Áramótabrennur í Fjallabyggð

Nú á síðasta degi ársins verða áramótabrennur í Fjallabyggð samkvæmt venju.  Klukkan 20:00 verður brenna í Ólafsfirði, nánar tiltekið við Ósbrekkusand. Hálftíma síðar eða kl. 20:30 verður svo brenna á Siglufirði nánar tiltekið sunnan við Rarik.  Á báðum stöðum verða flugeldasýningar í kjölfarið á brennunum.  Það er KF sem hefur umsjón með brennunum og Björgunarsveitirnar Strákar Siglufirði og Tindur Ólafsfirði sjá um flugeldasýningarnar.