Anna Hulda nýr skjalavörður

Anna Hulda (t.v.) og Brynja Ingunn (t.h.)
Anna Hulda (t.v.) og Brynja Ingunn (t.h.)

Þann 3. febrúar sl. var auglýst laust til umsóknar 50% starf skjalavarðar við Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Þrjár umsóknir bárust og var Anna Hulda Júlíusdóttir metin hæfust umsækjanda.

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir hefur sinnt starfi skjalavarðar síðastliðið ár. Hún mun hefja störf hjá sýsluskrifstofunni Siglufirði um næstu mánaðarmót. Um leið og Anna Hulda er boðin velkomin til starfa er Brynju þakkað góð störf fyrir Fjallabyggð og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.