Anna Fält með tónleika í Siglufjarðarkirkju

Anna Falt (Mynd: http://annafalt.wordpress.com/ )
Anna Falt (Mynd: http://annafalt.wordpress.com/ )
Anna Fält dvelur í Herhúsinu þennan mánuðinn. Hún er finnsk þjóðlagasöngkona og músíkant og hefur um árabil haldið tónleika án undirleiks, jafnt í Svíþjóð, þar sem hún býr, og í Finnlandi en einnig víða annars staðar. 
Hún hefur sérhæft sig í ólíkum sönghefðum, sænskum og finnskum, þar sem hún leitast við að sameina hina björtu skandinavísku og dimmu austur-evrópsku tóna. Tónleikar hennar eru óður til mannsraddarinnar - söngur engu líkur.

Siglufjarðarkirkja
Sunnudagur 19. október kl. 20.00
Ókeypis aðgangur
Tónleikarnir eru í ca. 45 mínútur

Nánari upplýsingar um listamanninn á heimasíðunni hennar: http://annafalt.wordpress.com/