Alþjóðlegur dagur votlendis er 2. febrúar

Votlendissjóðurinn var stofnaður fyrir tveimur árum. Haustið 2019 hófst endurheimt hans af fullum krafti.  Í lok árs 2020 hafði Votlendissjóðurinn endurheimt votlendi á 203 hekturum. Það eru 32.668 tonn af koldíoxíð sem sjóðurinn hefur til sölu á móti kolefnisjöfnun. Heildarlengd skurða þeirra jarða sem við höfum endurheimt er 27km og 390 metrar. 

Frá upphafi hafa um 50 lögaðilar eða fyrirtæki kolefnisjafnað sig hjá Votlendissjóði og margir þeirra gert það árlega. Seðlabanki Íslands, Íslandsbanki, Reginn, Reiknistofa bankanna, Efla, Ölgerðin Egill Skallagríms, Sahara, Verkís, Kemi, Landmælingar Íslands, HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur eru meðal þeirra sem kolefnisjöfnuðu hluta eða allar starfssemi sína í gegnum Votlendissjóð á árinu 2020. 

Fjöldi einstaklinga sem kolefnissjafna sig með beinum framlögum eða í gegnum greiðslugáttir telja hundruð og þá erum hundruðir einstaklinga á bak við Votlendislykla Orkunnar sem er í eigu Skeljungs en saman eru þau stærsti bakhjarl Votlendissjóðs. 

Með endurheimt votlendis er ekki bara verið að leggja gríðarlega ábata inn í baráttuna við hlýnun jarðar. Um leið erum við að stöðva land frá fúnun, geyma verðmæt koldíoxíð í jarðvegi þar sem það nýtist og síðast en ekki síst efla náttúrulegt lífríki.

Alþjóðlegur dagur votlendis, 2. febrúar, er nýttur til að vekja athygli á stöðu votlendis í heiminum og ákall um endurheimt og mikilvægi endurheimtar í baráttunni við hlýnun jarðar og eflingu vistkerfa.

Frekari upplýsingar veitir:

Einar Bárðarson, 618 9000
Framkvæmdastjóri sjóðsins

Heimsíða Votlendissjóðs