Alþjóðleg athafnavika 15. - 21. nóvember

Alþjóðleg athafnavika fer fram 15.-21. nóvember 2010. Tilgangur vikunnar er að sýna fram á gildi athafnasemi fyrir samfélagið í heild sinni, hvetja þjóðina til athafnasemi og senda jákvæð skilaboð út í þjóðfélagið. Árið 2009 voru um 120 viðburðir um allt land, 50 samstarfsaðilar og um 5000 þátttakendur á Íslandi. Allir geta tekið þátt, bæði einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki.   Hér má skoða auglýsingu um Alþjóðlega athafnaviku