Ályktun frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar til Menntamálaráðherra.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á vetrarfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar.   

„Fundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar, haldin í Ólafsfirði 10. Desember 2008 beinir þeim eindregnu tilmælum til menntamálaráðherra að kennsla hefjist á framhaldsskólastigi við utanverðan Eyjafjörð strax haustið 2009, enda er það í samræmi við niðurstöðu stýrihóps sem unnið hefur að undirbúningi að stofnun skóla þar.
Áfram verði unni að skólastefnu, námsframboði og kennsluháttum og frumathugun hefjist nú þegar vegna nýrrar skólabyggingar í Ólafsfirði.“