Anna Ósk – Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Anna Ósk Erlingsdóttir verður með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sunnudaginn 31. júlí kl. 15:30 – 16:30.

Anna Ósk Erlingsdóttir er fædd og uppalin í Sandgerði. Hún á rætur sínar að rekja til Siglufjarðar þar sem faðir hennar Erlingur Björnsson í Hljómunum átti Siglfirskan föður.

Anna Ósk lærði ljósmyndun í Ástraliu og bjó þar í tvö og hálft ár. Hún fékk tækifæri að vera með í nokkrum sýningum þar og ein af þeim var í National Portrait gallerý í höfuðborginni Canberra. Einnig hefur Anna Ósk verið með sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavikur 2012.

Þetta árið hefur Anna Ósk gefið út ljósmyndabók sem er samansafn af myndum teknar yfir 10 ára tímabil. Bókin heitir Enigma, og er tileinkuð konum í ólíku hugarástandi.

Á fyrirlestrinum þann 31. júli mun Anna Ósk tala um innblástur, ljósmyndun og ævintýri í kring um myndatökurnar.