Andri Þór ráðinn í starf tæknifulltrúa

Andri Þór og Íris
Andri Þór og Íris

Í byrjun febrúar auglýsti Fjallabyggð eftir áhugasömum og framsæknum einstaklingi til að sinna starfi tæknifulltrúa á tímabilinu 15. mars 2016 – 31. janúar 2017.
Búið er að ráða Andra Þór Andrésson í starfið og mun hann leysa Írisi Stefánsdóttur af á þessu tímabili. Andri er 31. árs Kópavogsbúi, útskrifaðist með BS gráðu í umhverfisskipulagi frá LBHÍ 2011 og er að ljúka MS gráðu í skipulagsfræði frá sama skóla.

Fjallabyggð býður Andra Þór velkominn til starfa.