Ár í opnun Héðinsfjarðarganga.

Framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng skal að fullu lokið 30.september 2010 samkvæmt nýju samkomulagi sem skrifað var undir fyrir helgina að hálfu Vegargerðarinnar og verktaka við göngin

Vegamálastjóri sagði í samtali við Rúv í gær að um tíma hafi legið í loftinu að erlendi verktakinn Metrostav, segði sig frá gangagerðinni vegna ágreinings um tæknilegar lausnir vegna vatnsklæðningar og verðbótaþátta, en samningurinn við Metrostav er í íslenskum krónum. Hins vegar hafi náðst samkomulag við Metrostav og Háfell fyrir helgi um áframhald verksins.
Verkinu skal lokið fyrir 30. September 2010 þ.e. eftir nákvæmlega ár. Hinsvegar yrði auðvitað reynt að ljúka verkinu fyrr en þetta væri lokafresturinn.  

Hægt er að hlusta á viðtalið hér. http://dagskra.ruv.is/ras1/4489049/2009/09/29/9/