Alþjóðleg ráðstefna EcoMEDIAeurope-GERE í Ólafsfirði

Ólafsfjörður mynd GK
Ólafsfjörður mynd GK

Alþjóðleg ráðstefna EcoMEDICAeurope-GERE hefst í dag 14. október í Ólafsfirði

Hnattræn menntun í dreifbýli er yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu sem MTR heldur í Ólafsfirði dagana 14. - 19. október.

Nýjar aðferðir, hreyfanleiki og aðlögun verða í forgrunni margvíslegrar umfjöllunar um upplýsingatækni í skólastarfi. Þetta er þrettánda ecoMEDIAeurope ráðstefnan.

Starfsmenn MTR hafa sótt margar þeirra fyrri og verið áberandi þar. Þess vegna lögðu ecoMEDIAeurope samtökin til að skólinn héldi ráðstefnuna í ár til að starfsmenn annarra skóla gætu fræðst um kennsluaðferðir og skipulag náms í MTR. Leiðtogar, sérfræðingar, kennarar og aðrir starfsmenn frá nokkrum löndum auk Íslands sækja ráðstefnuna sem stendur í fimm daga. Um áttatíu hafa skráð sig til leiks – um helmingur frá öðrum löndum. Meðal annars koma gestir frá Þýskalandi, Sviss, Grikklandi, Lettlandi, Danmörku og Bandaríkjunum.

Menntaskólinn á Tröllaskaga og Fjallabyggð gerðu með sér samstarfssamning um ráðstefnuna.  Samningurinn fellst í því að sveitarfélagið Fjallabyggð styðji skólann vegna ráðstefnunnar og skólinn kynni sveitarfélagið í tengslum við ráðstefnuna.

Dagskrá ráðstefnunnar er aðgengileg hér.

Nánar um ráðstefnuna hér: https://www.mtr.is/ecomedia