Norðurgötu gerðu það að verkum að glæsilegum skólastofum fjölgaði. Þær breytingar voru gerðar á skipulagi að nemendur 7. bekkjar fluttust í skólahúsið við Hlíðarveg. Jafnframt var frímínútnaaðstaða nemenda í efra húsi bætt með því að koma fyrir borðtennisborðum, billjardborði, spilum, píluspjaldi og fótboltaspili í sal hússins. Nemendur hafa tekið þeirri nýjung afar vel. Sjálfsmat skóla. Skólum á Íslandi er gert að stunda sjálfsmat skv. lögum. Nú í haust er hafist handa við sjálfsmat með aðstoð sjálfsmatstækis sem nefnist Skólarýnir. Benedikt Sigurðarson er höfundur þess og aðstoðar við skipulagningu þessa í skólanum. Nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans þurfa að svara spurningalistum með reglulegu millibili í þeim tilgangi að safna upplýsingum um skólastarfið. ÚtivistardagurNemendur yngsta stigs héldu með rútu inn í Engidal í jurta- og berjaleit. Í leiðinni kynntust þeir sögum tengdum svæðinu. Nemendur miðstigs hjóluðu fram á flugvöll og gengu þaðan inn í Skútudal. Þar tóku starfsmenn hitaveitunnar á móti nemendum og sögðu þeim frá hitaveitunni og sýndu þeim borholurnar. Að því loknu buðu þeir nemendum upp á heitt kakó og kex. Nemendur efsta stigs gengu upp Stóra-Bola og upp á Hafnarfjall. Þar nutu nemendur einstakrar veðurblíðu og útsýnis og eftir dágóða gönguferð á fjöllum var komið niður í Skarðsdal. ÍþróttadagurÞegar sá atburðadagur rann upp samkvæmt skóladagatali var búið að vera vætusamt svo honum var frestað. Stigin þrjú tóku hvert sinn daginn undir íþróttir og þá var einnig misjafnt hvað nemendur tóku sér fyrir hendur. Nemendur yngsta stigs iðkuðu hinar ýmsu íþróttir á Skólabalanum þriðjudaginn 1. október: jóga, skák, bandí, dans, boccia og keilu ásamt því að fara í ratleik. Miðstig stóð fyrir stöðvavinnu, einnig á Skólabalanum, miðviku-daginn 2. október þar sem nemendur fóru í fótbolta, körfubolta, húll og sipp, þrautabraut og þrautakóng. Íþróttadagur á efsta stigi var haldinn mánudaginn 7. október. Nemendur máttu velja hvort þeir færu í gönguferð yfir í Héðinsfjörð eða væru heima við iðkun útiíþrótta. Tónlist fyrir alla.Miðvikudaginn 2. október fengu nemendur okkar góða gesti í heimsókn. Það voru tveir tónlistarmenn sem komu í þeim tilgangi að kynna nemendum danstónlist frá örófi alda til okkar daga frá hinum ýmsu heimshornum. Tónlistarmennirnir sem heimsóttu okkur voru Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Heimsókn þessi var liður í samstarfs-verkefni ríkis og sveitarfélaga sem ber yfirskriftina „Tónlist fyrir alla”.Tilgangur þessa verkefnis „Tónlistar fyrir alla” er að kynna íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar sem þau læri að meta í skólum sínum í lifandi flutningi fremstu lista-manna. Tónlist á erindi við börn, því eins og aðrar listir, örvar hún, bætir og gleður.Menningardagur.Menningardagur var áætlaður samkvæmt skóladagatali 24. október. Ákveðið hafði verið að fá leikhópa í heimsókn með leikverk við hæfi nemenda. Ekki reyndist unnt að fá leikverk þennan ákveðna dag en þess í stað kom Stopleikhúsið í heimsókn 30. október til nemenda á unglingastigi og sýndi þeim forvarnar-leikritið Í gegnum eldinn. Höfundur er Valgeir Skagfjörð og byggir hann verkið á sannsögulegum atburðum. Það sagði sögu tveggja ungmenna og hvað neysla áfengis og vímuefna hafði hörmulegar afleiðingar í för með sér.Óhætt er að segja að sýningin hafi verið mjög vel heppnuð, áhrifamikið leikrit sem svo sannarlega hefði einnig átt erindi til foreldra. Föstudaginn 1. nóvember kom Sjónleikhúsið með leikritið Bangsaleikur fyrir yngri nemendur. Leikritið fjallar um vináttuna og höfundur þess er Illugi Jökulsson.Snyrtipinnar skólans.Í september og fram í miðjan október var skemmtileg keppni í efra skólahúsi. Keppnin fólst í því að velja þann bekk sem átti snyrtilegustu stofuna. Sigurvegarar í þessari fyrstu snyrtipinna-keppni vetrarins voru 8. bekkingar og fengu þeir að launum bekkjarkvöld í tómstundasalnum og „kók og prins” í boði húsvarðar skólans. Nýtum tölvur til samskiptum.Það færist í vöxt að kennarar komi boðum til foreldra með tölvupósti. Því vilja umsjónarkennarar á unglingastigi biðja foreldra um að senda sér tölvupóst til að þeir fái þannig netföng þeirra. Athugið að netfangalisti fyrir 7. bekk er þegar til.Umsjónarkennarar eru: 8. xy Guðný Páls: gupal@sigloskoli.is 9. xy Kjartan Heiðberg: kjh@sigloskoli.is10. xy Guðný Erla Fanndal: fanndal@sigloskoli.is FræðslaStarfsfólk Leikskólans er með eindæmum jákvætt þessa dagana eftir mjög svo líflegt og jákvætt námskeið 5. nóvember með Margréti Pálu Ólafsdóttur um jákvæðni í starfi og daglegum samskiptum. Það sem stóð uppúr hennar fyrirlestri er að við berum sjálf ábyrgð á líðan okkar. Að starfa í anda jákvæðrar mannræktar þar sem neikvæðni er hafnað, byggir á þeirri grunnhugsun að ekkert er í eðli sínu „svona” eða „hinsegin”. Við getum alltaf valið sjálf um afstöðu okkar og viðhorf !Margrét Pála var einnig með fyrirlestur á sameiginlegum foreldrafundi Leikskála og Grunnskólans í safnaðarheimilinu. Það var frábær fyrirlestur um aga og hegðunarkennslu. Ég held ég geti sagt að allir sem komu hafi bæði haft gagn og gaman af enda kom Margrét Pála með gagnlegar ábendingar og ekki skemmdi hvað hún hefur skemmtilega frásagnargáfu. Starfsfólk Leikskólans mætti vel en hins vegar var sorglegt að sjá hve mæting foreldra var dræm. Ein góð ábending til okkar foreldra hljóðaði svona:„Við erum alltaf að kenna reglu eða ó-reglu. Okkar er valið, hvort við kennum það að fylgja reglu (eða ó-reglu) lærist einfaldlega með æfingunni”. Fastir gestirSigurður Ægisson prestur hefur verið að koma til okkar í söngstund á föstudögum fyrir og eftir hádegi einu sinni í mánuði. Hann mætir með gítarinn sinn og syngur með okkur við mikinn fögnuð allra. Samstaf við heilsugæsluna er að aukast og er bólusetning þessa dagana í Leikskólanum m.a. einn liður í því samstarfi.Næstkomandi mánudag er skipulagsdagur í Leikskólanum. Þá er skólinn lokaður. Starfsfólk mun hins vegar halda áfram að vinna að skólanámskránni. Lögð er áhersla á að allt starfsfólk vinni að gerð hennar því skólanámskránni er ætlað að gefa mynd af því starfi sem unnið er í skólanum. Í þessari samvinnu fer fram umræðan um „hvers vegna” þessi, en ekki einhver önnur leið skuli farin. Samkvæmt lögum ber hverjum skóla að gefa út skólanámskrá. Fyrsta útgáfa okkur mun væntanlega koma út með vorinu. Kennaramál o. fl.Um 130 nemendur eru skráðir í skólann þetta skólaár og hófst kennsla í forskóladeild óvenju snemma, eða 21. ágúst. Átta nemendur úr 9. og 10. bekk Grunnskólans völdu tónlist sem valgrein og stunda þeir allir nám í gítarleik auk þess sem þeir sækja tíma í tónfræði. Ekki hafa þó allir nemendur skólans getað hafið nám, því aðeins tveir af fjórum kennurum hófu kennslu í haust, en eins og margir eflaust vita, þá veiktist Keith R. Miles (Sandy) alvarlega á leiðinni til landsins frá Frakklandi og Antonía er í ársleyfi frá skólanum. Hlutirnir eru þó smám saman að færast í eðlilegt horf, því Sandy er óðum að hressast og er hann væntanlegur til okkar um áramótin, og annar kennari hefur nú verið ráðinn í stað Antoníu. Það er Renata Ivan, en hún kemur einnig frá heimalandi Antoníu, Ungverjalandi, og eru kennslugreinar hennar píanó og söngur, auk þess sem hún starfar við forskólakennsluna.Barna- og unglingakórNú í haust var stofnaður barna- og unglingakór við skólann og gefst grunnskólanemendum frá 4. – 10. bekk kostur á að taka þátt í þessu kórstarfi. Æfingar eru hafnar í kirkjunni á miðvikudögum kl. 17.00 og eru nú þegar rúmlega 30 börn í 4.- 9. bekk byrjuð að syngja saman. Stjórnandi kórsins er Renata Ivan.
Lesa meira

Fréttir af skólastarfinu

Skólastarf hér fór sæmilega af stað í haust þrátt fyrir erfiðleika í Tónlistarskólanum þar sem Antonía er í ársleyfi og Sandy veiktist á leið til landsins. Nýr kennari var ráðinn í stað Antoníu en það er Renata Ilona Ivan og er hún boðin velkomin til starfa. Þrátt fyrir allmargar auglýsingar og eftirgrennslanir tókst ekki að fá neinn í staðinn fyrir Sandy en nú hafa þær fréttir borist að hann sé á góðum batavegi og komi til starfa eftir áramót. Sjá nánar í pistli Tónlistarskólans.Sem betur fer náðust í haust samningar við þá sérfræðinga sem hafa unnið fyrir siglfirska skóla á undanförnum árum og er það mikið fagnaðarefni. Þau Eyrún talmeinafræðingur, Ingþór sálfræðingur og Þóra Björk kennsluráðgjafi eru mjög fær á sínum sviðum og hafa unnið hér mikið og gott starf. Þeim foreldrum sem vilja njóta þjónustu þeirra er bent á að hafa samband við viðkomandi skólastjóra eða við skólafulltrúa. P.G.Upphaf skólaársSkólastarfið fór vel af stað nú í haust. Framkvæmdir sumarsins í skólahúsinu við Norðurgötu gerðu það að verkum að glæsilegum skólastofum fjölgaði. Þær breytingar voru gerðar á skipulagi að nemendur 7. bekkjar fluttust í skólahúsið við Hlíðarveg. Jafnframt var frímínútnaaðstaða nemenda í efra húsi bætt með því að koma fyrir borðtennisborðum, billjardborði, spilum, píluspjaldi og fótboltaspili í sal hússins. Nemendur hafa tekið þeirri nýjung afar vel. Sjálfsmat skóla. Skólum á Íslandi er gert að stunda sjálfsmat skv. lögum. Nú í haust er hafist handa við sjálfsmat með aðstoð sjálfsmatstækis sem nefnist Skólarýnir. Benedikt Sigurðarson er höfundur þess og aðstoðar við skipulagningu þessa í skólanum. Nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans þurfa að svara spurningalistum með reglulegu millibili í þeim tilgangi að safna upplýsingum um skólastarfið. ÚtivistardagurNemendur yngsta stigs héldu með rútu inn í Engidal í jurta- og berjaleit. Í leiðinni kynntust þeir sögum tengdum svæðinu. Nemendur miðstigs hjóluðu fram á flugvöll og gengu þaðan inn í Skútudal. Þar tóku starfsmenn hitaveitunnar á móti nemendum og sögðu þeim frá hitaveitunni og sýndu þeim borholurnar. Að því loknu buðu þeir nemendum upp á heitt kakó og kex. Nemendur efsta stigs gengu upp Stóra-Bola og upp á Hafnarfjall. Þar nutu nemendur einstakrar veðurblíðu og útsýnis og eftir dágóða gönguferð á fjöllum var komið niður í Skarðsdal. ÍþróttadagurÞegar sá atburðadagur rann upp samkvæmt skóladagatali var búið að vera vætusamt svo honum var frestað. Stigin þrjú tóku hvert sinn daginn undir íþróttir og þá var einnig misjafnt hvað nemendur tóku sér fyrir hendur. Nemendur yngsta stigs iðkuðu hinar ýmsu íþróttir á Skólabalanum þriðjudaginn 1. október: jóga, skák, bandí, dans, boccia og keilu ásamt því að fara í ratleik. Miðstig stóð fyrir stöðvavinnu, einnig á Skólabalanum, miðviku-daginn 2. október þar sem nemendur fóru í fótbolta, körfubolta, húll og sipp, þrautabraut og þrautakóng. Íþróttadagur á efsta stigi var haldinn mánudaginn 7. október. Nemendur máttu velja hvort þeir færu í gönguferð yfir í Héðinsfjörð eða væru heima við iðkun útiíþrótta. Tónlist fyrir alla.Miðvikudaginn 2. október fengu nemendur okkar góða gesti í heimsókn. Það voru tveir tónlistarmenn sem komu í þeim tilgangi að kynna nemendum danstónlist frá örófi alda til okkar daga frá hinum ýmsu heimshornum. Tónlistarmennirnir sem heimsóttu okkur voru Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Heimsókn þessi var liður í samstarfs-verkefni ríkis og sveitarfélaga sem ber yfirskriftina „Tónlist fyrir alla”.Tilgangur þessa verkefnis „Tónlistar fyrir alla” er að kynna íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar sem þau læri að meta í skólum sínum í lifandi flutningi fremstu lista-manna. Tónlist á erindi við börn, því eins og aðrar listir, örvar hún, bætir og gleður.Menningardagur.Menningardagur var áætlaður samkvæmt skóladagatali 24. október. Ákveðið hafði verið að fá leikhópa í heimsókn með leikverk við hæfi nemenda. Ekki reyndist unnt að fá leikverk þennan ákveðna dag en þess í stað kom Stopleikhúsið í heimsókn 30. október til nemenda á unglingastigi og sýndi þeim forvarnar-leikritið Í gegnum eldinn. Höfundur er Valgeir Skagfjörð og byggir hann verkið á sannsögulegum atburðum. Það sagði sögu tveggja ungmenna og hvað neysla áfengis og vímuefna hafði hörmulegar afleiðingar í för með sér.Óhætt er að segja að sýningin hafi verið mjög vel heppnuð, áhrifamikið leikrit sem svo sannarlega hefði einnig átt erindi til foreldra. Föstudaginn 1. nóvember kom Sjónleikhúsið með leikritið Bangsaleikur fyrir yngri nemendur. Leikritið fjallar um vináttuna og höfundur þess er Illugi Jökulsson.Snyrtipinnar skólans.Í september og fram í miðjan október var skemmtileg keppni í efra skólahúsi. Keppnin fólst í því að velja þann bekk sem átti snyrtilegustu stofuna. Sigurvegarar í þessari fyrstu snyrtipinna-keppni vetrarins voru 8. bekkingar og fengu þeir að launum bekkjarkvöld í tómstundasalnum og „kók og prins” í boði húsvarðar skólans. Nýtum tölvur til samskiptum.Það færist í vöxt að kennarar komi boðum til foreldra með tölvupósti. Því vilja umsjónarkennarar á unglingastigi biðja foreldra um að senda sér tölvupóst til að þeir fái þannig netföng þeirra. Athugið að netfangalisti fyrir 7. bekk er þegar til.Umsjónarkennarar eru: 8. xy Guðný Páls: gupal@sigloskoli.is 9. xy Kjartan Heiðberg: kjh@sigloskoli.is10. xy Guðný Erla Fanndal: fanndal@sigloskoli.is FræðslaStarfsfólk Leikskólans er með eindæmum jákvætt þessa dagana eftir mjög svo líflegt og jákvætt námskeið 5. nóvember með Margréti Pálu Ólafsdóttur um jákvæðni í starfi og daglegum samskiptum. Það sem stóð uppúr hennar fyrirlestri er að við berum sjálf ábyrgð á líðan okkar. Að starfa í anda jákvæðrar mannræktar þar sem neikvæðni er hafnað, byggir á þeirri grunnhugsun að ekkert er í eðli sínu „svona” eða „hinsegin”. Við getum alltaf valið sjálf um afstöðu okkar og viðhorf !Margrét Pála var einnig með fyrirlestur á sameiginlegum foreldrafundi Leikskála og Grunnskólans í safnaðarheimilinu. Það var frábær fyrirlestur um aga og hegðunarkennslu. Ég held ég geti sagt að allir sem komu hafi bæði haft gagn og gaman af enda kom Margrét Pála með gagnlegar ábendingar og ekki skemmdi hvað hún hefur skemmtilega frásagnargáfu. Starfsfólk Leikskólans mætti vel en hins vegar var sorglegt að sjá hve mæting foreldra var dræm. Ein góð ábending til okkar foreldra hljóðaði svona:„Við erum alltaf að kenna reglu eða ó-reglu. Okkar er valið, hvort við kennum það að fylgja reglu (eða ó-reglu) lærist einfaldlega með æfingunni”. Fastir gestirSigurður Ægisson prestur hefur verið að koma til okkar í söngstund á föstudögum fyrir og eftir hádegi einu sinni í mánuði. Hann mætir með gítarinn sinn og syngur með okkur við mikinn fögnuð allra. Samstaf við heilsugæsluna er að aukast og er bólusetning þessa dagana í Leikskólanum m.a. einn liður í því samstarfi.Næstkomandi mánudag er skipulagsdagur í Leikskólanum. Þá er skólinn lokaður. Starfsfólk mun hins vegar halda áfram að vinna að skólanámskránni. Lögð er áhersla á að allt starfsfólk vinni að gerð hennar því skólanámskránni er ætlað að gefa mynd af því starfi sem unnið er í skólanum. Í þessari samvinnu fer fram umræðan um „hvers vegna” þessi, en ekki einhver önnur leið skuli farin. Samkvæmt lögum ber hverjum skóla að gefa út skólanámskrá. Fyrsta útgáfa okkur mun væntanlega koma út með vorinu. Kennaramál o. fl.Um 130 nemendur eru skráðir í skólann þetta skólaár og hófst kennsla í forskóladeild óvenju snemma, eða 21. ágúst. Átta nemendur úr 9. og 10. bekk Grunnskólans völdu tónlist sem valgrein og stunda þeir allir nám í gítarleik auk þess sem þeir sækja tíma í tónfræði. Ekki hafa þó allir nemendur skólans getað hafið nám, því aðeins tveir af fjórum kennurum hófu kennslu í haust, en eins og margir eflaust vita, þá veiktist Keith R. Miles (Sandy) alvarlega á leiðinni til landsins frá Frakklandi og Antonía er í ársleyfi frá skólanum. Hlutirnir eru þó smám saman að færast í eðlilegt horf, því Sandy er óðum að hressast og er hann væntanlegur til okkar um áramótin, og annar kennari hefur nú verið ráðinn í stað Antoníu. Það er Renata Ivan, en hún kemur einnig frá heimalandi Antoníu, Ungverjalandi, og eru kennslugreinar hennar píanó og söngur, auk þess sem hún starfar við forskólakennsluna.Barna- og unglingakórNú í haust var stofnaður barna- og unglingakór við skólann og gefst grunnskólanemendum frá 4. – 10. bekk kostur á að taka þátt í þessu kórstarfi. Æfingar eru hafnar í kirkjunni á miðvikudögum kl. 17.00 og eru nú þegar rúmlega 30 börn í 4.- 9. bekk byrjuð að syngja saman. Stjórnandi kórsins er Renata Ivan.
Lesa meira

Framkvæmdir við nýju skíðalyftuna

Nú hillir loks undir verklok við skíðalyftuframkvæmdirnar. Verkið hefur gengið vonum framar og ef allt gengur að óskum gera menn sér vonir um að nýja lyftan (Bungulyftan) verði komin í gagnið í byrjun desember. Að undanförnu hefur verið unnið við frágang á lyftumöstrum, öryggisvír og raflögnum. Þessa dagana er verið að ganga frá öryggisrás og stillingum á hjólastellum. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði hægt að fara í að splæsa saman togvírinn og að því loknu er lyftan nánast klár. Við neðri lyftuna er búið að setja upp uppgerða drifstöð sem áður hafði þjónað skíðalyftunni í Hólshyrnu til fjölda ára. Verið er að ganga frá lýsingu á neðra svæðinu og ætti hún að vera tilbúin næstu daga. Staðsetning á þjónustuhúsi fyrir skíðasvæðið hefur verið ákveðin á bílastæðinu við neðri lyftuna. Þess ber að geta að undanfarnar vikur hefur verið nægur skíðasnjór við nýju lyftunna og verður spennandi að sjá hvort hægt verður að bjóða Siglfirðingum á skíði fyrir jól.Nánari upplýsingar um framkvæmdirnar er hægt að finna á www.simnet.is/skisigl
Lesa meira

Framkvæmdir við nýju skíðalyftuna

Nú hillir loks undir verklok við skíðalyftuframkvæmdirnar. Verkið hefur gengið vonum framar og ef allt gengur að óskum gera menn sér vonir um að nýja lyftan (Bungulyftan) verði komin í gagnið í byrjun desember. Að undanförnu hefur verið unnið við frágang á lyftumöstrum, öryggisvír og raflögnum. Þessa dagana er verið að ganga frá öryggisrás og stillingum á hjólastellum. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði hægt að fara í að splæsa saman togvírinn og að því loknu er lyftan nánast klár. Við neðri lyftuna er búið að setja upp uppgerða drifstöð sem áður hafði þjónað skíðalyftunni í Hólshyrnu til fjölda ára. Verið er að ganga frá lýsingu á neðra svæðinu og ætti hún að vera tilbúin næstu daga. Staðsetning á þjónustuhúsi fyrir skíðasvæðið hefur verið ákveðin á bílastæðinu við neðri lyftuna. Þess ber að geta að undanfarnar vikur hefur verið nægur skíðasnjór við nýju lyftunna og verður spennandi að sjá hvort hægt verður að bjóða Siglfirðingum á skíði fyrir jól.Nánari upplýsingar um framkvæmdirnar er hægt að finna á www.simnet.is/skisigl
Lesa meira

Íbúaskrá Siglufjarðar

Þeir sem flutt hafa til Siglufjarðar en ekki tilkynnt um aðsetursskipti, eru vinsamlega beðnir að gera það sem allra fyrst eða í síðasta lagi 30. nóvember 2002.Eyðublöð fyrir aðseturstilkynningar liggja frammi á bæjarskrifstofunni.Húsráðendur eru minntir á tilkynningarskyldu sína vegna þeirra er í húsum þeirra dvelja.Í 1. grein laga um lögheimili segir m.a. að lögheimili manna er sá staður þar sem viðkomandi hefur fasta búsetu. Föst búseta er síðan útskýrð sem staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Í þessu felst að lögheimili manna skal skráð þar sem þeir búa á hverjum tíma. Í þessu sambandi skal þó áréttað ákvæði 7. gr. laganna um sameiginlegt lögheimili hjóna og fólks í sambúð, ef þessir aðilar eru í samvistum. Hvað varðar barnafólk skal sérstaklega tekið fram að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér.
Lesa meira

Íbúaskrá Siglufjarðar

Þeir sem flutt hafa til Siglufjarðar en ekki tilkynnt um aðsetursskipti, eru vinsamlega beðnir að gera það sem allra fyrst eða í síðasta lagi 30. nóvember 2002.Eyðublöð fyrir aðseturstilkynningar liggja frammi á bæjarskrifstofunni.Húsráðendur eru minntir á tilkynningarskyldu sína vegna þeirra er í húsum þeirra dvelja.Í 1. grein laga um lögheimili segir m.a. að lögheimili manna er sá staður þar sem viðkomandi hefur fasta búsetu. Föst búseta er síðan útskýrð sem staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Í þessu felst að lögheimili manna skal skráð þar sem þeir búa á hverjum tíma. Í þessu sambandi skal þó áréttað ákvæði 7. gr. laganna um sameiginlegt lögheimili hjóna og fólks í sambúð, ef þessir aðilar eru í samvistum. Hvað varðar barnafólk skal sérstaklega tekið fram að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. .
Lesa meira

Nýtt á Ljósmyndasafni Steingríms á netinu

Vísir að Húsasögu Siglufjarðar hefur verið settur upp á ljósmyndasafni Steingríms á netinu, á slóðinni www.ljosmyndasafn.com/Husasaga.htm Þar gefst fólki kostur á að setja inn sögu hússins sem það býr í, eða sögu húss sem það þekkir. Vonast er til að í framtíðinni gæti þarna myndast góðar söguheimildir um hús á Siglufirði.
Lesa meira

Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar

Siglfirðingurinn Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi en atkvæði voru talin nú um helgina. Kristján hlaut 746 atkvæði í fyrsta sæti en Einar Már Sigurðarson var í öðru sæti. Niðurstaðan er bindandi í tvö efstu sæti en uppstillingarnefnd mun stilla upp í önnur sæti. Af öðrum prófkjörum er helst að segja að einn af þingmönnum okkar til fjölda ára, Vilhjálmur Egilsson, lenti í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi. Eru það mikil vonbrigði fyrir Vilhjálm sem stefndi að 1. sæti í prófkjörinu. Uppstillingar á öðrum listum í norðausturkjördæmi ráðast fljótlega og eru a.m.k. tveir Siglfirðingar þar í baráttu, Sigríður Ingvarsdóttir hjá Sjálfstæðisflokki og Birkir Jónsson hjá Framsóknarflokki.
Lesa meira