Niðurstöður íbúafundanna komnar

Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur skilað af sér niðurstöðum íbúafundanna sem haldnir voru í Fjallabyggð dagana 17. og 18. september sl. Í skýrslunni eru kynntar hugmyndir, tillögur og ábendingar fundarmanna, þær teknar saman og flokkaðar eftir efni og tíðni.

Efni skýrslunnar verður nú rætt í nefndum sveitarfélagsins og unnið úr þeim hugmyndum sem fram komu. Á næstu vikum verður unnin framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins sem m.a. verður byggð á efni skýrslunnar.